Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 16
þriðjudagur 3. apríl 200716 Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
Bauð upp á leiguBíla
Flugfélagið Easy-jet neitaði að flytja
stuðningsmenn enska liðsins
Sunderland heim
eftir að liðið hafði
unnið mikilvægan
útisigur á Cardiff
City. Stuðnings-
mennirnir
fögnuðu sigrinum
gríðarlega,
eiginlega of mikið.
Niall Quinn,
stjórnarformaður
Sunderland, ákvað þá að bjóða þessum
80 stuðningsmönnum sem voru
strandaglópar upp á leigubíla heim.
Varð kostnaðurinn sem svarar einni
milljón íslenskra króna. Sunderland er
sem stendur í þriðja sæti ensku 1.
deildarinnar, aðeins stigi á eftir
Birmingham sem er í öðru sætinu.
Stækkun hjá newcaStle
Newcastle united kynnti í gær áætlanir
sínar um 300 milljóna punda fram-
kvæmdir við
heimavöll liðsins,
St. james park.
Eftir framkvæmd-
irnar mun
völlurinn taka að
minnsta kosti 60
þúsund
áhorfendur. Stefnt
er á að reisa
risastóran
samkomusal, hótel og verslunaraðstöðu
sem búist er við að skapi 1.500 ný störf.
„þessi stækkun á vellinum er ekki bara
fyrir fótboltann heldur alla borgina og
fólkið sem þar býr,“ sagði Freddy
Shepherd, stjórnarformaður Newcastle.
liðið er sem stendur í ellefta sæti
úrvalsdeildarinnar.
joe cole Snýr aftur
joe Cole vonast til að snúa aftur í lið
Chelsea þegar það mætir spænska
liðinu Valencia í
Meistaradeildinni
á morgun. röð
meiðsla hefur gert
það að verkum að
hann hefur aðeins
verið í byrjunarliði í
einum leik í
úrvalsdeildinni á
þessu tímabili.
„það er frábær
tilfinning að vera byrjaður aftur að æfa.
þegar maður snýr aftur finnur maður
alltaf smá áverka og því var ákveðið að
taka enga áhættu í leiknum gegn
Watford. allur verkur er hins vegar
horfinn núna og ég vonast til að geta
allavega eitthvað spilað gegn Valencia,“
sagði joe Cole.
rooney ánægður
Sóknarmaðurinn Wayne rooney hjá
Manchester united segist engar
áhyggjur hafa þótt honum gangi
erfiðlega að finna
netmöskvana.
Hann hefur aðeins
skorað þrjú mörk í
síðustu þrettán
leikjum og hefur
ekki enn náð að
skora fyrir England
í undankeppni
Evrópumótsins.
„Ég hef engar
áhyggjur. Við erum á toppi deildarinnar
svo ég er alveg afslappaður. liðið spilar
vel, skorar mörk og vinnur leiki. Ef ég
væri að klúðra fullt af færum og liðið
næði ekki að vinna þá myndi málið
standa allt öðruvísi,“ sagði rooney í
samtali við sjónvarpsstöð united.
titillinn nánaSt í höfn
roberto Mancini, þjálfari ítalska liðsins
inter, hefur í fyrsta sinn látið út úr sér að
hans lið sé nánast
búið að tryggja sér
meistaratitilinn í
heimalandinu.
Forysta inter jókst
um helgina þegar
liðið sigraði parma.
„það er ekki langt í
að við byrjum að
fagna. það er
nánast ógjörning-
ur fyrir roma að ná
að vinna upp
þessa tuttugu
stiga forystu
okkar,“ sagði Mancini. inter féll hins
vegar úr leik í sextán liða úrslitum
Meistaradeildarinnar og segir Mancini
það gera það að verkum að hann geti
hreyft meira við liðinu og leyft yngri
leikmönnum að spreyta sig nú þegar
forystan er svona örugg.
