Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 15
DV Sport þriðjudagur 3. apríl 2007 15 Sport Þriðjudagur 3. apríl 2007 sport@dv.is allt um leiki gærkvöldsins í iceland-express deildinni. sjá bls 16-17. Stórleikir í Meistaradeildinni í kvöld Sigurður Ragnar Eyjólfsson er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið: Sigurður Ragnar Eyjólfsson, lands- liðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, er á leið í UEFA Pro Licence þjálfaranám- skeið hjá enska knattspyrnusamband- inu. Námskeiðið stendur yfir í eitt ár. Aðeins tuttugu manns fengu inn- göngu á þetta námskeið en þetta er æðsta stig þjálfunarmenntunar sem UEFA viðurkennir. „Ég ætla að ljúka við þetta nám með það fyrir augum að sjá síðan í framtíð- inni um að skipuleggja slíkt nám fyr- ir KSÍ. Árið 2010 þurfa allir þjálfarar í tveimur efstu deildum karla að hafa þessa þjálfaragráðu,“ sagði Sigurður en hann kláraði UEFA A og B gráðuna hér á landi. KSÍ getur þó ekki boðið upp á Pro Licence gráðuna sem stendur en breyting mun verða á því. „Við getum vonandi farið að bjóða upp á þetta námskeið hér á landi eða vera í samvinnu við enska knatt- spyrnusambandið. Það á eftir að koma í ljós hvort við fáum þjálfara hingað eða förum út með hóp,“ sagði Sigurður en KSÍ hefur verið að und- irbúa farveginn fyrir þetta í nokkurn tíma. Heilmiklar kröfur eru gerðar á þessum námskeiðum, það er um- fangsmikið og dýrt. „Það tekur eitt ár að ljúka nám- skeiðinu og viðmiðið er að þeir sem teknir eru inn séu hæfir til að vera framkvæmdastjórar í tveimur efstu deildunum á Englandi,“ sagði Sig- urður en námskeiðið skarast ekkert á störf hans með kvennalandsliðinu. Aðeins einn íslenskur þjálfari hefur þessa menntun í dag, Teitur Þórðar- son hjá KR. „Það starfa margir metn- aðarfullir þjálfarar hér á landi sem hafa áhuga á að taka þetta námskeið en það hefur samt verið erfitt fyrir þá. KSÍ er ekki með það sem stendur og mjög fáir sem komast að hjá knatt- spyrnusamböndum erlendis þar sem þau vilja frekar taka heimamenn inn,“ sagði Sigurður. Mun skipuleggja náMið hérlendis Sigurður Ragnar Verður líklega annar íslenski þjálfarinn sem hlýtur uEFa pro réttindi. Oddaleikir framundan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.