Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 2
þriðjudagur 17. apríl 20072 Fréttir DV Meirihluti Íslendinga vill herða reglur um innflytjendur. Helga Ólafs, upplýsingafull- trúi Alþjóðahúss, og Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur telja að fræða þurfi almenning um gildandi innflytjendalöggjöf. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur niðurstöðuna stuðningsyfirlýsingu við flokk sinn. StrangaSta löggjöfin „Ísland er með ströngustu innflytj- endalöggjöf í hinum vestræna heimi. Það er bara þannig og ég er ekkert viss um að almenningur viti það nógu vel. Stjórnvöld hafa gjörsamlega brugðist í upplýsingaskyldu sinni og hluti af stjórnmálalífinu hefur haldið því fram að innstreymi hingað væri óheft. Þær blekkingar hafa líklega náð í gegn,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. Í lok síðasta árs voru skráðir yfir þrjátíu þúsund innflytjendur hér á landi. Fjöldi þeirra hefur tæplega tvöfaldast frá aldamótunum. Nærri helmingur fjöldans er áætlaður frá þjóðum Austur-Evrópu. Þó nokkur spenna hefur verið í kringum mál- efni innflytjenda eftir að Frjálslyndi flokkurinn ákvað að leggja áherslu á þau í kosningabaráttunni og hlaut nokkra gagnrýni fyrir. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallups vill meirihluti landsmanna herða reglur um heimildir útlendinga til að setj- ast að hér á landi. Nánast enginn munur var í afstöðu kynjanna. Upplýsinga er þörf Helga Ólafs, upplýsingafulltrúi Alþjóðahúss, tekur undir og hefur áhyggjur af því að almenningur sé ekki nægjanlega upplýstur í umræð- unni um innflytjendamál. Hún bend- ir á að í raun sé enn skortur á fólki á íslenskum vinnumarkaði. „Það er greinilegt að fólkið í landinu er ekki nægilega upplýst um hve reglurnar eru harðar. Það má ekki gleyma því að það þurfa allir að sýna fram á fram- færslu til að fá dvalarleyfi og hér er enn skortur á fólki. Í raun er ekki hægt að herða reglurnar nema að segja upp EES-samningnum,“ segir Helga. „Lagabókstafurinn um útlendinga- mál er flókinn og því spurning hverju það skilar að spyrja einfaldra spurn- inga um flókin mál. Útlendingastofn- un sér um að framfylgja útlendinga- lögunum en hlutverk Alþjóðahúss er fyrst og fremst að fræða og upp- lýsa þá innflytjendur sem eru hér á landi, sem og að upplýsa Íslendinga. Að því sögðu er greinilegt að það þarf að upplýsa landann betur um stöðu mála og þær reglugerðir sem eru í gildi um innflytjendur.“ Skynsamlegar áherslur Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, lítur á nið- urstöðuna sem stuðningsyfirlýsingu við málflutning flokksins. Hann tel- ur eðlilegt að velta upp þeirri spurn- ingu hvort Ísland ráði við þann mikla fjölda innflytjanda sem hing- að hefur verið að koma undanfarin ár. „Ég blæs algjörlega á þessa for- dómaumræðu sem skapast hefur og gef ekki mikið út á það sem hef- ur dregið hana inn á þá braut. Við höfum verið að benda á það hversu erfitt getur verið að höndla þennan mikla fjölda innflytjenda sem hing- að kemur og teljum mikilvægt að horfast í augu við það. Þessar nið- urstöður sýna að fólki finnst okkar áherslur skynsamlegar,“ segir Guð- jón. „Ég held að almenningur skynji þessi mál mjög svipað því sem við höfum verið að benda á. Það verð- ur að tryggja að innflytjendur geti sem best aðlagast samfélaginu og að tryggt sé að þeir hljóti þau kjör sem lögleg eru. Það er að sjalfsögðu fínt að kynnast menningu annarra þjóða en við verðum að passa að hér skapist ekki samfélag andstæðra hópa. Lærum af mistökum Eiríkur segir brýnt verkefni fram- undan að aðlaga samfélagið að auknum fjölda innflytjenda. Hann segir þessa þróun nýja af nálinni hér á landi. „Þróunin hér á landi er ná- kvæmlega eins og í öðrum Evrópu- löndum, hún er bara að gerast miklu seinna. Við erum því heppin að geta lært af mistökum sem gerð voru annars staðar. Gríðarlegar opinber- ar framkvæmdir skýra hinn mikla fjölda sem hingað hefur komið og sá fjöldi hefur skapað þennan ótta við innrás. Stór hluti þessa fólks mun fara af landi brott að framkvæmd- unum loknum og hluti þess verður áfram,“ segir Eiríkur. „Verkefni okkar snýr að því að taka á móti þeim sem eftir verða og aðlaga þá að íslensku samfélagi. Það er svo ekki síður mik- ilvægt að aðlaga íslenskt samfélag að þeim. Ég er ekki viss um að fólk vilji taka á þessum málum með neikvæð- um hætti og því sé fólk að svara án þess að vita nógu vel hvernig málin standa.“ TrAUSTi HAfSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Það er greinilegt að fólkið í landinu er ekki nægilega upplýst um hve reglurnar eru harðar.