Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 3. apríl 2007 17 Dirk Nowitzki er líklegur til að verða valinn verðmætasti leikmaðurinn: Mun Nowitzki brjóta blað í sögu NBA? Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leik- maður Dallas Mavericks í NBA deildinni, gæti brotið blað í sögu deildarinnar ef hann verður valinn verðmætasti leikmaður hennar. Ef hann fær hinn svokallaða MVP-bikar verður hann fyrsti leikmaðurinn til þess sem hvorki er fæddur í Banda- ríkjunum né fór í gegnum skóla þar. Það gæti því verið stórt skref fyrir evr- ópska leikmenn í NBA ef Nowitski verður valinn verðmætastur. Reyndar hafa leikmenn verið vald- ir verðmætastir sem ekki eru fæddir í Evrópu, Steve Nash frá Kanada og Hakeem Olajuwon frá Nígeríu en báð- ir léku þeir þó körfubolta í bandarísk- um háskólum. Þá fengu þeir aðeins lítinn hluta af þjálfun sinni í Evrópu. Nowitzki kom til Bandaríkjanna árið 1998 frá Þýskalandi. Hann var tvítug- ur að aldri en nú níu árum síðar hefur hann tekið þátt í sex stjörnuleikjum og er að fá að upplifa hluti sem aðr- ir evrópskir körfuboltamenn hafa að- eins getað látið sig dreyma um. Nowitzki er af mörgum talinn besti körfuboltamaður sem hef- ur komið frá Evrópu en hann segist sjálfur hugsa um liðið. „Mín eigin frammistaða er ekki efst í huga mér núna. Ég vona að liðið sjálft nái eins langt og hægt er. Það væri þó óneit- anlega ekki leiðinlegt eftir tuttugu ár að geta sagt: Vissuð þið að ég átti frá- bær ár og hjálpaði liðinu mínu mik- ið,“ sagði Nowitzki. Leikmenn frá Evrópu hafa oft spilað stórt hlutverk í NBA deildinni en aldrei hafa þeir verið taldir líklegir til að geta leitt lið sitt til meistaratit- ils eða vinna MVP-bikarinn. Annað gildir þó um Nowitzki. elvargeir@dv.is Verðmætur þjóðverjinn dirk Nowitzki er einn besti leikmaður NBa-deildarinnar. ÍÞRÓTTAMOLAR MalDiNi bjartsýNN paolo Maldini, hinn reynslumikli leikmaður aC Milan, er bjartsýnn á að ítalska liðið nái að endurtaka leikinn frá síðasta ári og leggja þýska liðið Bayern München að velli í Meistara- deildinni. í fyrra vann Milan 4-1 heimasigur á Bæjurum í sömu keppni. „Bayern er að mestu leyti með sama leikmannahóp og í fyrra og það sama á við um okkur. Ég á alveg von á svipuðum leik og í mars. það er ekki gott að þurfa að byrja á heimavelli en það þarf ekki að vera slæmt heldur. Bayern er hefðbundið þýskt lið, er með líkamlega sterka leikmenn sem aldrei gefast upp,“ sagði Maldini. VaN Gaal Vill þjálfa á HM louis van gaal ætlar að sýna aZ alkmaar hollustu sína en nýr samningur hans við félagið hefur klásúlu um að hann geti þjálfað á Heimsmeistara- mótinu 2010 í Suður-afríku. Samningur hans við aZ átti að renna út í sumar en hann hefur skrifað undir framlengingu til tveggja ára í viðbót. Van gaal þjálfaði landslið Hollands á Evrópumótinu 2002 en var þó ekki með á heims- meistaramótinu tveimur árum síðar. Samkvæmt nýjum samningi hans getur hann stýrt landsliði á HM 2010 í Suður afríku en það verður þá að vera stórlið. Hann má taka við einhverjum af fimm efstu þjóðum heimslistans. slæM áHrif gamla goðsögnin Bobby Charlton, stjórnarmaður hjá Manchester united, segir að vangaveltur um framtíð Cristianos ronaldo hjá félaginu hafi bæði slæm áhrif á leikmanninn og félagið. real Madrid er meðal þeirra liða sem opinberlega hafa lýst yfir áhuga á ronaldo þótt portúgalski leikmaðurinn hafi sjálfur sagst vera ánægður hjá united og vilja framlengja samning sinn þar. „Félagið hefur ekkert gefið út um að hann sé til sölu. Við viljum halda ronaldo og hann vill vera áfram. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að hann verði hérna áfram,“ sagði Charlton. Nýr Völlur liVerpool Eftir tvo mánuði munu framkvæmdir við nýjan knattspyrnuvöll í liverpool hefjast. Bandarískir eigendur fótboltafélagsins liverpool héldu um síðustu helgi fund með borgaryfir- völdum sem samþykktu áætlanir varðandi byggingu nýja vallarins. Hann mun taka um 60.000 áhorfend- ur í sæti. Samkvæmt áætlunum á hann að verða tilbúinn árið 2010 en framkvæmdir á borð við þessar eiga þó oft til að tefjast. rætt var um að láta liverpool deila velli með Everton en það er nú út úr myndinni. ekkert VaNMat rafael Benítez, knattspyrnustjóri liverpool, segist ákveðinn í að vanmeta ekki hollenska liðið pSV Eindhoven fyrir viðureign liðanna í Meistaradeild- inni. „Enginn ætti að láta glepjast af þeirri lygi að pSV muni ekki gera allt sem það getur til að komast í undanúrslitin. liðið vann arsenal í síðustu umferð og það má alls ekki vanmeta. Vissulega eiga þeir í einhverjum vandræðum í vörninni en það er ekki hægt að segja hvaða áhrif það hefur þegar á hólminn er komið. þeir vita að þeir þurfa að skora gegn okkur á heimavelli því þetta verður ekki auðvelt fyrir þá á anfield,“ sagði Benítez. Báðar viðureignirnar í undanúrslitum í karlaflokki fara í oddaleik en Njarðvíkingum mistókst að tryggja sér áfram í úrslitaeinvígið í Grindavík í gær. Grindvíkingar unnu frek- ar þægilegan og sanngjarnan tíu stiga sigur. Fjórða viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfubolta var háð í Grindavík í gær. Heimamenn unnu sanngjarnan sigur með tíu stiga mun 81-71 en staðan í hálfleik var 42-37. Íslandsmeistarar Njarð- víkur höfðu yfir í einvíginu 2-1 fyr- ir þennan leik en þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sér áfram og því gátu þeir slegið granna sína úr keppninni með sigri. Það tókst þó ekki og liðin þurfa að mætast að nýju í oddaleik á fimmtudag. Grindavík með hörkulið Flestir bjuggust við sigri Njarð- víkur í þessu einvígi og er það lík- lega þannig enn, Grindvíkingar eru hinsvegar sýnd veiði en ekki gef- in. Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði í viðtali við Sýn eftir leikinn í gær að Grindvíking- ar hafa ekki komið honum á óvart. „Nei alls ekki, þetta er úrslitakeppni og Grindavík er með hörkulið. Það eru alltaf fimm lið inni á vellinum að spila körfubolta hverju sinni og það skiptir engu máli hversu stór hópurinn er,“ sagði Friðrik sem var greinilega fullur tilhlökkunar fyrir oddaleikinn. „Það er ekki hægt að biðja um neitt betra en fimm leiki í undan- úrslitum. Þetta er það sem maður hefur verið að djöflast fyrir í marga mánuði og þá er ekki hægt að væla neitt um álag. Ég væri til í að klára oddaleikinn bara núna,“ sagði Frið- rik. Það var mjög góð stemning á leiknum í gær og áhorfendur létu vel í sér heyra. Það mátti glögglega sjá það að Grindvíkingar vildu alls ekki fara strax í sumarfrí. einbeitingarleysi Njarðvíkinga Sigur Grindavíkur var frek- ar þægilegur en liðið hafði betur í öllum leikhlutunum fjórum í gær. Njarðvíkingar voru aldrei mjög langt undan en undir lokin kláruðu Grindvíkingar þetta á góðum varn- arleik. Jonathan Griffin var stiga- hæstur í liði heimamanna með 28 stig auk þess sem hann tók sex frák- öst en Páll Axel Vilbergsson skoraði 23 stig. Páll Kristinsson átti hreint frábæran leik í gær, skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. „Þetta var hörkuleikur alveg út í gegn. Við erum að toppa á réttum tíma, mættum ákveðnir til leiks og spiluðum góða vörn. Það er vörnin sem skiptir öllu máli og með baráttu er allt hægt í þessu. Við erum tilbúnir og höfum verið á mikilli siglingu þannig að við óttumst ekkert,“ sagði Páll í viðtali við Sýn eftir leikinn. Ekki var eins létt yfir Friðriki Stefánssyni. „Þeir stjórnuðu hrað- anum og við reyndum of mikið að keyra inn í teig hjá okkur sem er ekki búið að ganga nægilega vel upp á síðkastið. Öll þessi vítaskot og all- ir þessir töpuðu boltar, þetta er bara einbeitingarleysi sem á ekki að sjást hjá jafn góðu liði og okkur.“ Það var enginn sem stóð upp úr í liði Njarðvíkur. Brenton Birm- ingham skoraði sautján stig og átta fráköst, Igor Beljanski var með sex- tán stig og þeir Friðrik Stefánsson og Jeb Ivey skoruðu fjórtán stig hvor. Það má fastlega reikna með mik- illi spennu í oddaleikjunum tveimur sem fram fara á Skírdag. elvargeir@dv.is GRindAvÍk Að TOppA á RéTTuM TÍMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.