Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 12
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólafrömuður, kom róti á huga margra í síðustu viku. Hún benti á að miðstýrð ríkisrekin stjórnkerfi velferðarþjónustunnar væru helsti Þrándur í götu raunverulegs kvenfrelsis. Fyrir nokkrum áratugum var hlutur kynjanna í störfum hjá hinu opinbera jafnari. Síðan hefur það gerst að fjölmörg verkefni sem áður voru í höndum opinberra aðila eru nú boðin út. Þeim verkefnum er í ríkari mæli sinnt af körlum. Hið opinbera kerfi hefur síðan orðið sífellt miðstýrðara. Konur eru nú í miklum meirihluta meðal starfsmanna í velferðarþjónustu, en karlarnir hlutfallslega fleiri í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Konurnar eru því „vinnukonur kerfisins“ og ráða litlu um sitt nánasta umhverfi. Miðstýrt skólakerfi Staðreyndin er sú að rekstrarkerfi velferðarþjónustunnar hér á landi er með því miðstýrðasta sem þekkist í lýðfrjálsu landi. Nær öll börn eru í skólum sem reknir eru af hinu opinbera. Skólastjórnendur og kennarar hafa sífellt minna ráð yfir tíma sínum og eru bundin af ósveigjanlegri aðalnámskrá. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft með höndum stjórn menntamála í 20 ár af síðustu 23 árum. Afraksturinn er einhæft menntakerfi, lítil fjölbreytni og fá tækifæri. Brottfall úr framhaldsskólum er meira en í nokkru öðru Evrópuríki. Með öflugri mótstöðu Samfylkingarinnar tókst að hrinda síðustu atlögu menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að sjálfstæðri hugsun í skólamálum: Samræmdum stúdentsprófum. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi stundum gefið undir fótinn með aukið frjálsræði í rekstri skóla hefur aldrei komið til mála af hálfu flokksins að létta hinni dauðu hönd miðstýringar af námsframboðinu. Miðstýrt heilbrigðiskerfi Í heilbrigðiskerfinu höfum við tekið upp miðstýringu sem á engan sinn líka í Vesturálfu. Ríkisspítalar eru óstjórnhæft bákn þar sem starfsánægja fólks mælist ótrúlega lág og valdleysi er algert. Tröllaukin stærð spítalans í þessu litla landi hefur sett annarri heilbrigðisstarfsemi óeðlilegar skorður. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa enga framtíðarsýn um þróun heilbrigðisþjónustunnar, ef frá eru talin lítt hugsuð áform um nýtt „hátæknisjúkrahús“. Þau fela í sér enn frekari miðstýringu í heilbrigðiskerfinu. Fjölbreytni er lykilorðið Margrét Pála hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði í Silfri Egils að hún væri ekki að tala fyrir einni lausn á þann veg að 99% barna væru í sjálfstæðum skólum. Hitt væri hins vegar jafn vitlaust að hafa 99% barna í ríkisreknum skólum, eins og nú er. Við þurfum fyrst og fremst að hafa í huga þrjú grundvallaratriði. Almannaþjónusta á alltaf að standa öllum til boða án efnahagslegrar mismununar. Það á enginn að geta borgað sig fram fyrir. Í annan stað þarf kostnaður almennings að vera sambærilegur eða lægri en kostnaður af ríkisrekstri. Í þriðja lagi þarf eftirlit með rekstrinum að vera fullnægjandi. Ef þetta er í lagi er sjálfsagt mál að auka svigrúm fyrir sjálfstæðan rekstur í almannaþjónustu. Því við erum ekki öll eins. þriðjudagur 3. apríl 200712 Umræða DV Harka er að færast í kosningabaráttuna og hennar verður vart í DV í dag þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, og Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, takast harkalega á um afstöðu Frjálslynda flokksins í mál- efnum útlendinga. Frjálslyndir hafa markað sér sértöðu í málinu og hafa vakið athygli fyrir, sennilega er sá tilgangurinn. Ekki er síður eftirtektarvert að fylgjast með viðbrögðum allra hinna flokkanna. Ekki hefur tekist að ná fram umræðu um mál aðfluttra sem hlýtur samt að þurfa að gera. Ef Frjálsyndi flokkurinn er með öfga í málinu má það ekki verða til þess að málefnin komist ekki á dagskrá. Það er eitt. Hitt er annað að þegar svo stutt er til kosninga, rétt rúmur mán- uður, er eðlilegt að titrings gæti hér og þar. Einkum og sér í lagi hjá þeim sem eiga undir högg að sækja. Það eiga þau bæði, Ingi- björg Sólrún og Magnús Þór, sam- eiginlegt. Flokkar þeirra hafa mun minna fylgi en þau bæði vilja. Það er siður stjórnmálamanna sem þurfa að sækja hratt og ákveðið að hafa uppi stór orð. Þrátt fyrir hót- anir um útilokanir Frjálslyndra er ólíklegt að þeim verði ekki boðið að samningaborði verði sú staða uppi eftir kosningar og að sama skapi er alls endis óvíst að Frjálslyndi flokkurinn rifji upp kröftug svör kosningabaráttunnar þegar sussað verður á þá við samninga- borðið. Rokurnar milli þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Magnúsar Þórs eiga það sameiginlegt að vera tilraun til laða fylgi að flokkun- um þeirra. Áður hafa verið til flokkar sem hafa haft sérstök mál sem sín helstu baráttumál, baráttumál sem engir aðrir tóku undir. Þekktast er Alþýðubandalagið og afstaða þess til Nató og veru hersins á Mið- nesheiði. Þrátt fyrir eindregna afstöðu Alþýðubandalagsins kom hún ekki í veg fyrir stjórnarþátttöku flokksins. Helstu hugðarefnin voru sett til hliðar þar sem þau höfðu ekki hljómgrunn meðal ann- arra flokka og tekist var á við önnur verkefni. Þannig kann að fara með frjálslynda. Þeir munu eflaust láta af afstöðu sinni í málefnum innflytjenda takist þeim að halda sér á þingi með þeim málfutningi sem þeir ástunda núna. Þannig eru íslenskir stjórnmálamenn. Að- ferðir þeirra fyrir kosningar hafa sjaldnast nokkuð að segja þegar þeir þurfa að takast á við veruleikann eftir kosningar. Sjaldnast er nokkuð að marka það sem sagt er, allra síst í kosningabaráttunni, og þegar hart er barist fyrir áframhaldandi setu á þingi og möguleikar á setu í ríkisstjórn opnast þá breytist allt. Við þær aðstæður hafa mörg prinsippin gleymst, eða verið grafin, þegar það hentar. Sigurjón M. Egilsson Þegar hentar Ríkisrekin kvennakúgun eða atvinnufrelsi? Kjallari Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Það er siður stjórnmála- manna sem þurfa að sækja hratt og ákveðið að hafa uppi stór orð. Umbrot: dV. Prentvinnsla: prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjóRnaRfoRmaðuR: Hreinn loftsson fRamkVæmDaStjóRi: Hjálmar Blöndal RitStjóRi og áByRgðaRmaðuR: Sigurjón m. Egilsson fulltRÚi RitStjóRa: janus Sigurjónsson fRéttaStjóRi: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóRi: auður Húnfjörð Ósigrar í Hafnarfirði Alcan tapaði kosningum um stækkun álversins í Straumsvík á laugardaginn eins og landsmönn- um er kunnugt. Það vekur þó at- hygli að kosningastjóri Alcans var hinn rómaði Gunnar Steinn Páls- son sem var kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar á sínum tíma í forsetakosningum. Þrátt fyr- ir nokkuð farsælan feril þá vekur athygli hversu oft hann hefur beðið ósigur í Hafnarfirði. Hann var til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðis- flokksins árið 2003, sem tapaði illa fyrir Samfylkingunni í Hafnarfirði það ár. Þá var hann einnig ráðgjafi fyrir Jakob Frímann Magnússon sem bauð sig fram til prófkjörs í Suðvesturkjördæmi á síðasta ári. En hann reyndist ekki jafnsigur- sæll og hann vonaði það ár. Tíðindalaus fundur Margir hafa lagt í vana sinn að gagnrýna vöxt í utanríkisþjónust- unni og tíð ferðalög stjórnmála- manna til erlendra landa. Segja þetta hinn mesta óþarfa sem skili í raun og veru engu fyrir land og þjóð. Á móti er bent á að þetta geti leitt til aukinna samskipta ráðamanna eða styrkt þau tengsl sem eru fyrir. Ljósvaka- miðlarnir fjöll- uðu nokkuð um fund Geirs H. Haarde for- sætisráðherra og Freder- iks Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Lá fjölmiðlamönnum meðal annars hugur á að vita hver kjarnorkuáform Svía væru. Starfs- mönnum forsætisráðuneytis virð- ist ekki hafa þótt mikið til fund- arins koma. Á vef ráðuneytisins er slóð á frétt um fundinn, þeg- ar smellt er á hana blasir við auð síða. Leyndardómsfullur Lúðvík Nú þegar einar tvísýnustu kosn- ingar seinni ára eru að baki, ekki þó þær tvísýnustu því komið hefur fyrir í sveitar- stjórnarkosn- ingum að kasta hafi þurft upp krónu til að ráða úrslitum, velta menn forminu nokk- uð fyrir sér. Jón Sigurðs- son iðnaðar- ráðherra hef- ur sagt að atkvæðagreiðslan hafi ekkert lagalegt gildi og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins auk ann- arra hafa gagnrýnt hversu seint í ferlinu var ákveðið að efna til at- kvæðagreiðslu. Einn maður hef- ur þó öðrum fremur uppskorið lof eða last manna, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Maður- inn sem þagði allan tímann um hvaða afstöðu hann hefði og gerir enn. Spurning hvort hann þurfi að skrifa ævisögu svo aðrir fái að vita hvernig hann kaus. SandKorn Þú steigst beint á bananahýði og dast ekki! Þetta er einfaldasti brandarinn af þeim öllum og þú fattaðir hann ekki einu sinni, Hjálmar! Þú ert leiðinlegasti maður í heimi! Ég vil skilnað! Árni PÁLL Árnason: lögfræðingur skrifar „Skólastjórnendur og kennarar hafa sífellt minni ráð yfir tíma sínum og eru bundnir af ósveigjanlegri aðalnámskrá. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórn menntamála í 20 ár af síðustu 23 árum.“ Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.