Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 14
þriðjudagur 17. apríl 200714 Umræða DV Allt bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn að loknum kosningum og ef fer sem horfir með Framsóknarflokkinn myndar Geir H. Haarde ríkisstjórn með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur eða Steingrími J. Sigfússyni. Það er aðdáunarvert hversu vel Sjálf- stæðisflokkurinn spilar kosningabaráttuna. Flottur landsfundur og vel skipulagður hefur styrkt flokkinn og allt bendir til að stórsigur vinnist í kosningunum. Það sem hefur tekist hvað best í baráttu Sjálfstæð- isflokksins er að fá kjósendur til að trúa því að Sjálfstæðisflokknum einum sé treystandi fyrir ríkisfjármálum og öryggi í efnahagsmálum. Engum hinna flokkanna hefur tekist að draga úr þessum fullyrðingum Sjálfstæðismanna. Þeir spila baráttuna af fádæma sjálfsöryggi. Þreyta þjóðarinnar gagnvart ríkisstjórninni er mikil og bitnar ein- göngu á Framsókn. Þess vegna er trúlegast að Geir H. Haarde myndi nýja ríkisstjórn og sennilega reyn- ir hann fyrst við Samfylkinguna en kveðji Framsóknarflokkinn þó svo kunni að fara að ríkisstjórnin haldi velli. Vinstri grænir eru annar val- kostur. Sterk staða þess flokks mun hafa þau áhrif að átök verða milli Vinstri grænna og Samfylkingar á lokadögum kosningabaráttunnar sem trúlega leiðir til þess að sam- starf flokkanna, þá með öðrum flokki eða flokkum, er ómögulegt. Baráttan um hvor flokkurinn verð- ur stærri mun harðna og hafa fín áhrif fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann mun þess vegna verða í meira skjóli en ella hefði verið. Það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur fyrsta val að loknum kosningum. Það mun verða Geir H. Haarde sem myndar næstu ríkis- stjórn. Geir er að takast það sem talið var ómögulegt, það er að fylla skarð Davíðs Oddssonar. Sjálfstæðisflokkur Geirs er annar og ásýndin öllu vinalegri en var hjá Davíð. Nú bendir allt til að Geir takist að vinna upp það mikla tap sem flokkurinn beið fyrir fjórum árum. Það er afrek sem fáir áttu von á. Lengi leit út fyrir að umhverfismálin yrðu helsta kosningamálið og myndu reynast Sjálfstæðisflokknum erfið. En svo verður greinilega ekki. Umhverfismálin eru ekki eins sýnileg nú og þau voru fyrir fáum vikum og þau hafa ekki skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Íslandshreyfingin var nánast stofnuð til að ná umhverfissinnum frá Sjálfstæðisflokkn- um. Það hefur mistekist. Tekist hefur að beina umræðunni að pyngju kjósenda. Enginn vill verri kjör en hann hefur nú og Sjálfstæðisflokkn- um hefur tekist að sannfæra svo marga um að Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka geti tryggt áframhaldandi velsæld, þeirra sem hennar njóta, hinir gleymast. Sigurjón M. Egilsson. Næsta ríkisstjórn Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Enginn vill verri kjör en hann hefur nú og Sjálf- stæðisflokknum hefur tekist að sannfæra svo marga um að Sjálfstæð- isflokkurinn einn flokka geti tryggt áframhald- andi velsæld, þeirra sem hennar njóta, hinir gleymast. