Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 32
Ábyrgðaryfirlýsing sem fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Verðbréfa-
þjónustu sparisjóðanna Viggó Þórir
Þórisson gaf út fyrir erlent fyrirtæki
hljóðaði upp á tvö hundruð milljón-
ir bandaríkjadala, eða þrettán millj-
arða og fjörutíu milljónir íslenskra
króna.
Helgi Gunnar Magnússon, yf-
irmaður efnahagsbrotadeild-
ar Ríkislögreglustjóra, segir það
meðal annars í rannsókn hvort fram-
kvæmdastjórinn fyrrverandi teng-
ist fyrirtæki sem ábyrgðaryfirlýs-
ingin var gefin út fyrir. Fyrirtækið
er bandarískt fjárfestingarfyrirtæki.
Rannsókn efnahagsbrotadeildar-
innar beinist einnig að því að kanna
hvort ferkari samskipti hafi verið á
milli framkvæmdastjórans og er-
lenda fyrirtækisins. Eins verða önnur
vinnubrögð Viggós rannsökuð.
Ábyrgðaryfirlýsingin er trygging
fyrir greiðslu láns á ákveðnu tímabili
sem var rétt hafið og átti að standa
yfir næstu tvö til þrjú árin. Ekkert
bendir til þess að lánið hafi verið
veitt og því hefur ekki reynt á greiðsl-
ur af því.
Helgi Magnús segir ekki hafa ver-
ið ástæðu til að fara fram á gæslu-
varðhald yfir Viggó en nauðsynlegt
hafi verið að óska eftir farbanni til
þess að tryggja veru hans hér á landi.
Rannsókn er á frumstigi og málið er
viðkvæmt. Býst Helgi Magnús við að
nokkrir mánuðir geti verið í niður-
stöður rannsóknarinnar því tengsl
málsins við útlönd geri málið sein-
legra í rannsókn.
Viggó var þegar sagt upp störfum
hjá Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna
þegar þessi mistök í starfi hans voru
ljós, eins og það er orðað í fréttatil-
kynningu frá VSP. Þar kemur einnig
fram að VSP muni ekki veita frekari
upplýsingar um málið á meðan það
er í rannsókn en málið sagt hvorki
hafa áhrif á rekstur né fjárhagsstöðu
fyrirtækisins.
hrs@dv.is
Reykjavíkurborg gaf Ungmennafé-
lagi Íslands, UMFÍ, verðmæta lóð
við Tryggvagötu 13 síðastliðið haust
þrátt fyrir að aðeins tíu prósent að-
ildarfélaga samtakanna séu skráð í
borginni.
Lóðin er metin á ríflega 80 millj-
ónir hjá Fasteignamati ríkisins. Þar
fyrirhuga samtökin að reisa fjöl-
nota hús þar sem höfuðstöðvar þess
verður að finna ásamt því að við-
ræður standa yfir um að reka hótel í
stórum hluta hússins. Búist er við að
húsið verði tekið í notkun um mitt
ár 2009.
Leifur Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri fasteignasölunnar
101, telur mjög líklegt að söluand-
virði lóðarinnar sé vel yfir fasteigna-
matinu. „Verðmat byggir á mögu-
legu byggingamagni og þarna er
hægt að byggja nokkrar hæðir. Þetta
er virkilega góð lóð og staðsetning-
in mjög eftirsótt. Í mínum huga er
þetta mjög góð söluvara og leikur
einn að fá verð vel yfir mati,“ segir
Leifur.
Breyttar forsendur
Svandís Svavarsdóttir, borgar-
fulltrúi vinstri grænna og fulltrúi í
skipulagsráði Reykjavíkurborgar, er
hissa á því að UMFÍ stefni á að leigja
út gistirekstur í húsinu í stað þess
að sjá sjálft um reksturinn. Hún tel-
ur forsendur fyrir ákvörðun borgar-
innar breyttar.
„Ég hef velt vöngum yfir því að
svona ofsalega dýrmæt lóð í mið-
bænum hafi verið afhent með þess-
um hætti. Hér er um að ræða lands-
samtök ungmennafélaga. Þetta var
á sínum tíma fóðrað með því að um
væri að ræða fjölbreytt „ungdóms-
hús“ og svo virðist sem forsendurn-
ar séu með þessu að breytast,“ segir
Svandís. „Svo ekki sé tekið dýpra í
árinni tel ég það mjög vafasamt að
færa gistirekstur í hendur aðila sem
hefur væntanlega gróðasjónarmið
að leiðarljósi.“
Erum ekki að braska
Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri Ungmennafélags Ís-
lands, segir fyrirhugað að reisa fjöl-
nota höfuðstöðvar samtakanna á
lóðinni. Stór hluti hússins verð-
ur leigður út til gistihúsarekstrar.
Sæmundur vill ekki gefa upp við
hvaða aðila samtökin eiga í við-
ræðum. „Þetta verður svona hús
fólksins. Í fyrsta lagi verður þarna
þjónustumiðstöð fyrir félagsmenn
ungmennafélaga hringinn í kring-
um landið sem öll hafa mikil sam-
skipti við jafnaldra sína á höfuð-
borgarsvæðinu. Síðan er verið að
vinna í því að leigja gistirekstur út
til aðila sem kunna til verka í þeim
efnum og við treystum fullkomlega,“
segir Sæmundur. „UMFÍ mun eiga
bæði lóðina og húseignina og við
erum ekki að braska neitt með það.
