Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 17. apríl 2007 17
ÍÞRÓTTAMOLAR
Mourinho og AbrAMovich
féllust í fAðMA
Eftir að Chelsea höfðu tryggt sér farseðilin
í úrslitaleikinn í Enska bikarnum féllust
jose Mourinho og
roman abramovich
í faðma. þeir
skiptust meira að
segja á nokkrum
setningum en það
mun vera sjaldgæf
sjón þessa síðustu
mánuði.
abramovch kom
inní klefa hjá
Chelsea eftir leikinn og óskaði leikmönn-
um til hamingju með sigurinn. „Við
hittumst og við föðmuðumst. Ég óskaði
honum til hamingju og hann gerði slíkt
hið sama. það er eðlilegt,“ sagði Mourinho.
Chelsea getur unnið fernu á tímabilinu en
þeir hafa nú þegar unnið deildarbikarinn,
eru í úrslitum bikarsins þar sem þeir mæta
Man. utd, eru í undanúrslitum Meistara-
deildarinnar og eiga möguleika á að vinna
Ensku deildina.
EkkErt Er óMögulEgt
lawrie Sanchez nýji stjóri Fullham trúir
því að hann geti bjargað liðinu frá falli.
Fullham er aðeins
tveimur stigum
fyrir ofan
fallsvæðið og
virðast hafa misst
alla trú á sína eigin
getu. En
landsliðsþjálfari
Norður-íra trúir því
að allt sé hægt í
fótbolta. „það var
sagt að við gætum ekki unnið Spán,
Svíþjóð hvað þá Englendinga. Ég hef
sannað að hið ómögulega er mögulegt.
þess vegna er ég hér.“ Sanchez sagði
einnig að hann hefði tekið skýrt fram að
í hálfleik í leiknum á móti reading hver
réði á Craven Cottage. „leikmenn höfðu
trú á Coleman og hans starfsliði.En þeir
vita núna að það er ég sem ræð. Ég lét
þá vita af því í hálfleik á móti reading,“
sagði ákveðinn Sanchez.
brynjAr gæti spArAð rEAding
pEning
Steve Coppell, stjóri reading, segir að
Brynjar Björn gunnarsson geti sparað
félaginu mikinn
pening í sumar ef
hann nær að sýna
að hann sé
verðugur arftaki
Steve Sidwells sem
vill fara frá félaginu í
sumar. „Ég verð að
fá annan leikmann í
staðinn, það er
óhjákvæmanlegt.
Ég vil að hann [Brynjar] og fleiri leikmenn
spili fleiri leiki það sem eftir er tímabilsins
til að sanna veru þeirra í byrjunarliðinu,“
sagði Coppell. Sidwell hefur líst yfir áhuga
á að fara í stærra lið og allt virðist stefna í
að hann skrifi undir samning við
Newcastle á næstunni.
EkkErt hEfur brEyst
luis Figo var maðurinn á bak við
endurkomu inter Milan gegn palermo á
sunnudag. Figo lagði upp bæði mörkin
sem adriano og
julio Cruz skoruðu.
„Ég er sáttur,
sérstaklega af því
við færðumst
skrefi nær titlinum.
En við getum enn
tapað honum, við
getum ekki fagnað
strax. Ég hef spilað
í mörg ár á hæsta
plani og ekkert hefur breyst um að fara
frá liðinu í lok tímabilsins.“ inter getur
tryggt sér titilinn leggi þeir roma að
velli á morgun í 15 sinn en í fyrsta sinn
síðan 1989 sem þeir vinna titilinn á
vellinum. inter fékk tvo titla að gjöf eftir
að juventus var dæmt niður um deild í
skandalnum sem skók ítalskan fótbolta í
upphafi leiktíðarinnar.
dAMljAnovic til fylkis
Handboltakonan Natasa damljanovic
hefur skrifað undir samning við Fylki.
damljanovic
gengur í raðir
Fylkis frá gróttu.
Árbæjarliðið mun
á næsta tímabili
tefla fram liði í
úrvalsdeild kvenna
í handbolta og
félagið er
stórhuga. guðríður
guðjónsdóttir
verður þjálfari liðsins.
Tilnefningar til leikmanns ársins í ensku úrvalsdeildinni:
Drogba og Ronaldo bítast um titilinn
Didier Drogba, sóknarmaður
Chelsea, og vængmaðurinn Cristia-
no Ronaldo hjá Manchester United
eru langlíklegastir til að hljóta titilinn
leikmaður tímabilsins í ensku úrvals-
deildinni sem valinn er af samtök-
um knattspyrnumanna. United á tvo
aðra leikmenn sem tilnefndir eru til
titilsins en það eru reynsluboltarnir
Ryan Giggs og Paul Scholes. Þá koma
miðjumennirnir Cesc Fabregas, Ars-
enal, og Steven Gerrard, Liverpool, til
greina.
Leikmennirnir sjálfir í deildinni
sjá um valið. Þá verður einnig val-
inn besti ungi leikmaður tímabilsins.
Þar eru Ronaldo og Fabregas einnig
tilnefndir. Sóknarmaðurinn Wayne
Rooney hjá United kemur einnig til
greina ásamt Aaron Lennon hjá Tot-
tenham, Kevin Doyle hjá Reading og
Micah Richards hjá Manchester City.
