Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 32
„Við erum með alveg þokkalegt lið
og það er alveg heilmikið keppnisskap
í okkur,“ segir Fríða Agnarsdóttir. Hún
leikur með liðinu KMK á Evrópumóti
lesbía í blaki. Mótið verður haldið á Ís-
landi í fyrsta sinn nú um páskahelgina.
Hingað munu koma um 100 lesbíur frá
Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi og
etja saman liðum sínum í Íþróttahöll
Fylkis í Árbæ.
Fríða segir íslenska liðið hafa keppt
á mótum hér heima og yfirleitt ver-
ið í neðstu deildunum. „Þetta er nátt-
úrulega fyrst og fremst ætlað til þess
að hafa gaman af,“ segir hún. Þetta er
í fjórða sinn sem íslenska liðið tekur
þátt í keppninni. Í fyrsta skiptið var
liðið í þriðja sæti í sínum riðli, í hitt-
eðfyrra enduðu stúlkurnar neðarlega
en urðu svo efstar á síðasta ári. Þá var
keppt í Hamborg í Þýskalandi. „Þá
sendum við tvö lið og urðum í þriðja
og fyrsta sæti,“ segir Fríða.
Mótum af þessu tagi fylgja svo við-
eigandi samkvæmi. „Mótið er haldið á
laugardegi fyrir páska og á páskadag
og síðan er lokahófið á sunnudags-
kvöldinu,“ segir Fríða. Kvöldverðarhóf
verður svo haldið í Ásbyrgi á Broad-
way á sunnudagskvöldinu. Aðeins
keppendurnir á mótinu verða í hóf-
inu fyrripart kvölds, en svo mega aðrir
gestir mæta til leiks á miðnætti, þó að-
eins kvenfólk.
Fríða segir að mikil skipulagning
liggi að baki móti sem þessu. Bæði
Reykjavíkurborg og ýmis fyrirtæki hafa
lagt lesbíum lið við undirbúninginn
með styrkjum, vörum og afslætti af
þjónustu. sigtryggur@dv.is
Íslensk móðir hafði samband við fjar-
skiptamiðstöð ríkislögreglustjóra eft-
ir að ráðist hafði verið á son hennar í
símaklefa í Manchester á Englandi í
fyrrinótt. 39 mínútum síðar var búið
að finna son hennar sem hafði slopp-
ið undan árásarmanninum. „Þetta til-
vik er skýrt dæmi um hve vel alþjóða-
deild ríkislögreglustjóra starfar og hve
mikilvægt alþjóðlegt samstarf lögreglu
er,“ segir Páll Winkel, yfirmaður stjórn-
sýslusviðs hjá ríkislögreglustjóra, eins
sé þetta góður vitnisburður um sam-
starf fjarskiptadeildar og alþjóðadeild-
ar ríkislögreglustjórans.
Sonurinn sem er 23 ára gamall
hafði farið í fótboltaferð til Englands
um helgina. Hann var einn á gangi um
eittleytið í fyrrinótt þegar hann upp-
götvaði að hann væri villtur. Hann
hringdi í móður sína úr símaklefa og í
miðju samtali þeirra rofnaði samband-
ið. Skömmu áður heyrði hún son sinn
segja einhverjum að koma sér í burtu
og láta sig vera en svo heyrði hún bara
öskur og skruðninga.
Vissi ekki hvað gera skyldi
Í samtali við DV segir móðirin ekki
hafa vitað hvað hún ætti að gera. Hefði
þetta gerst á Íslandi hefði hún hringt
í lögregluna og ákvað hún því að gera
það. Hún fékk samband við fjarskipta-
miðstöð ríkislögreglustjóra og það-
an við alþjóðadeildina og segir hún
móttökurnar þar hafa verið frábærar.
Hún lét þá fá símanúmerið sem son-
ur hennar hafði hringt úr og þeir settu
sig strax sig í samband við Interpol í
Lundúnum sem hafði samband við
lögregluna í Manchester.
Móðirin segir lögregluna hér hafa
hringt reglulega í hana með upplýs-
ingar um gang mála, eins þegar búið
var að miða út símaklefann sem sonur
hennar hafði verið í. Þetta skipti miklu
máli, hún vissi að verið væri að vinna í
málinu og lægi sonur hennar slasaður
væri lögreglan á leiðinni. Eftir 39 mín-
útur hafði lögreglan svo uppi á syni
hennar sem þá var kominn upp á hót-
elherbergi.
Slapp undan árásarmanninum
Þegar móðirin hafði svo heyrt aft-
ur í syni sínum gat hún andað létt-
ar enda var hann heill á húfi. Hann
sagði árásarmanninn hafa rifið sig út
úr símaklefanum og gengið í skrokk á
sér þar sem hann lá í götunni. Hann
náði þó að rísa upp og hlaupa eins og
fætur toguðu þar til hann fór að kann-
ast við umhverfið og gat fundið hótel-
ið sitt. Þegar DV ræddi við móðurina
var sonur hennar enn sofandi enda
líklega ekki gengið vel að sofna eftir
áfallið nóttina áður. Hann átti svo að
koma til Íslands með flugi seint í gær-
kvöldi. Hún segist ekki vita hvort búið
sé að ná árásarmanninum en lögregl-
an hafi sagt henni að trúlega hefðu
náðst myndir af árásinni á öryggis-
myndavélar.
