Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 22
Mannlíf á Húsavík byggir á langri sögu, sem er hluti af barnaskólalærdómi hvers ein- asta Íslendings. Við höfum öll lesið um Garðar Svavarsson og leysingjann Náttfara, fé- lagslega sinnaða þingeyska bændur sem stofnuðu fyrsta kaupfélag landsins og Húsavík- urkirkja er þekkt póstkort enda eitt fallegasta guðshús landsins. En hefur nákvæmlega þetta orðið vandamál? Hefur forn frægð orðið Húsvíkingum fjötur um fót til framfarasóknar í núinu? þriðjudagur 17. apríl 200722 Landið DV Þekktir Húsvíkingar: Fjölmarg- ir þjóðþekktir einstaklingar eru frá Húsavík eða eiga með einhverjum hætti tengsl við bæinn. Þar ber fyrst að nefna alheimsfegurð- ardrottninguna og athafnakonuna Lindu Péturs- dóttur sem er fædd á Húsavík og ólst þar upp fyrstu árin, uns hún flutti með foreldrum sínum til Vopnafjarðar. Hún er því sannköll- uð landsbyggðardrottning. Knattspyrnukappinn Arnór Guð- johnsen, er ef til vill þekktastur er fyrir það nú um stundir að vera faðir Eiðs Smára Guð- johnsen. Hann er hins vegar Húsvíkingur. Arnór hóf knatt- spyrnuferil sinn með Völsungi og þótti strax sem strákur sýna mikla snilldartakta á vellinum þar sem hann lék með Völsungi. Meðal þeirra sem fylgd- ust með hinni efnilegu knatt- spyrnuhetju á heimavelli Húsvíkinga var Arnar Björns- son sem síðar fluttist suður yfir heiðar og gerðist íþróttafréttamað- ur Stöðvar 2. Flestir lands- menn þekkja Jónínu Bene- diktsdóttur, athafnakonu og íþróttafræðing. Færri vita hins vegar að hún er fædd og uppalin á Húsavík. Fjölmiðlakon- an Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu er einnig frá Húsa- vík. Hún er jafn- framt vinkona Jónínu Ben frá því er þær ólust þar upp saman. Rithöfundur- inn Thor Vil- hjálmsson er fæddur í bæn- um fagra við Skjálfandaflóa, en hann hefur meðal annars sótt sér efnivið í verk sín til at- burða í Þingeyj- arsýslum. Þá er ónefnd stjarna ungu kynslóðarinnar, Birgitta Hauk- dal, söngkona poppsveitarinn- ar Írafárs, sem er einnig fædd og uppalin á Húsa- vík. Hún heim- sækir heimabæ sinn reglulega því fjölskylda henn- ar býr þar enn. Landiðmitt Bærinn við Skjálfanda Húsavík er bær við Skjálfanda í sveitarfélaginu Norðurþingi í Suður- þingeyjarsýslu. Sjávarútvegur, verslun og ferðaþjónusta, svo sem hvalaskoðun, eru þar mikilvægustu atvinnuvegir. Húsavík er meðal elstu sögustaða íslands. Samkvæmt landnámu dvaldi Svíinn garðar Svavarsson þar einn vetur og var því fyrstur norrænna manna til að hafa vetursetu á íslandi. íbúar Norðurþings, sem nær allt austur á Melrakkasléttur, eru í dag 3.015 en á Húsavík búa 2.285 manns. Húsavíkurkirkja: Í sumarbyrjun verður liðin rétt öld frá vígslu Húsavíkurkirkju, en hún var helguð sem guðshús í júníbyrjun 1907. Það var Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem er krosskirkja, byggð úr norskum við. Kirkjurnar að Breiðabólstað í Fljótshlíð og Hjarðar- holti í Dölum eru byggðar eftir mjög sambærilegum teikningum Rögnvald- ar, sem var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og fyrsti nútíma húsameistari Íslendinga. Margir telja að Húsavíkurkirkja sé hans fegursta verk og lofi meistara sinn, enda hefur kirkjan lengi verið eitt helsta tákn bæjarins. Húsavíkurkirkja er með sterkum einkennum svonefnds Schweitzerstíls sem