Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 18
þriðjudagur 17. apríl 200718 Sport DV Hægri handar skyttan Gunnar Berg Viktorsson og markvörðurinn Gísli Guðmundsson hafa skrifað undir samning við handknattleiks- deild Hauka og munu því leika með liðinu á næsta tímabili. Gunnar Berg leikur nú með Team Tvis Holstebro í Danmörku en hann hefur verið í atvinnu- mennsku síðustu sex ár. Á þessum sex árum hefur hann leikið með PSG í Frakklandi og þýsku liðunum Wetzlar og Kronau-Östringen, auk Holstebro. Gunnar Berg lék með ÍBV og Fram áður en hann hélt í atvinnu- mennsku. Hann verður 31 árs í sumar og á að baki 80 landleiki fyr- ir Ísland. Gísli Guðmundsson hefur var- ið mark danska liðsins Ajax Heroes í vetur. Áður en hann hélt til Dan- merkur hafði hann leikið með Sel- fyssingum, ÍBV, Gróttu og ÍR í efstu deildinni hér heima. Gísli er íþróttafræðingur að mennt og hefur auk þess sérhæft sig í þjálfun handboltamarkvarða í Danmörku. Auk þess að spila með meistaraflokki Hauka mun Gísli sjá um markmannsþjálfun hjá félag- inu. Ljóst er að Haukar ætla sér stærri hluti á næsta tímabili en hlutur þeirra á þessu tímabili hefur verið að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild. Haukar hafa þegar gengið frá ráðningu Arons Kristjánssonar sem þjálfara og koma þeirra Gunn- ar Berg og Gísla mun eflaust styrkja liðið á næsta tímabili. dagur@dv.is Gunnar Berg Viktorsson og Gísli Guðmundsson spila með Haukum á næstu leiktíð: Haukar eru byrjaðir að styrkja lið sitt fyrir næstu leiktíð Gunnar Berg Er á leið til Hauka frá danska liðinu Team Tvis Holstebro en hann hefur verið í atvinnumennsku undanfarin sex ár. Houston Rockets léku við Pho- enix Suns í stórleik umferðarinnar. Houston vann að lokum þriggja stiga sigur 120-117 í frábærum körfu- boltaleik. Yao Mingh og Tracy McGrady voru í algjörum sérflokki í liði Hous- ton í nótt. McGrady skoraði heil 39 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsend- ingar. Kínverska tröllið Yao Ming bætti 34 stigum við og tók 9 fráköst. Þetta var fimmti sigurleikur Hous- ton í röð og þeir tryggðu sér fjórða sætið í Vesturdeildinni og mæta Utah í úrslitakeppninni sem hefst á laugardag. Þetta er besti árangur Houston í áratug og var McGrady hæst ánægð- ur í leikslok en hann hefur aldrei unnið einvígi í úrslitakeppninni í fimm tilraunum. „Þetta er frábært, eitt af mínum bestu afrekum á ferlinum. Mér leið eins og við hefðu unnið titilinn þegar klukkan rann út.“ Hann bætti við að algjör viðsnún- ingur hafi orðið á leik Houston þegar Yao Ming meiddist. „Þegar Yao meiddist og var frá í tvo og hálfan mánuð var ann- að hvort að hrökkva eða stökkva. Við vildum gera eithvað sérstakt á þessu tímabili og ég held að allt liðið hafi farið á hærra plan þegar Yao var ekki með okkur. Síðan hann kom til baka hefur takturinn í lið- inu haldist og ég hlakka til úrslita- keppninar. Dramantík í Miami Boston og Miami áttust við í dram- antískum leik. Al Jefferson reyndist hetja Boston manna því hann skor- aði sigurkörfu liðsins þegar rúm sek- únda var eftir og tryggði þeim 91- 89 sigur. Jefferson skoraði 20 stig en Delonte West var stigahæstur gest- anna með 28 stig. Jason Williams skoraði 16 stig en tröllið Sahquile O´Neal bætti 14 stig- um við. New Jersey Nets á einn möguleika á að ná Wahington Wisards og kom- ast í sjötta sæti austurdeildarinnar. Þá leika þeir við