Móðirin segir að fyrirfram hefði
hana aldrei grunað að lögreglan hér
gæti hjálpað henni, hvað þá svona
hratt og vel. Hún var full þakklætis
og finnst mikilvægt að aðrir sem lent
gætu í svipuðum aðstæðum og hún
viti hvert þeir geti leitað.
þriðjudagur 3. apríl 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
FréttaSkot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is
HerefordBorðapantanir í síma 511 3350
2 fyri
r 1 á
drykk
jum
hússi
ns 17
-19
Íslenska nautakjötið
klikkar ekki.
Notum eingöngu sérvalið
íslenskt nautakjöt á
Hereford steikhúsi
Slátrið er fínt...
Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum þriðjudag-
inn 13. mars. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt efni og
auglýsingar.
Efni blaðanna
d
V V
ið
Sk
ip
ta
b
la
ð
ið
m
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Fr
ét
ta
b
la
ð
ið
80%
72%
66%
38%
varð fyrir áráS en
komSt undan á flótta
Hringdi í ríkislögreglustjóra eftir að ráðist var á son hennar í Manchester á Englandi:
Háspenna KR-ingar og Grindvíkingar tryggðu sér oddaleiki á leið sinni í úrslitarimmuna um Íslandsmeistarartitilinn í körfubolta.
KR-ingar sigruðu Snæfell og Grindvíkingar sigruðu Njarðvíkinga. Sjá allt um leikina í DV-Sport.
Evrópumót lesbía í blaki haldið á Íslandi um páskana:
Erum með heilmikið keppnisskap
Sjóður um rann-
sókn á láti njósnara
Ekkja rússneska njósnarans Al-
exander Litvinenko hyggst stofna
sjóð sem fjármagna á rannsókn á
láti hans. Meðal félaga í sjóðnum er
rússneski auðkýfingurinn Boris Ber-
ezovsky samkvæmt vef Sky frétta-
stofunnar. Litvinenko, sem var and-
stæðingur núverandi stjórnarherra
í Rússlandi, lést í nóvember. Í bréfi
sem hann skrifaði stuttu fyrir dauða
sinn sagði hann Vladímír Pútín, for-
seta landsins ábyrgan. Berezovsky
segir tilgang sjóðsins að komast að
sannleikanum og koma þannig í veg
fyrir að svona hryðjuverk, eins og
hann orðar það, verði framið aftur.
Rússar grunaðir
um smygl
Tollgæslan í Hafnarfirði naut
aðstoðar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu við að fara í rúss-
neskan togara þar sem skipverjar
eru grunaðir um smygl og sölu
á ólöglegum varningi, einkum
áfengi. Þrír einstaklingar gistu
fangageymslur í nótt vegna máls-
ins, einn skipverji og tveir aðilar
sem tengjast kaupum á ólögleg-
um varningi.
HjördíS rut SigurjónSdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
Símaklefar Ráðist var á mann í
símaklefa þegar hann var í miðju samtali
við móður sína.
brutust inn í bakarí
Þrír ungir innbrotsþjófar
voru gómaðir af lögreglunni
eftir að hafa brotist inn í bakarí
á Seltjarnarnesi. Þjófarnir eru
á aldrinum átján til tvítugs og
hafa allir áður komið við sögu
lögreglunnar. Höfðu þeir náð að
opna sjóðsvélina og komist yfir
skiptimynt þegar lögreglu bar að.
Þjófarnir eru grunaðir um þrjú
önnur innbrot um nóttina. Alls
voru fjögur innbrot og innbrot í
bíl sframin ó nótt og fimm gistu
fangageymslur.
Sláturþjófur
gómaður
Góðkunningi lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu var
handtekinn rétt upp úr miðnætti
í verslun í miðborginni. Þar
hafði þjófurinn komist yfir
tvo sláturkeppi sem hann bar
innanklæða þegar lögregluna
bar á vettvang. Lögreglan
handtók manninn og gisti hann
fangageymslur fyrir nóttina.
Gaf sig sjálfur fram
Í nótt braust ungur maður inn í
Menntaskólann við Hamrahlíð og
hafði á brott með sér ýmis verðmæti.
Nokkru síðar náði hann að koma því
sem hann stal í verð og er lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu sannfærð um
að það hafi verið gert í viðskiptum
við handrukkara. Þessu næst kallaði
Innbrotsþjófurinn eftir leigubíl og
þegar hann kom á staðinn bað hann
bílstjórann um að kalla á lögregluna.
Hann gaf sig því sjálfur fram en að
sögn varðstjóra var þjófurinn í ann-
arlegu ástandi við handtökuna.
blaklið Spennandi mót er framundan.