Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 13
DV Umræða þriðjudagur 3. apríl 2007 13 Ómálefnalegu skrifi vegna samkynhneigðra svarað Útvarpskonunni ástsælu Önnu Kristine brást bogalist- in þegar hún stakk niður penna í DV 29. marz. Þar gaf hún sígilt dæmi um hvernig hægt er að sniðganga efnislega umræðu með rykmekki tilfinningasemi og persónuásak- ana. Rakalausum glósum vegna starfs míns og alhæfing- ar-yfirlýsingum vegna framlags míns til málefnaumræðu í samfélaginu læt ég ósvarað sem hverju öðru innantómu tauti, en held mér við aðalatriði. Tilefnið, sem hún tók sér til árása á mig, var innlegg mitt í þátt Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu 28/3. Efn- ið var ættleiðing og tæknifrjóvgun fyrir einhleypa. Næsti viðmælandi Arnþrúðar á undan hafði eindregið mælt með því, að einstæðingar fengju rétt til að ættleiða börn. Þessu andmælti ég með vísan til þess, sem komið hefur skýrt í ljós í uppeldisfræðum, að börn þarfnist mjög bæði föður og móður, nálægð beggja og karl- og kvenímynd uppal- enda sé þeim mikilvæg á þroskaferlinum; jafnvel þótt mörg börn alist ekki upp með föður sínum, sé hann þeim á sinn hátt nálægur í flestum tilvikum – hitt séu undan- tekningatilfelli, þegar móðir leyfi barni sínu ekki að um- gangast föður eða þegar fað- ir vanræki alla umgengni við barn sitt; ekki sé rétt að gera slíkar undantekningar að reglu til viðmiðunar um upp- eldi. Meginreglan eigi að vera það sem er affarasælast fyrir barnið, og þá sé alls ekki rétt af ríkinu að búa til uppeldis- aðstæður þar sem byrjað sé á því að kljúfa annað kynið al- gerlega frá því að umgangast barn sitt. Í framhaldi af þessu benti ég á upphafsgrein Barnalag- anna frá 2003: „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína“. Því hefði það verið í mótsögn við þessa hugsun, sem og andstætt nýlegri sænskri löggjöf um tæknifrjóvgun, þegar ákveðið hafi verið, með löggjöf 2. júní sl. um tæknifrjóvgun fyrir lesbíur, að velja vísvitandi að barn fái aldrei að þekkja hver faðir þess sé. Vék ég því næst að tildrögum þess, að svo ankannaleg niðurstaða fekkst í málið þrátt fyrir sænsku löggjöfina og þrátt fyrir hið tiltölulega nýsetta ákvæði okk- ar eigin Barnalaga. Hér var skipuð 6 manna nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar, en nefndin klofnaði í áliti sínu um þessi mál; lagði annar helmingur hennar til þá róttæku leið, sem farin var. Hvernig var sá nefndarhluti skipaður? Jú, þar voru samkynhneigðir í meirihluta, tvö af þremur; var annað Þorvaldur Kristinsson, tilnefndur af Samtökunum 78, en hitt Anni Haugen, tilnefnd af félagsmálaráðuneyti. Anni hefði sem lesbía unnið að málum samkynhneigðra í Samtökunum 78, eins og sjá mætti af heimasíðu þeirra. Þennan róttæka hluta nefndarinnar kaus svo ríkisstjórn- in, einkum Árni Magnússon, Siv Friðleifsdóttir og Halldór Ásgrímsson, að gera alráðan um tilhögun þess lagafrum- varps sem samþykkt var. Samkynhneigðum voru þannig gefnar frjálsar hendur um að vera nánast dómarar í eigin sök og ákvarðandi um hvernig löggjöfinni yrði háttað, með tilheyrandi áhrifum á réttarstöðu barna, á meðan ráðgjöf hins helmings nefndarinnar, sem gekk í allt aðra átt, var sniðgengin og óvirt með öllu, þótt rökstudd væri með góð- um gögnum frá öðrum Evrópulöndum. Anna Kristine skrifar um þetta samtal mitt við Arn- þrúði í DV-pistli sínum, en gerir það án þess að koma með