Kosningin hefur þegar farið fram
en úrslitin verða tilkynnt
þann 22. apríl. Sókn-
armaðurinn Drogba
hefur skorað þrjátíu
mörk fyrir Chelsea og
á stóran þátt í því að
liðið á enn möguleika
á að ná sögulegum ár-
angri með því að vinna
fjórfalt. Hann og Ron-
aldo eru taldir líkleg-
astir til að hljóta tit-
ilinn.
Ronaldo er
22 ára og er þeg-
ar talinn besti
knattspyrnu-
maður heims af
mörgum spek-
ingum. Hann
hefur skorað 21
mark fyrir Manchester United sem
trjónir á toppi ensku úrvals-
deildarinnar. United á enn
möguleika á að endurtaka
afrek sitt frá 1999 þegar lið-
ið vann þrefalt. Scholes, 32
ára, og Giggs, 33 ára, hafa
einnig leikið lykilhlutverk
með United á leiktíðinni.
Arsenal hefur verið í vand-
ræðum á tímabilinu en
Fabregas þó haldið
áfram að bæta sig sem
knattspyrnumaður.
Gerrard var valinn
leikmaður tímabils-
ins í fyrra og er fyrir-
liði Liverpool sem
setur stefnuna á
að vinna Meistara-
deildina á ný.
elvargeir@dv.is
Þrír frá united Manchester united á þrjá af þeim sex sem tilnefndir eru.
Hádramatískur endir á
frábæru tímabili
ekki glopra niður og voru farnir
að hugsa út í hvenær oddaleikur-
inn yrði. En KR-ingar voru sko al-
deilis ekki búnir að gefast upp og
hömpuðu Íslandsmeistaratitilin-
um í leikslok.
Jeremiah Sola, leikmaður KR,
átti erfitt með að lýsa tilfinningum
sínum eftir leikinn. „Þetta var ótrú-
legt. Konan mín var á staðnum og
nú fer ég heim sem sigurvegari,“
sagði Sola sem sagði framtíð sína
óljósa. Sola sagði að leikmenn KR
hafi alltaf haft trú á að þeir myndu
vinna leikinn þrátt fyrir að vera
undir lungan af leiknum.
„Helmingurinn af þessu snýst
um hugarfarið. Maður verður að
hafa trú á því að hægt sé að vinna og
berjast. Við misstum aldrei trúnna,“
sagði Sola að lokum. Hann var sti-
ahæstur í liði KR í gær með 24 stig
og tók þar að auki fimmtán fráköst.
Igor Beljanski var besti leikmaður
Njarðvíkur, skoraði 29 stig og tók
nítján fráköst.
Aldrei séð annað eins
Skarphéðinn Ingason, leikmað-
ur KR, sagði að hann hafi aldrei
upplifað annað eins. „Ég held að
mér hafi aldrei liðið betur. Ég er
búinn að hugsa um þetta frá því
að ég byrjaði að drippla körfubolta
og horfa á hverja úrslitakeppnina á
fætur annarri líða hjá. Þetta er ótrú-
leg tilfinning.“
Skarphéðinn sagði að stuðn-
ingurinn sem KR-ingar fengu frá
stuðningsmönnunum hafi skipt
sköpum. „Ég held að ég hafi aldrei
séð annað eins á Íslandi.“
Skarphéðinn sagði að KR-ingar
séu með nóg af mönnum sem geta
klárað leiki á ögurstundu.
„Við vorum að spila á fleiri
mönnum og okkur fannst í síðustu
leikjum að þeir væru þreyttir undir
lokinn. Við misstum aldrei trúnna á
því að við gætum klárað þetta.
Við erum líka með menn sem
geta klárað leiki, Brynjar, Tyson,
Pálma, Sola, Fannar. Það eru bara
of mörg vopn í liðinu til að hægt sé
að stoppa okkur,“ sagði Skarphéð-
inn.
KR-ingar hafa farið erfiðu leið-
ina í úrslitin. Þeir hafa lent und-
ir í öllum einvígum sínum en allt-
af staðið uppi sem sigurvegarar.
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður
KR, sagði að það hafi gert þennan
sigur enn sætari.
„Við erum búnir að fara Krísu-
víkurleiðina að þessum sigri. Við
höfum verið tíu stigum undir trekk
í trekk á lokamínútunum. Það ger-
ist ekki ljúfara að taka þetta í fram-
lengingu. Þetta er rosalegt,“ sagði
Brynjar eftir leikinn.
Friðrik Stefánsson, leikmaður
Njarðvíkur, var fámáll eftir leikinn.
„Þetta er drullufúlt og sárt. Þetta fer
langt í sálina á manni. Við vorum
með unnin leik en klúðruðum því
bara. Við náðum ekki að klára fær-
in okkar. Þetta er bara fúlt,“ sagði
Friðrik.
kr - njarðvík 83-81
Stig KR: Jeremiah Sola 24, Pálmi
F. Sigurgeirsson 17, Tyson Petter-
son 11, Edmund Azemi 9, Brynj-
ar Björnsson 9, Baldur Ólafsson 5,
Fannar Ólafsson 4, Skarphéðinn
Ingason 4.
Stig Njarðvíkur: Igor Beljanski 29,
Jóhann Ólafsson 15, Brenton Birm-
ingham 13, Jeb Ivey 10, Friðrik Stef-
ánsson 7, Egill Jónasson 7.
elvargeir@dv.is,dagur@dv.is
bikarinn kysstur Edmond azemi kyssti
bikarinn vel og innilega eftir leikinn.
innilegur fögnuður Skarphéðinn
ingason tók Tyson patterson á háhest
eftir leikinn og dansaði með hann um
salinn.
dv Mynd dAníEl