þróaðist í Noregi á seinni hluta 19. aldar og ættaður var frá Sviss. Aðeins eitt ár tók að byggja Húsavíkurkirkju. Að því er fram kemur á vef Húsavíkur- kirkju vekur það athygli margra þeirra sem í kirkjuna koma að þar er enginn predikunarstóll að finna en útskorið opið bókarlíki, fest á kórgrindur, kemur í stað predikunarstóls. Lasarus í Kelduhverfi Sveinn Þórarinsson listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi málaði altaris- töflu kirkjunnar sem sýnir hún upprisu Lasarusar. Altaristaflan er fyrir margra hluta sakir merkileg. Landslag í bakgrunni hennar telja ýmsir sig þekkja úr íslensku umhverfi, m.a. keimlík fjöll úr Öxarfirði og hraungjár úr Kelduhverfi. Einnig var haft á orði að listamaðurinn notaði andlit sveitunga sinna sem fyrirmynd að fólki á altaristöflunni. Auk þess að vera guðshús hefur Húsavíkurkirkjan þjónað sem tónlistarhús um langan aldur þar sem tónlistarfólk innlent og erlent hefir komið fram. Kirkjan er talin rúma um 450 manns í sæti en þegar hún var byggð voru íbúar Húsavíkur liðlega 500. Húsavíkurkirka var friðlýst 1982. Aldargömul og ægifögur Húsavík einstaklingurinn hefur hér vægi Húsavíkurkirkja Fallegt guðshús, enda helsta táknmynd bæjarins. Horft yfir höfnina á Húsavík Útgerð og hvalaskoðun eru mikilvægir þættir í atvinnulífi bæjarins. „Sagan er ekki vandamál þeg- ar hún er glæst. Við vitum auðvitað að Náttfari var fyrsti landnámsmað- ur á Íslandi, en ekki Ingólfur Arnar- son. Þeir sem öðru halda fram lifa í blekkingum sem byggja á fordómum og eiga því við vandamál að stríða,“ segir Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri Húsavíkurblaðsins Skarps. „Fyrsta kaupfélagið var stofnað á Húsavík og var einn merkasti atburður í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Vitneskj- an um glæsta fortíð styrkir Húsvík- inga fremur en veikir, og hvetur þá til dáða. Og þess vegna viljum við til dæmis ráðstafa, í samvinnu við okk- ar góðu sveitunga, auðlindum okkar án afskipta frá fólki sem kemur málið ekkert við.“ Hér þekkja allir alla Jóhannes er Húsvíkingur í húð og hár og hefur búið þar nær óslitið frá barnæsku. Hann segir að vissulega hafi bæjarbragurinn breyst talsvert í tímans rás, eins og í Reykjavík og öðr- um plássum, og eigi það ekki síst við um ungmenni. „Börn sitja við tölvur og skjái í stað þess að leika sér í fjör- unni eða fjallinu. En hér þekkja enn allir alla. Og fáni í hálfa stöng þýðir enn að einhver með öllu ómissandi er horfinn úr samfélaginu, einhver sem skipti máli. Vægi einstaklingsins er miklu meira í þessum litlu bæjum og það hefur ekkert breyst.“ Fleiri styðja álver Þegar best lét voru Húsvíking- ar 2.550 en hefur fækkað nokkuð í seinni tíð. Jóhannes segir tímann munu leiða í ljós hvort botninum sé náð – en það ráðist nokkuð af því hvort verði af byggingu álvers Alcoa á Bakka við Húsavík. „Skoðanir um almennings um hvort byggja skuli álver eru skiptar hér sem annars- staðar. En ég myndi álíta að yfirgnæf- andi meirihluti íbúa Húsavík væri hlynntur álveri, eða einhversstaðar á bilinu 75 til 85% og byggi það álit meðal annars á niðurstöðum síð- ustu sveitarstjórnarkosninga,“ segir ritstjóri Skarps. Jóhannes Sigurjónsson Húsvíkingur Segir að sagan sé ekki vandamál þegar hún er glæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.