Toronto í fyrstu umferð úrslitakeppninar sem hefst á laugar- dag. New Jerrsey lagði granna sína í New York Knicks 104-95 í nótt þar sem Vince Carter átti stórleik og náði þrefaldri tvennu. Skoraði 29 stig tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. New Jersey hefur nú unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum og geta ekki lennt neðar en sjöunda sæti í Austur- deildinni. Mo Williams skoraði 26 stig og Ru- ben Pattersons bætti 23 stigum við þegar Milwaukee Bucks lagði eitt sla- kasta lið deildarinnar Atlanta Hawks í nótt 102-96. Marvin Williams skoraði 21 stig fyrir Hawks. Lykilmenn hvíldir og Spurs tapaði San Antonio Spurs gat leyft sér þann munað að hvíla nokkra af sín- um bestu mönnum í nótt þegar liðið mætti Pau Gasol og félögum í Memp- his Grizzlies. Tim Duncan, Manu Gin- obili og Tony Parker voru alli hvíldir í leiknum og munaði um minna. Gasol var bestur á vellinum og setti 25 stig niður, tók 15 fráköst og gaf 6 stoð- sendingar. Fimm leikmenn Grizzlies skoruðu meira en 10 stig í leiknum. Allen Iverson skoraði 25 stig fyr- ir Denver Nuggets þegar lið hans bar sigurorð af Minnesota Timberwolves 122-107. Denver leyfðu varaliðinu að klára leikinn og naut Litháinn Linas Kleiza gós af því. Hann hafði boðið töluvert mörgum vinum sínum frá heima- landinu til að horfa á leikinn og voru þeir allir klæddir í grænt og hvöttu sinn mann áfram. Kleiza skoraði 23 stig í leiknum en það vantaði Marcus Camby í lið Den- ver þar sem hann var hvíldur. Denver leikur við San Antonio Spurs í úrslitakeppninni. Sjö leikmenn Utah skoruðu meira en 10 stig þegar liðið lagði Portland 130-93 og allir leikmenn liðsins skor- uðu stig. Carlo Boozer var stigahæstur með 26 stig en Titus Outlaw var atkvæða- mestur hjá Portland með sama stiga- fjölda. Þrír leikmenn Portland skor- uðu meira en 10 stig en liðið missti Magloire af velli með tvær tæknivill- ur. Að lokum vann New Orleans Sac- ramento 125-118 þar sem fjórir leik- menn New Orleans skoruðu meira en 20 stig. Darren West skoraði 25 stig fyrir New Orleans og Chris Paul bætti 23 stigum við. Ron Artest skoraði mest fyrir gest- ina eða 22 stig. benni@dv.is NBANBA NBA-úrslit næturinnar Miami - Boston 89-91 New York - New jersey 95-104 Milwaukee - atlanta 96-102 Memphis -San antonio 91-101 Houston - phoenix 120 - 117 denver - Minnesota 122 - 107 utah - portland 130 - 93 Sacramento - New Orleans 118 - 125 sTAÐAN Austurdeildin U T detroit 51 29 Chicago 49 32 Toronto 47 33 Miami 44 37 Cleveland 48 32 Washington 40 40 New jersey 40 41 Orlando 38 42 indiana 35 45 philadelphia 34 46 Charlotte 33 48 New York 32 49 atlanta 29 52 Milwaukee 28 53 Boston 24 57 Vesturdeildin U T dallas 66 14 phoenix 61 20 San antonio 58 23 utah 50 31 Houston 52 29 denver 44 37 l.a. lakers 41 40 golden St. 40 40 l.a. Clippers 39 41 N.O./Okla. City 38 43 Sacramento 33 48 portland 32 49 Minnesota 32 49 Seattle 31 50 Memphis 21 60 HoustoN mætir utAH 8 leikir fóru fram í NBA deild- inni í nótt. Houston vann Pho- enix Suns í nótt og tryggði besta árangur liðsins í áratug, eða frá 1996-1997. Flest liðin eiga tvo deildarleiki eftir. Tveir góðir allen iverson og Carmelo anthony leikmenn denver Nuggets fögnuðu sigri í nótt. Tap gegn Houston Steve Nash og félagar í phoenix Suns réðu ekkert við Tracy Mcgrady og Yao Ming í nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.