neinum hætti inn á þessi efnisatriði um börnin og réttindi þeirra eða hina óásættanlegu tilurð þeirrar einhliða lög- gjafar sem samþykkt var 2. júní á liðnu ári. Þess í stað bullar Anna Kristine út í eitt yfir því, að ég hafi nafngreint þessa tvo einstaklinga! Fyrirsögnin sem hún velur pistlinum er: „Einkalíf fótum troðið í beinni útsendingu“. Minna mátti ekki gagn gera! En það er ekki ég sem hef auglýst kynhneigð þessara einstaklinga, þau hafa hingað til séð um það sjálf að kynna sig þannig. Allir þekkja Þorvald úr fjölmiðlunum, en á vefsetri Samtakanna ‚78 kemur bæði í ljós, að Anni G. Haugen veitir sem ráð- gjafi viðtöl á vettvangi þeirra samtaka, sem og að „[á] fundi sínum í maí [2001] skipaði stjórn Samtakanna ´78 Baldur Þórhallsson aðalfulltrúa sinn í stjórn Mannréttindaskrif- stofunnar, en Anni G. Haugen varafulltrúa“ (http://www.samtokin78.is/?PageID=30&New- sID=1140). Þar að auki var ég ekki á neinn hátt að núa Þorvaldi og Anni kynhneigð þeirra um nasir, heldur benda á hve frá- leitt það væri að þessi hópur var látinn ráða því sjálfur með þrýstingi sínum og áhrifum að þau skuli fá umdeilanleg réttindi yfir börnum og það með þeim hætti sem skákar nýsettu grundvallarákvæði Barnalaga, gengur í berhögg við ráðgjöf hins helmings ríkisskipuðu nefndarinnar og verður að teljast stílbrot við þá löggjöf sem þegar er byrj- uð í Skandinavíu. Hinn nefndarhelmingurinn, sem í þessu máli var ekki virtur neins, var að segja má undir forystu hins valinkunna lögfræðings Bjargar Thorarensen, próf- essors við lagadeild HÍ, en hún var formaður sex manna nefndarinnar. Þorvald Kristinsson hef ég áður tekið á beinið fyr- ir að halda margföldu skröki að þjóðinni um fjölda sam- kynhneigðra á Íslandi, þrátt fyrir að hann ætti að vita það rétta, þannig að eðlilegt má kalla, að ég tortryggi manninn og framlag hans til mótunar löggjafar á Íslandi. Rannsókn- ir mínar á séráliti hans og hinna tveggja í þeim nefndar- helmingi leiða í ljós einhliða og rangar fullyrðingar; er það einkar lærdómsríkt um hlutdrægar niðurstöður í afger- andi mikilvægu máli, sem að þessu leyti var kastað hönd- um til. Kjallari jón valur jensson guðfræðingur skrifar Hvernig var sá nefnd- arhluti skipaður? Jú, þar voru samkyn- hneigðir í meirihluta, tvö af þremur Íslenskir söngvar eyðilögðu stemmninguna Jóhanna B. hringdi nokkuð æst: Eins og þúsundir annarra Íslend- inga f000ór ég á tónleikana hans Cliffs á miðvikudaginn. Við hittumst nokk- ur vinahjón í heimahúsi áður og kom- um okkur í gírinn með því að hlusta á gömlu góðu lögin með Cliff. Við mættum svo tímanlega í Laugardals- höll en hefðum betur bara komið á síðustu stundu. Þarna á gólfinu rétt hjá okkur var hópur af fullum kerl- ingum syngjandi íslenska slagara. Þessar konur voru í bolum merkt- um Lucky Lips og með bleikt tjull í hárinu. Einhver einkahúmor í gangi hjá þeim greinilega. Frekjan í þeim var slík að þær sungu þarna í tut- tugu mínútur, rammfalskar og öm- urlegar og það versta var eiginlega að þær sungu aðallega íslensk lög. Þessar konur komu okkur öllum úr Cliff stuðinu sem við vorum búin að byggja upp. Það er ekkert annað en frekja að leggja svona undir sig heil- an tónleikasal og ég vona að þessar konur lesi þetta bréf eða frétti af því og skammist sín. Þetta voru einu manneskjurnar í öllu húsinu sem tóku ekkert tillit til annarra. Óréttlæti á ekki að viðgangast Það er