KR-ingar sýndu Snæfellingum í
tvo heimana þegar liðin mættust í
Stykkishólmi í fjórða leik liðanna í
undanúrslitum Iceland Express deild
karla í gær. Lokatölur urðu 80-104.
Liðin þurfa því að mætast í oddaleik
í Reykjavík á fimmtudaginn. Snæfell-
ingar hófu leikinn að vísu af miklum
krafti og náðu forystu í upphafi, 8-
2. Þá sögðu KR-ingar hingað og ekki
lengra, jöfnuðu metin í 12-12 og eftir
það var leikurinn þeirra.
KR skoraði 13 næstu stig og þegar
flautað var til loka fyrsta leikhluta var
staðan 14-28, gestunum í vil. Jeremi-
ah Sola fór á kostum í fyrsta leikhlut-
anum og skoraði 14 stig, jafn mörg
stig og allt Snæfells liðið. Leikurinn
jafnaðist eilítið í öðrum leikhluta.
KR-ingar héldu þó yfirhöndinni og
hleyptu heimamönnum aldrei of ná-
lægt sér. Vörn gestanna var fyrnasterk
og Snæfellingar sendu ófá bolta beint
í hendurnar á KR-ingum. Heima-
mönnum gekk erfiðlega að finna takt-
inn í sóknarleik sínum og KR-ingar
gengu á lagið.
Sola skoraði ekki stig í öðrum leik-
hluta en það kom ekki að sök því Darri
Hilmarsson átti góða innkomi í lið
KR á þessum kafla. Staðan í hálfleik
var 38-48 og stuðningsmenn Snæ-
fellinga, sem troðfylltu íþróttahúsið í
Stykkishólmi, voru farnir að örvænta.
Hlynur Bæringsson var eini leikmað-
ur heimamanna sem sýndi sitt rétta
andlit í fyrri hálfleik, en hann skoraði
17 stig fyrir leikhlé.
KR-ingar gáfu ekkert eftir í síðari
hálfleik og ef eitthvað er gekk boltinn
enn verr á milli leikmanna Snæfells
eftir leikhlé. Vörn KR-inga gaf ekk-
ert eftir, leikmenn liðsins voru mun
grimmari en heimamenn og það
skilaði KR-ingum góðu forskoti þeg-
ar þriðja leikhluta lauk. Skarphéðinn
Ingason fékk að líta sína fimmtu villu
þegar rúm mínúta var eftir af þriðja
leikhluta, en það kom ekki að sök. KR
hafði náð góðum tökum á leiknum og
leiddu í lok þriðja leikhluta með sex-
tán stigum, 57-73.
Snæfellingar voru engan veg-
inn að spila eins og þeir hafa gert á
heimavelli sínum og góður stuðning-
ur áhorfenda dugði ekki til. Síðasti
leikhlutinn var eign KR-inga og Snæ-
fellingar fóru að reyna örvæntingar-
full skot sem rötuðu ekki rétta leið.
Jeremiah Sola var aftur lifnaður við og
heimamenn réðu illa við hann.
KR-ingar börðust allt til enda og
gáfu Snæfellingum aldrei möguleika
á því að komast inní leikinn. Leikur-
inn náði aldrei að vera spennandi því
forskot KR-inga var öruggt frá öðrum
leikhluta til leiksloka. Lokatölur urðu
80-104. Liðin mætast því í oddaleik í
DHL-höllinni á fimmtudaginn um
það hvort liðið kemst í úrslit. Ef marka
má þennan leik verður það að teljast
líklegt að KR-ingar sigri í þessu einvígi
en Snæfellingar hljóta að vera á öðru
máli. Snæfell á mikið inni.
KR-ingar voru oft á tíðum að sýna
frábæran körfubolta. Vörn þeirra var
þétt og þeir voru mun grimmari en
Snæfellingar á alla lausa bolta sem
gáfust. Sóknarleikur þeirra var einnig
beinskeittur og ef Jeremiah Sola leik-
ur eins vel á fimmtudaginn og hann
gerði í gær eiga Snæfellingar ekki von
á góðu.
