Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Page 11
DV Fréttir þriðjudagur 3. apríl 2007 11 Jarðaður fjórum sinnum Zviad Gamsakhurdia, fyrsti forseti Ge- orgíu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1991, var borinn til grafar í Tblisi, höfuðborg landsins á sunnudag. Þetta var í fjórða skiptið sem hann var jarð- settur en hann lést fyrir fjórtan árum, þegar hann reyndi að gera uppreisn gegn þáverandi forseta. Eftir það var hann jarðaður í Zugdidi borg í vestur- hluta landsins. Líkið var síðan flutt til Tétseníu og fannst í höfuðborg þess, Grosní, í síðasta mánuði. Gamsak- hurdia hraktist frá völdum í ársbyrj- un 1992 eftir nokkra mánaða setu á forsetastóli. Setur met í fjáröflun Kosningabarátta Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um á næsta ári fer vel af stað. Samkvæmt fréttavef BBC tilkynnti kosningastjóri hennar að á fyrsta fjórðungi ársins hafi safnast sem samsvarar 1,7 milljarði króna í kosningasjóð hennar. Þetta ku vera hærri fjárhæð en dæmi eru um í bandarískum stjórnmálum. Fimmtíu þúsund manns hafa látið af hendi fé í sjóð Hillary Clinton og langflestir borgað 100 dollara eða minna. Biskupar gagnrýna Mugabe Þótt leiðtogar Afríkuríkja hafi lýst yfir stuðningi við Robert Mugabe, forseta Zimbabve, í síðustu viku þá eykst andstaðan við ríkisstjórn hans innanlands. Kaþólskir biskupar í landinu sameinuðust í gagnrýni á hann í bréfi sem lesið var upp í kirkjum landsins á sunnudag. Saka þeir hann um spillingu, græðgi og ofbeldi. Líkja þeir baráttunni gegn Mugabe nú við baráttuna gegn stjórn hvíta minnihlutans á sínum tíma. Biskupar kaþólsku kirkjunn- ar hafa flestir hverjir ekki gagnrýnt störf forsetans opinberlega áður. Ríkisstjórn Danmerkur ræðst í 5 milljarða króna kynningarátak: DANMÖRK MEIRA EN BEIKON, SMJÖR OG H.C. ANDERSEN Nú skal ráða bót á vanþekkingu heimsbyggðarinnar á Danmörku. Ætlar ríkisstjórn landsins að verja sem svarar fimm milljörðum ís- lenskra króna í fjögurra ára átak til að auka þekkingu útlendinga á landinu. Á fundi með blaðamönnum í gær sagði Bendt Bendtsen, viðskiptaráð- herra að ekki dugi lengur að útlend- ingar tengi aðeins beikon, smjör og verk H.C. Andersen við landið. Hann segir öll þessi atriði jákvæð en þau gefi ranga mynd af því nútímalega samfélagi sem Danmörk er, sam- kvæmt frétt á vefsíðu Politiken í gær. Í gær voru 102 ár liðin frá fæðingaraf- mæli H.C. Andersen. Á að lokka fjárfesta og ferðamenn Ráðherrann segir markmið- ið með átakinu vera að gefa heims- byggðinni skýra og jákvæða mynd af Danmörku og auka þekkingu fólks á styrkleikum og hæfni þjóðarinn- ar. Það muni verða til þess að fleiri fjárfestar, ferðamenn og námsmenn líti á landið sem vænan kost fyrir sig. Eru ákveðnar upphæðir eyrnamerkt- ar kynningu á landinu fyrir þessa þrjá mismunandi hópa. Einnig munu danskar útflutningsgreinar fá aukið opinbert fjármagn til að markaðs- setja sig og andvirði um hálfs millj- arðs íslenskra króna verður varið í kynningu á sköpunargleði landans. Árið 2009 verður sérstaklega helg- að íþróttum enda telur ráðherrann mikilvægt að fá stóra íþróttaviðburði til landsins til að fá athygli. Hugs- anlegt boð Kaupmannahafnar í Ól- ympíuleikana árið 2024 er hins vegar ekki hluti af þessari áætlun og seg- ir Bendtsen að ríkisstjórn landsins muni fyrst eftir fjögur ár taka ákvörð- un í því máli. H.C. Andersen Verk hans skekkja ímynd danmerkur að