Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 6
hafi unnið að málinu síðan í haust og reynt að finna lausnir svo ekki þyrfti að grípa til þessara ráðstafana. Halldóra segir ljóst að töluverður munur sé á þessum styrk og þeim greiðslum sem fáist með óbreyttu fyrirkomulagi. „Ég skil vel að þetta sé óþægilegt fyrir konur sem búnar voru að gera ráð fyrir þessu,“ segir Halldóra. Halldóra segir að reynt hafi ver- ið að skýra vanda FOS fyrir launa- greiðendum en ekkert útlit sé fyrir að meira fjármagn fáist. Jafnréttislögin snerust í höndunum á okkur Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að FOS hafi ítrekað brotið lög með því fyrirkomulagi að aðeins konum sé greitt til viðbótar fæðingarorlofi. „Þannig að það bættist við slæma fjárhagsstöðu að karlar í félaginu gerðu athugasemdir við að þeir fengju ekki líka þennan mismun greiddan. Jafnréttislögin, sem upphaflega voru sett til þess að rétta hlut kvenna, hafa snúist í höndunum á okkur. Þetta var það eina sem konur höfðu umfram karla. Í lögunum er líka kveðið á um að kynbundinn launamunur sé ólöglegur en það er ekkert gert í því,“ segir Halldóra. FOS á yfir höfði sér málshöfðun vegna styrkveitinga úr sjóðnum þar sem einn karlkyns félagi hefur ráðið sér lögfræðing til að láta reyna á jafnréttislögin fyrir dómstólum. „Við ætlum ekki að brjóta jafnréttislögin lengur og greiðum því til beggja kynja með nýja fyrirkomulaginu.“ Óréttlátar lagabreytingar Halldóra segir lagabreytingarnar á fæðingarorlofinu almennt vera óréttlátar. Mikið nær hefði verið að miða greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði út frá síðustu fjórtán mánuðum fyrir fæðingu barns, eins og var, heldur en að miða við síðustu tvö skattaár. Það komi illa út fyrir flesta á barneignaraldri því það sé oft fólk sem er að skríða upp launastigann auk þess sem launaskrið hafi verið í landinu. Þá fer fólk oft út í barneignir fljótlega eftir að námi lýkur og það hafi veruleg áhrif sé svo langur tími notaður til útreikninga á fæðingarorlofi. „Við vorum ein fárra sem líka vorum á móti því að þak yrði sett á greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði því ef það þykir siðferðislega rétt að borga fólki mjög há laun hlýtur að vera rétt að borga þeim hátt fæðingarorlof. Við hugsum ekki út í hvað fólk hefur í laun þegar það veikist,“ segir Halldóra. Hún segir frekar að þeir sem hafi mjög há laun hugsi hvort þeir þurfi jafn mikið á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði að halda og þeir sem lægri laun hafa. þriðjudagur 17. apríl 20076 Fréttir DV Skrifa vandann á Stjórnvöld Fjölskyldu- og styrktarsjóður BHM, BSRB og KÍ hættir brátt að greiða mæðrum það sem vantar upp á full laun í fæðingar- orlofi. Ástæðan er lagabreyting Alþingis um fæðingarorlof og kröfur feðra til að fá sömu greiðslur. Sjóðurinn hefur ítrekað brotið gegn jafnréttislögum. Formaður BHM undrast að sett sé út á þetta á meðan ekkert sé gert í kynbundnum launamuni sem sé líka brot á jafnréttislögum. „Við höfum horft fram á það síðan í haust að Fjölskyldu- og styrktarsjóðurinn er að borga meira út en kemur inn í hann vegna breytinga á lögum um fæðingarorlof. Viðmiðunartíminn var lengdur og farið var að miða við tvö síðustu skattaár,“ segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, um ástæður þess að FOS, Fjölskyldu- og styrktarsjóður BHM, BSRB og KÍ, hafi ákveðið að hætta að greiða mæðrum það sem upp á vantar til að fæðingarorlof samræmist fullum launum þeirra. Í janúarbyrjun árið 2005 tóku lagabreytingar um fæðingarorlof gildi og farið var að reikna orlofið út frá áttatíu prósentum af launum síðustu tveggja almannaksára fyrir fæðingu barns. Þannig fá foreldrar barna fæddra í janúar nýjustu laun sín metin inn í greiðslurnar en ekki foreldrar sem eignast barn seinna á árinu. Með þessu lækkuðu greiðslur Fæðingarorlofssjóðs til foreldra og til að konur, sem aðild eiga að FOS, fengju greiðslur sem samsvara fullum launum í fæðingarorlofi þurfti FOS því að brúa stærra bil en áður. Sjóðurinn hefur greitt mismun á greiðslum til mæðra reiknaðan út frá launum síðustu sex mánaða fyrir fæðingu og fyrstu þrjá mánuðina er greitt að fullu, svo heildargreiðslur samræmist bæði dag- og yfirvinnu, en seinni þrjá mánuðina er aðeins miðað við dagvinnu. „Stjórnvöld fóru að spara og tóku ekki tillit til okkar. Alþingi ber ábyrgð á þessum breytingum og við vorum tilneydd til þess að breyta fyrirkomulaginu hjá okkur,“ segir Halldóra. Fjárhagsstaða sjóðsins leyfði ekki lengri fyrirvara Frá og með 1. júní munu nýbakaðar mæður í BHM, BSRB og KÍ ekki fá greitt það sem vantar upp á full laun í fæðingarorlofi heldur verða bæði konum og körlum í félaginu greiddar 170 þúsund krónur í styrk við fæðingu barns. Þetta var tilkynnt 1. mars og er fyrirvarinn því þrír mánuðir. „Auðvitað hefðum við viljað hafa fyrirvarann lengri en fjárhagsstaða sjóðsins leyfði það ekki og við gátum ekki tekið tillit til þeirra sem þegar voru barnshafandi þegar breytingarnar voru ákveðnar,“ segir Halldóra. Hún bendir á að stjórn FOS HJördís rut sigurJÓnsdÓttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is „Stjórnvöld fóru að spara og tóku ekki tillit til okkar. Alþingi ber ábyrgð á þessum breyt- ingum og við vorum til- neydd til þess að breyta fyrirkomulaginu hjá okkur,“ segir Halldóra. Barnshafandi Bráðlega fá bæði karla og konur í BSrB, BHM og Kí greiddan styrk við fæðingu í stað þess að mæður fengu viðbótargreiðslur ofan á fæðingarorlof. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM Hún segir sett út á að greiðslur úr Fjölskyldu- og styrktarsjóðnum séu bara til kvenna en ekkert sé gert í kynbundn- um launamuni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.