Beygðir en ekki brotnir
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
KR, var ánægður með sína menn eft-
ir leikinn. „Mér fannst við gjörsam-
lega taka þennan leik í okkar hendur
og við litum aldrei til baka. Við vor-
um svo einbeittir fyrir þennan leik
að það var ekki vafi í mínum huga
að við myndum vinna þennan leik,“
sagði Benedikt.
Benedikt var á því að þetta væri
besti leikur KR liðsins í þessu einvígi.
„Þetta er það besta sem við höfum
fengið frá Ameríkananum (Tyson
Patterson) í þessu einvígi og þegar
hann er að dansa í sókninni þá er
sóknarleikur okkar mjög beittur. Ef
að hann er í einhverju rugli eða er að
glíma við meiðsli þá erum við tæpir
í sóknarleik okkar. Hann stýrir sókn-
inni okkar. En hann skilaði sínu og
vörnin skilaði mörgum hraðaupp-
hlaupum,“ sagði Benedikt.
Einbeitingin var þannig að ekk-
ert breytti þeirri skoðun minni að
við myndum vinna þennan leik.
Við lentum undir gegn ÍR, komum
svona einbeittir til leiks. Ég skil ekki
af hverju við gerum þetta ekki alltaf.
Næsti leikur er góð tími til að mæta
svona einbeittir til leiks. Nú er hins
vegar hættan að við ofmetum okk-
ur eftir þennan sigur og að við telj-
um okkur vera miklu betri af því að
við burstuðum þennan leik. Leikir á
milli þessara liða, ekki bara í vetur
heldur undanfarin ár hafa bara ver-
ið svakalegir. Ég held að mínir menn
séu það miklir keppnismenn að það
á enginn að þurfa auka hvatningu frá
þybbnum þjálfara fyrir svona leik.
Menn hljóta að vilja fara í úrslitin,“
sagði Benedikt að lokum.
Sigurður Þorvaldsson, leikmað-
ur Snæfells, var ekki hress með leik
liðsins í gær. „Við gátum ekki neitt.
Þeir tóku alla lausa bolta, þeir spiluðu
fastar en við og við svöruðum því ekk-
ert. Þeir hittu vel úr sínum skotum,
það gekk ekkert hjá okkur. Mér fannst
boltinn ekkert hreyfast hjá okkur og
við vorum bara að gera þetta sem ein-
staklingar, sérstaklega í seinni hálf-
leik,“ sagði Sigurður.
“KR er gott lið og ef við leyfum
þeim að spila þeirra leik, þá eru þeir
betri en við. Ef við spilum okkar leik,
þá erum við betri. Við verðum bara að
gjöra svo vel að líta í spegilinn í kvöld
og hunskast til að spila okkar leik.
Þetta var leikur eins og þeir vildu hafa
hann, alls ekki eins og við vildum hafa
hann.“
Hann bætti við að stuðnings-
menn Snæfells hafi verið frábærir.
„Áhorfendur eiga hrós skilið. Þeir
voru klárlega bestu Snæfellingarnir
hér í kvöld. Þeir voru frábærir og ég
er hrikalega vonsvikinn með okkur,
hvernig við brugðumst við. Við verð-
um bara að mæta í KR heimilið og
sýna þeim að við erum beygðir en
ekki brotnir,“ sagði Sigurður.
dagur@dv.isStóð í ströngu Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells var í góðri gæslu hjá
Edmund azemi, leikmanni Kr, í leiknum í gær.
„ÞAð á enginn
Að ÞuRfA AukA hvATningu
fRá ÞybbnuM ÞjáLfARA“
KR-ingar völtuðu yfir Snæfellingar í
gær, 80-104, í fjórða leik liðanna í undan-
úrslitum Iceland Express deild karla.