Hótelrekstur er einn möguleiki og
meirihluti húsnæðisins fellur und-
ir þá hlið. Við erum ekki í bissness-
hugleiðingum heldur viljum koma
upp fjölnota húsi til að breyta ásýnd
miðbæjarins.“
Hvorki náðist í Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, formann skipulags-
ráðs Reykavíkurborgar, né Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
þriðjudagur 17. apríl 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
Fréttaskot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is
HerefordBorðapantanir í síma 511 3350
2 fyri
r 1 á
drykk
jum
hússi
ns 17
-19
Íslenska nautakjötið
klikkar ekki.
Notum eingöngu sérvalið
íslenskt nautakjöt á
Hereford steikhúsi
Rausnarskapur er þetta...
Ungmennafélag Íslands byggir í Reykjavík. Stór hluti verður leigður út til hótelrekstrar:
Wally er snúinn aftur Breski spéfuglinn Wally er snúinn aftur til Reykjavíkur. Hann skemmti vegfarendum í miðbæ borgarinnar
síðasta sumar og er nú kominn aftur þó ekki sé enn komið sumar.
Átta ára í drullufor
Átta ára drengur festist í drullu í
húsgrunni við Kríuás í Hafnarfirði í
gær. Fólk sem komið hafði drengn-
um til aðstoðar átti í stökustu vand-
ræðum með að ná honum lausum
og hafði bjástrað í um hálftíma við
björgunina þegar tekið var á það ráð
að leita eftir aðstoð slökkviliðs.
Svo fastur var pilturinn í forinni
að það tók vaska slökkviliðsmenn
fimmtán mínútur að ná honum
lausum. Þurftu þeir að grafa og toga
í unga sveininn. Að sögn varðstjóra
varð drengnum ekki meint af þess-
um ævintýrum, en hann var ansi
drullugur.
Halda áfram að klippa
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu hélt áfram átaki sínu
varðandi óskoðaðar
bifreiðar í borg-
inni. Að þessu
sinni voru
límdar skoð-
unarboðanir
á tuttugu og
fimm bifreiðar í
nótt. Lögreglan límdir
tilkynningar bæði á númerplötur
og á rúðu bílstjóramegin. Eigend-
ur bílanna hafa viku til að bregð-
ast við og að þeim tíma liðnum
klippir lögreglan númeraplötu
af bílunum ef skoðun hefur ekki
verið sinnt.
Ölvuð í Hafnarfirði
Tæplega þrítug kona var tekin
ölvuð við stýri í Hafnarfirði í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hafði afskipti af henni eftir
undarlegt aksturslag og var hún
færð á lögreglustöðina til mæl-
inga á blóði. Bifreiðin var kyrrsett
og ökumaður bíður nú refsingar
fyrir háttalagið.
REYKJAVÍKURBORG GAF
HÓTELLÓÐ Í MIÐBORGINNI
trausti haFstEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Fiskifræðingar í
heimi skrifræðis
Stjórn Árborgar, félags smábáta-
eigenda á Suðurlandi, skorar á sjáv-
arútvegsráðherra að bæta nú þegar
20 til 30 þúsund tonnum við þorsk-
kvóta yfirstandandi fiskveiðiárs og
að kvóti næsta fiskveiðiárs verði ekki
undir 280 þúsund tonnum.
Segir í ályktun frá stjórn Árborgar
að undanfarin misseri hafi þorskafli
allt í kringum landið verið með eind-
emum góður og það sé félaginu al-
gerlega óskiljanlegt að Hafrannsókn-
arstofnun skuli ekki verða vör við
þessa miklu þorskgengd. „Svo virðist
sem Hafrannsóknarstofnun hafi
misst allt jarðsamband og lifi í lok-
uðum heimi skrifræðis og vitlausra
tölvulíkana varðandi þorskstofninn,“
segir meðal annars í ályktuninni.
Spennt fyrir
olíuhreinsunarstöð
„Þegar menn tala um svona
rosalega starfsemi og mikla upp-
byggingu erum við spennt,“ segir
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
á Ísafirði. Uppi eru hugmynd-
ir um að reisa olíubirgðastöð á
Vestfjörðum sem myndi sjá meira
en 500 manns fyrir vinnu.
Vestfirðingar hafa lýst því yfir
að þeir vilja hafa landshlutann
stóriðjulausan og segir Halldór
að þessi möguleiki verði skoðað-
ur í því samhengi. „Þetta notar
mjög lítið rafmagn, bara brota-
brot af því sem álver notar. Meng-
un er innan við tíu prósent af því
sem kemur frá álveri,“ segir hann
og bætir við að fullkomnar meng-
unarvarnir yrðu settar upp ef af
yrði. Þær myndu þá einnig nýtast
ef sjóslys yrði út af Vestfjörðum.
Halldór býst við að það geti
skýrst á næstu vikum hvort af
þessu verði.
Tengsl framkvæmdastjórans við bandarískt fyrirtæki rannsökuð:
Í ábyrgð fyrir þrettán milljarða
Hafís nærri Horni
Landhelgisgæslan fór nýverið í
ískönnunarleiðangur útfrá Vestfjörð-
um. Ísrönd fannst næst landi einum
27 sjómílum norðaustur af Horni.
Litlar breytingar hafa verið á mæl-
ingunum í apríl og lítið hefur dregið
úr hafís á þessum slóðum.