“ fólk á ferli Flestir landsmenn vilja að reglur um innflytjendur verði hertar. þær eru nú þegar þær ströngustu í hinum vestræna heimi að sögn Eiríks Berg- manns Einarssonar stjórnmálafræðings. Dæmdur fyrir skattsvik Fyrrverandi framkvæmda- stjóri tveggja fyrirtækja, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum. Brot mannsins eru talin stór- felld, þar sem um verulegar fjár- hæðir er að ræða en heildarvan- skil mannsins á virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu nema rúmum fjórum milljónum króna. Til viðbótar skilorðsbundnu refs- ingunni var maðurinn dæmdur til þess að greiða sekt upp á átta og hálfa milljón króna í ríkissjóð inn- an fjögurra vikna ella sæta fangelsi í fjóra mánuði. Yfirdrátturinn eykst enn „Vanskil sem slík eru ekki að aukast hjá þeim sem leita til Ráð- gjafarstofu en yfirdráttar- og kred- itkortaskuldir hafa aukist og þær skuldir bera svipaða vexti og lán í vanskilum, eða um og yfir 20%. Því erum við hér farin að líta á þessar skuldir sem dulin vanskil,“ segir Elna Sigrún Sigurðardóttir, hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna. Hún segir að nóg sé að gera hjá Ráðgjafarstofu, bæði við almenna ráðgjöf og svo hafa fræðsluverk- efni aukist síðustu ár. „Unga fólkið virðist lítið vita um fjármál. Hing- að kemur alls konar fólk en þrátt fyrir góða menntun margra þeirra sem hingað leita, sýnist mér þörf á átaki í fjármálafræðslu.“ lán í óláni Guðmundur Guðlaugsson, sveitastjóri í Skagafirði, var stadd- ur í Osló borg í Noregi þegar at- burðurinn áttu sér stað á Sauðár- króki í fyrradag. Hann kallar það mikið mildi að enginn skildi slas- ast aurskriðunni. „Víst að svona fór verð ég að telja það góðar fréttir að ekki urðu slys á fólki. En mikið starf hefur verið unnið frá því að skriðan féll og mér skilst að það sé bara einhver fínhreinsun eftir, alla- veganna í bili“, sagði Guðmundur. fjöldi innbrota Þrír piltar, fimmtán, sautján og nítján ára gamlir, voru handteknir aðfaranótt laugardags grunaðir um innbrot í fyrirtæki í austur- borginni. Engu var stolið en svo virðist sem styggð hafi komið á þjófana þegar öryggiskerfi fyrirtækisins fór í gang þegar þeir reyndu að athafna sig innandyra svo þeir létu sig hverfa. Þeir voru þó handteknir skömmu síðar. Brotist var inn í fimm fyrir- tæki við sömu götu í Kópavogi um helgina en mismiklu stolið. Þá var tölvu og myndavél stolið úr kjall- araíbúð í Breiðholti og í Háleitis- hverfi var fjórum dekkjum stolið úr geymslu. Þrjú innbrot í bíla eru til rannsóknar en úr þeim var stolið fartölvum og Ipod-spilara. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Glæpagengi dæmt fyrir skotárás, líkamsárás og íkveikjutilraun: Glæpagengi hundeltir húsráðanda Guðni Guillermo Gorozpe var í gær dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir skotáras á hús í Hafnarfirði ásamt tilraun til íkvekju á sama húsi, líkamsárás með kúbeini og fleiri brot. Tveir aðrir menn voru dæmdir fyrir aðild sína að óhæfuverkunum. Annar hlaut fimmtán mánaða fang- elsi, hinn níu mánaða. Afbrotahrina félaganna hófst með því að aðfararnótt miðvikudagsins 21. júní í fyrra braust Guðni inn í hús við Bergþórugötu í Reykjavík og réðst þar að húsráðanda með kúbeini. Húsráðandinn kallaði til lögreglu og var þá með skurð á höfði. Guðni og húsráðandinn þekktust. Að morgni sama dags skutu félag- arnir tveimur skotum úr haglabyssu að raðahúsi við Burknavelli í Hafn- arfirði. Annað skotið fór inn um eld- húsglugga og hinu var beint inn um glugga á útidyrahurð. Högl úr byss- unni fóru meðal annars í höfuð og handlegg fyrrnefnds húsráðanda á Bergþórugötu, en hann var nú stadd- ur í Hafnarfirði. Ekki bar mönnunum saman um það hver þeirra hleypti úr byssunni. Til verkanna notuðu glæpa- mennirnir bifreið sem þeir höfðu fengið til reynslu á bílasölu í Reykja- vík. Bifreiðin var af Grand Cherokee gerð og reynist vera einn þeirra bíla sem Jón Gerald Sullenberger að- stoðaði Jón Ásgeir Jóhannesson við að flytja til landsins. Bíllinn rataði í 37. ákærulið Baugsmálsins. Í stað þess að skila bílnum að reynslu- akstri loknum notuðu Guðni og fé- lagar hann til erinda, víðs vegar um borgina. Guðni var einnig sakfelldur fyr- ir að henda bensínsprengju inn um glugga á áðurnefndu húsi við Burkn- avelli. Dómurinn telur einsýnt að Guðni hafi ætlað sér að kveikja í hús- inu, en mildi var að ekki var nóg af auðbrennanlegum efnum við glugg- ann. Kviknaði í rimlagardínum og pappaspjaldi, en eldurinn slokknaði af sjálfu sér. Guðni var þá einn á ferð og á öðrum stolnum bíl. Mennirn- ir þrír voru einnig sakfelldir fyrir að aka undir áhrifum alsælu og amfet- amíns. sigtryggur@dv.is Hafnarfjörður Á sama sólarhringnum réðist glæpagengi á mann með kúbeini, reyndi að skjóta hann og að lokum kveikja í húsi þar sem hann dvaldist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.