ótrúlegt hvað er hægt að bjóða þeim sem minna mega sín. Það er sorglegt að horfa upp á fólk eiga hvorki ofan í sig né á. Sumir ráfa um göturnar og eiga ekki neitt, hvorki fæði né klæði. Við leyfum okkur að horfa upp á slíkt, þegar peningarnir flæða um alls staðar. Ég græt innra með mér gagnvart þessu. Ef ég gæti eitthvað gert þá myndi ég gera það, þegar ég geng um götur Reykjavíkur og sé fólk ráfa um sem hefur ekkert, á ekkert, má ekkert. Ég þarf að horfast í augu við þetta og get ekki gert neitt. Hvað er að gerast í okkar landi? Ætlum við virkilega að láta þetta viðgangast? Við erum að eyða milljörðum króna í einhverjar byggingar sem skipta ekki máli en látum fólkið þjást úti á götum borgarinnar. Nú eru kosningar framundan og hvað ætlum við kjósa? Ég hef fylgst með flokkunum að undanförnu. Ég er búin að ákveða mig. Veljum rétt, það skiptir máli hvað við kjósum. Við verðum að sjá breytingu í þjóðfélaginu í dag, hlutirnir ganga ekki upp eins og þeir eru og það vita landsmenn. En það segir enginn neitt, þögn er sama og samþykki. Kæru landsmenn nú verðum við að standa upp og segja okkar skoðun, ekki hafa orðin á milli varanna heldur láta í okkur heyra. Ég hef þurft að berjast fyrir lífi mínu frá því að ég man eftir mér, ég er svo lánsöm að hafa ekki farið á götuna og veit að almættið sér til þess að svo verði ekki. En þangað er auðvelt að fara fyrir þá sem eiga ekki ofan í sig eða á. Það er ótrúlegt hvað Íslendingar, þessi fámenna þjóð, getur boðið sjálfri sér upp á. Sérstaklega þegar við getum gert miklu betur. Ekki vantar peningaflæðið inn í landið. Hvert fara þessir paningar eiginlega? Ég spyr. En eitt veit ég, að við höfum valið, og ég veit hvað ég vil og ég vona að þið vitir hvað þið viljið. margrét h. halldórsdóttir félagsliði skrifar Sumir ráfa um göt- urnar og eiga ekki neitt, hvorki fæði né klæði. Kjallari Þórður skrifar: Gjald fyrir engan seðil Ótrúleg ósvífni er að fyrirtæki skuli rukka seðilgjöld fyrir pappírs- laus viðskipti. Í gamla daga fékk mað- ur kreditkortareikninginn í mörgum umslögum og útprentunargjald var rukkað fyrir hvert þeirra. Í dag semur maður um rafrænar greiðslur, ann- að hvort beint af kreditkorti eða fær greiðsluseðla senda í tölvubanka og enn rukka fyrirtækin seðilgjöld. Sagt var frá því í síðustu viku að fyritækið Hive rukkaði þessi seðil- gjöld en Síminn og Vodafone ekki. Talsmaður Hive sagði að þetta væri til þess að standa straum af innheimtu- kostnaði. Þetta er eins og að semja um eitt verð og vera svo rukk- aður fyrir annað, sama ósvífni og tíðkast hjá flugfélögum þegar maður kaupir flugmiða. Það virðast engin takmörk fyrir græðgi og peningaplokki. „Mikil urðu vonbrigði mín með stofnun nýja flokksins hennar Mar- grétar Sverrisdóttur. Eins og margir átti ég von á að þar yrði teflt fram sigurliði en einhvern veginn virð- ist þetta framboð andvana fætt. Kjósendur eru ekki fífl og það þýðir lítið að gefa til kynna að stór nöfn muni koma fram á sjónarsviðið. Hvers konar markaðssetning er þarna í gangi? Auðvitað átti ekkert að kynna þetta nýja stjórnmálaafl nema með fullmannað skip. Það er eins og þetta fólk átti sig ekki á að það er ekki nema einn og hálf- ur mánuður til kosninga. Hrædd er ég um að nú hlakki í herbúðum Frjálslyndra.“ Kolröng markaðssetning Íslandshreyfingarinnar Lára skrifar. lESENDUr lESENDUr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.