mati ríkisstjórnar landsins. Frá og með sunnudeginum verður afgreiðslufólk í Rússlandi að hafa rússneskt vegabréf. Mann- réttindasamtök í landinu gagn- rýna þessi nýju lög sem ætlað er að útiloka erlent vinnuafl frá störfum á matar- og fatamörkuðum í Rúss- landi og þúsundum vegasjoppa, samkvæmt frétt The Independent í gær. Þetta eru í flestum tilfellum láglaunastörf þar sem vinnutím- inn er um tólf tímar á dag. Fram að gildistöku laganna var algengt að innflytjendur frá fyrrverandi Sovétlýðveldum ynnu þessi störf. Er reiknað með að hundruð þús- unda farandverkamanna séu nú í leit að nýrri vinnu í Rússlandi vegna breytinganna. Margir hafa snúið til síns heima, til að mynda Kínverjar sem unnu í austurhluta Rússlands. Óttast sumir gagnrýn- endur laganna að verðlag muni hækka vegna þeirra þar sem Rúss- ar muni ekki fást til að vinna þessi störf fyrir sama kaup né þennan langa vinnudag. Elur á kynþáttafordómum Rússnesk stjórnvöld vísa á bug þeim fullyrðingum mannréttinda- samtaka að lögin auki kynþátta- fordóma í landinu. Segja þau lögin einfaldlega eiga að vernda atvinnu- réttindi landsmanna. Einnig vonast þau til að skipulag komist á þessa markaði og hreinlæti muni batna samfara breyttu starfsumhverfi. Haft er eftir forsvarsmanni alþjóð- legra mannréttindasamtaka í grein blaðsins að lögin auki útlendinga- hatur og valdi mismunun í landinu. Stjórnvöld séu því sek um kynþátta- fordóma sem sé slæmt í ljósi þess að ofbeldi gagnvart innflytjendum hefur aukist í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld takmarka atvinnumöguleika útlendinga: Banna erlent vinnuafl á mörkuðum Á matarmarkaði Útlendingar mega ekki lengur afgreiða á rússneskum mörkuðum. neska athafnamenn og nýtur, eins og áður hefur komið fram, vinfeng- is við Vladimír Pútín, forseta Rúss- lands. Stjórnarkreppa Nú stendur Viktor Jútsjenkó frammi fyrir stjórnarkreppu, sem margir stjórnmálaskýrendur segja vera þá alvarlegustu í sögu Úkr- aínu. Forsetinn hefur leyst upp þing og boðað til nýrra kosninga, en stuðningsmenn hans óttuð- ust að hann yrði sviptur völdum með ólöglegum hætti. Fyrrverandi bandamaður Jútsjenkós, Júlía Tím- ósjenkó, sem fylgdi honum að mál- um í byltingunni appelsínugulu, lét af stuðningi við hann eftir að hann rak hana úr ríkisstjórn og leit út fyrir að Janúkovítsj nýtti sér þann klofn- ing til að auka þingmeirihluta sinn í 300 þingsæti af 450. Hann hefur nýtt sér meirihlutann til að draga verulega úr framkvæmdavaldi for- setans. Vonir Evrópusambandsins, hafa ekki gengið eftir og í fyrsta sinn í sögu Úkraínu hefur þing verið leyst upp, nýjar kosningar boðaðar og stjórnarkreppa er staðreynd. JÚTSJENKÓ HEFUR LEYST UPP ÞINGIÐ n Úkraína: Fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991 n Höfuðborg: Kiev, Kænugarður n Forseti: Viktor jútsjenkó n Forsætisráðherra: Viktor janúkovítsj n Opinbert tungumál: Úkraínska n Stærð: 603.700 ferkílómetrar n Stjórnarfar: þingræði n Fólksfjöldi: 46 milljónir n Trúarbrögð: Kristin rétttrú, kaþólska, mótmælendatrú og gyðingatrú. Úkraína Viktor Jútsjenkó Forsetinn sem komst til valda í appelsínugulu byltingunni leysti upp þingið og boðaði til kosninga. Appelsínugula byltingin Fylgismenn jútsjenskó og samherja hans flykktust út á götur Kænugarðs, höfuðborg- ar Úkraínu, þegar yfirvöld ætluðu að lýsa andstæðing hans sigurvegara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.