Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir þriðjudagur 3. apríl 2007 9 Untitled-1_convert.indd 1 02/04/2007 14:08:17 Ég gerði ráð fyrir að hver af þeim 3,4 milljónum gesta Eldfjallagarðsins á Hawaii myndi eyða að minnsta kosti tuttugu dollurum í garðinum þá gæfi það um það bil fimm milljarða króna í tekjur,“ segir Ásta Þorleifsdóttir jarð- fræðingur. Ásta hélt fyrirlestur á vegum Landverndar um hugmyndir að eld- fjallagarði á Íslandi. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hefur gagnrýnt útreikninga Ástu og seg- ir hana hafa bætt einu núlli við út- reikninga á tekjum garðsins á Ha- waii sem hann vildi meina að væri nærri 500 milljónum. Ásta seg- ir mistökin vera þau að Júlíus, sem ekki mætti á fyrirlesturinn að henn- ar sögn, byggði útreikninga sína á glærum sem Ásta birti á heimasíðu Landverndar. Þar kemur fram talan 7 milljónir dollara og í sama dálki dregur Ásta samtölu af þeim upplýs- ingum og segir það vera 5 milljarðar íslenskra króna. „Þessi framsetning er villandi, því á töflunni kemur ekki fram að verið sé að tala annars vegar um beinar rekstartekjur garðsins á síðasta ári og hins vegar vangavelt- ur um hversu auðvelt væri að gera ráð fyrir að tekjur gætu numið fimm milljörðum miðað við að hver gest- ur skilji eftir sig um 1.500 krónur í garðinum,“ segir Ásta og bendir á að þess skoðun hafi komið skýrt fram á fyrirlestrinum. Auk þess bendir Ásta á að í útreikningum sínum gerir hún ekki ráð fyrir jaðaráhrifum garðsins, svo sem tekjum af hótelrekstri, veit- ingastöðum, bílaleigum, afþreyingu og öðru slíku. Sambærilegt dæmi frá Íslandi eru tekjur Bláa Lónsins þar sem um 400 þúsund gestir koma árlega. Aðgangs- miði í lónið kostar um þúsund krón- ur og má gera ráð fyrir að langflestir kúnnanna eyði litlu fé utan aðgöngu- miðans, sérstaklega þar sem flestir koma í rútum og borða annars stað- ar. Tekjur Bláa lónsins á síðasta ári voru um 400 milljónir. Ásta bendir á að ef hægt væri að setja upp eldfjalla- garð á Reykjanesi, garð þar sem hægt væri að fá fólk til að stoppa leng- ur en í Bláa lóninu væri auðvelt að auka tekjur svæðisins gríðarlega. „Ef áhugaverðum áfangastöðum er fjölg- að mun fólk eyða meira fé á svæðinu og tekjur eins og fimm milljarðar eru alls ekki út í hött,“ segir Ásta. Fyrri eigendur Iceland Express ósáttir við Pálma Haraldsson: Bar fulla ábyrgð á lögbrotum „Pálmi Haraldsson á stóran per- sónulegan þátt í því hversu illa var komið fyrir Iceland Express þegar hann komst yfir félagið. Sem stjórn- armaður í Flugleiðum hf. á árun- um 2003 og 2004, þar af sem vara- formaður stjórnar fram í júní 2004, tók Pálmi virkan þátt í að skipu- leggja skaðlega undirverðlagn- ingu Icelandair gagnvart Iceland Express. Þessi undirboð leiddu til þess að Iceland Express hafði aldrei þær tekjur sem þurfti til að ná end- um saman,“ segir í yfirlýsingu frá fyrrverandi hluthöfum Iceland Ex- press. Í október 2004 eign- aðist Pálmi Haraldsson meirihluta í lággjaldaflug- félaginu Iceland Express ásamt viðskiptafélaga sín- um, Jóhannesi Kristins- syni. Fyrrverandi eigend- ur fyrirtækisins hafa sakað Pálma um að misnota að- stöðu sína sem stjórnar- maður Icelandair til þess að geta eignast Iceland Ex- press á sem lægstu verði. Hann hef- ur svarað því til að fyrri eigendum hafi sjálfum tekist að stýra skútunni í strand og í raun hafi þeim verið bjargað frá fangelsis- vist. Fyrri eigendur segja ummæli Pálma vart svara- verð. „Pálmi Haraldsson ber fulla ábyrgð á lögbrot- um Icelandair sem komu Iceland Express á kaldan klaka og neyddu stofnend- ur félagsins til að selja það á lágu verði. Engir stjórn- endur fyrirtækis í þessari stöðu hefðu getað ráðið við það of- urefli sem Icelandair beitti.“ trausti@dv.is Pálmi Haraldsson Eldfjallagarður á Reykjanesi gæti auk- ið tekjur svæðisins gríðarlega segir Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og vísar gagnrýni Júlíusar Jónssonar á bug. 5 milljarðar ekki út í hött blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon „Auðvelt væri að gera ráð fyrir að tekjur gætu numið fimm milljörðum miðað við að hver gest- ur skilji eftir sig um 1.500 krónur í garðinum.“ Ásta Þorleifsdóttir Ef hver ferðamaður eyðir um 10 þúsund krónum á reykjanesi á dag væri hægt að fá af því fimm milljarða í tekjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.