Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 21
DV Lífsstíll þriðjudagur 17. apríl 2007 21 LífsstíLL Komið upp um framhjáhald Á auglýsingasíðu heimasíðunnar barnaland.is mátti nýlega finna óvenjulega auglýsingu þar sem boðið er upp á eftirlitsþjónustu fyrir þá sem gruna maka sinn um framhjáhald. Viðkomandi aðili segist elta fólk hvenær sólarhringsins sem er og koma með sannanir í ljósmyndaformi. gefið er upp netfangið iwills- py4you@gmail.com fyrir þá sem telja sig eiga í hjónabandsvandræðum og þurfa á aðstoð að halda. prinsessukjólar í öllum stærðum SúludanS fyrir gæSina Nú eru margar vinkonur í óðaönn að skipuleggja gæsapartí. Ef hug- myndaleysi hrjáir hópinn má benda á það að Mango studio í Ármúlanum býður upp á súludanskennslu í gæsapartíum. þetta þykir bæði skemmtilegt, fyndið og drulluerfitt enda alls ekki eins auðvelt að sveifla sér á súlu og það lítur úr fyrir að vera. Sjá nánar á mango.is grænt te í hárið grænt te er ekki bara hentugt til drykkjar heldur er það einnig gott fyrir húð og hár. íslenski sjampófram- leiðandinn SafeFormula selur sjampó með grænu tei og öðrum andoxun- arefnum sem hindra oxun í húð og hári og draga þannig úr myndun skaðlegra sindrunarefna. Sjampóið hreinsar hárið gætilega og skilar því mjúku og meðfærilegu. maSKarinn þveginn úr Ef svo óheppilega vill til að maskara- blettur komi í fatnað þá er gott ráð að nudda blettinn varlega með bensíni. Ef bletturinn fer ekki við þetta þá má prófa að væta hann með uppþvottalegi. lykilatriði er svo að flíkin liggi í bleyti áður en hún er þvegin. Kjólar frá Prinsessunni vöktu athygli í Ungfrú Reykjavík: Í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Reykjavík sem haldin var á Hótel Íslandi á fimmtudagskvöldið mátti sjá nokkra þátttakendur skarta kjól- um frá versluninni Prinsessunni. Kjólarnir vöktu athygli áhorfenda fyrir það hversu litríkir og skraut- legir þeir voru. Það er ekkert nýtt að kjólum þaðan bregði fyrir í feg- urðarsamkeppnum því fegurðar- drottningar hafa undanfarin ár sótt mikið í verslunina sem hefur því alltaf átt sex til sjö kjóla í Ungfrú Ís- lands-keppninni. Verslunin Prinsessan er til húsa í Mjóddinni en hún var stofnuð árið 1998, þá sem barnafataversl- un, sem seldi eingöngu prinsessu- kjóla á stelpur og drengjakjólf- öt, en í dag spannar vöruúrvalið líka samkvæmis- og brúðarkjóla, skó, hárskraut og sængurgjafir. Kjólarnir koma allir frá Banda- ríkjunum og eru mikið til úr sat- íni, skreyttir semalíusteinum. Það vekur athygli að stærðirnar eru frá small og upp í xxxlarge. Eigand- inn, Svanhildur Eyjólfsdóttir, mun svo fljótlega bæta við tveimur stærðum, xxxxlarge og xxxxxlarge. Þannig ættu allar konur að geta fundið á sig fínan kjól og liðið eins og prinsessum. Samkvæmiskjól- arnir, sem eru mikið teknir á árs- hátíðir og útskriftir, kosta á bilinu 20 til 26 þúsund og brúðarkjól- arnir eru á bilinu 20 til 50 þúsund krónur. Verslunin er síðan alltaf með útsöluslá þar sem hægt er að fá fínustu kjóla fyrir um 10 þúsund krónur. Lesið nánar um verslun- ina á prinsessan.is Á snyrtistofunni Paradís er boðið upp á eyrnamergs- hreinsun. Slík hreinsun hefur verið afar vinsæl meðal eldra fólks sem segist heyra betur eftir meðferðina. Ung börn með vatn og bólgur í eyrum geta einnig haft gagn af hreinsuninni. Burt með eyrnamerginn SKoKKað í hádeginu þeir sem hafa áhuga á því að nýta hádegið í skokk geta skellt sér út að skokka alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga í laugardalnum með hjúkrunarfræðingnum Báru agnesi Ketilsdóttur. Hlaupið er frá anddyri World Class. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni hadegisskokk.is Glamúr Kjólarnir í prinsessunni hafa verið vinsælir í fegurðarsamkeppn- um. Úrvalið er fjölbreytt og stærðirnar líka. Eyrnamergur er manneskjunni bæði eðlilegur og nauðsynlegur. Þessi brúni vaxkenndi vökvi mynd- ast í sérstökum kirtlum í eyranu og smyr og verndar hlustina gegn sýk- ingum. Eyrnamergur losnar yfir- leitt af sjálfsdáðum úr hlustinni og hreinsast auðveldlega í burtu en gerist það ekki getur hann orði til vandræða, ekki síst hjá eldra fólki. Með aldrinum verður eyrnamerg- urinn nefnilega bæði þurrari og þykkari og meiri líkur á því að hann safnist fyrir og loki hlustinni sem veldur því að heyrnin versnar. Snyrtistofan Paradís er tiltölu- lega nýlega farin að bjóða upp á hreinsun á eyrnamerg með sérstök- um eyrnakertum sem gefið hafa góða raun. „Viðskiptavinurinn er látinn liggja á hlið og kerti er látið inn í eyrað á honum. Síðan er kveikt á kertinu, það brennur niður og eftir verður hólkur sem mergurinn safn- ast inn í,“ útskýrir Rakel Einarsdótt- ir, snyrtifræðingur á Paradís. „Eldra fólk hefur sagt að það heyri betur eftir þessa meðferð enda myndast oft tappar í eyrum þeirra og foreldrar hafa líka verið að nota þetta á börn sem hafa verið með bæði vatn og bólgur því með- ferðin léttir á uppsöfnuðum þrýst- ingi.“ Rakel segir að meðferðin sé al- gjörlega sársaukalaus og að hún taki um hálftíma. Það fer svo eftir því hversu mikill eyrnamergur er í eyranu hvort fólk þurfi að koma aftur en algengt er að fólk komi í tvö skipti með stuttu millibili. „Það myndast einhvers konar sogkraftur sem gerir það að verkum að merg- urinn sogast inn í hólkinn og þar er hægt að sjá hvers konar losun er í gangi, hvort fólk sé að losna við gamlan eða nýjan merg.“ Eyrnamergur gerir sitt gagn Að sögn Rakelar er þessi aðferð alls ekki ný af nálinni heldur er þetta gömul aðferð frá indíánum. Kertahreinsunin er þó ekki eina leiðin til þess að losna við eyrna- merg því í apótekum má einnig fá ýmsar vörur ætlaðar til hreinsana. Venjulegir þvottar og böð eiga þó að duga til að skola út því mesta en rétt er að benda á að rannsóknir hafa sýnt að ef eyrnamergur er fjar- lægður jafn óðum þá eykst vöxtur baktería í hlustinni og tíðni sýk- inga, svo fólk ætti ekki að vera of duglegt við að hreinsa út merginn. Eyrnapinnar með bómull á end- anum gera líka sitt gagn en þá þarf að nota af varúð. Ekki má stinga þeim langt inn í hlustina því það getur skaðað hljóðhimnuna og einnig er ekki gott að ýta skítnum inn hlustina í átt að hljóðhimnunni. snaefridur@dv.is Kertahreinsun Eyrað er hreinsað með því að láta kertavax renna í eyrað en þessi aðferð kemur frá indíánum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.