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórNarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Eitt er það fyrirbæri sem gerir mig alltaf jafn hissa. Það er tískan. Eins og fólk hleypur í skjól í steypiregni, taka stórir hópar u-beygju eins og hendi sé veifað og fara að hegða sér eins. Þetta varðar einkum og sér í lagi útlit og klæðaburð. Maður fer á fætur einn daginn og allir nema maður sjálfur eru komnir í támjóa skó. Öll- um er þó morgunljóst að támjóir skór eru óþægilegri og síður fótvænir en flestir aðrir skór. En eins og að bregðast við náttúruhamförum skverar mannskapur- inn sér í ósköpin og reiðir fram stórfé, því támjóir skór úr síðustu támjóu holskeflunni eða þar þar síðustu eru ekki með alveg rétta sniðinu. Daginn eftir síkka jakkar fyrirvaralaust. Mér er aldrei tilkynnt um neitt svona og hengslast því í svipuðum druslum ár eftir ár. Ég kalla það að hafa sígildan fatasmekk. Mér er minnisstæð heimsókn í fatabúð, nokkuð smarta og stællega, í Lundúnum fyrir eins og tveim- ur áratugum síðan. Við röltum þangað inn tveir fé- lagar á ferð og eins og góðum Íslendingum er tamt staðnæmdumst við hjá slá sem á héngu regnföt og vosklæði. Alveg yfirtak stimamjúkur afgreiðslumaður vildi allt fyrir okkur gera og mærði ýmsa sjóstakka fyrir skrifstofufólk í hástert. Félagi minn velti fyrir sér kápu einni sem virtist á allan hátt hagnýt í hretviðrum. Af- greiðslumaðurinn gaf nú í og sýndi okkur launhelgar flíkurinnar, sem voru útsaumur undir kraga, sem að- eins sást þegar kraginn var uppbrettur. Sömuleiðis lít- il tala sem virtist alveg laus við notagildi. Og þá kom setningin sem er allar götur síðan mitt einasta leiðar- ljós í vandrötuðum heimi tískunnar. Hún er ekki löng en hana má nota með árangursríkum hætti í viðræð- um við svokallaðar tískulöggur. Það er reyndar erfitt að þýða hana á íslensku svo fínustu blæbrigðin kom- ist til skila og þess vegna segi ég hana alltaf á ensku: „Love the detail!” Ef maður segir „Love the detail” má viðmælandanum vera fullljóst að hér er enginn venju- legur lúði á ferð, heldur einstaklingur með yfirgrips- mikla þekkingu og djúpstæðan skilning á fínustu blæ- brigðum framsækinnar hönnunar hátískufatnaðar. „Love the detail!” Á hverju ári er rætt í dagblöðum við íslenskt hár- greiðslufólk á leið til París að sækja nýju línuna. Svo líður og bíður og einn daginn birtist nýja línan á höfð- um alþýðunnar. Það geta verið svolítið öðruvísi strípur eða blástur úr annarri átt eða örlítið meiri styttur, hvað veit ég sem skarta sömu klippingunni í áratugi. En ég hlýt að brjóta heilann um það hverjir ákveða línuna og hver hefur falið þeim það vald? Er þetta lýðræðisleg ákvörðun eða öllu heldur niðurstaða hóps fólks, sem hefur valist til þessa starfs vegna óumdeildrar þekk- ingar sinnar á því hvað sé fólki fyrir bestu ofan á höfði sér? Eða eru þetta kannski bara einhverjir illa innrætt- ir kaupahéðnar sem vilja selja okkur nýjasta hársullið? Eða hópur hárperverta? Hvað veit ég? Í blaði um daginn sá ég klausu um að nú væri í tísku hjá unglingsstúlkum að ganga í náttbuxum um hábjartan daginn. Hver ákvað þetta og í hvers um- boði? Sem foreldri er það mér auðvitað fagnaðarefni að flíkur fái tvöfalt hlutverk og notkun þeirra aukist í samræmi við það. En spurningin stendur. Ef rifjaðar eru upp nýlegar tískubólur koma upp í hugann tein- óttu jakkafötin sem tröllriðu íslenskum karlmönnum um tíma. Hvar hanga þau nú nema í skápnum? Hve- nær skyldu þau koma út úr skápnum? Áðan var minnst á támjóu skóna og stígvélin sem nú eru á hægu undanhaldi, því það er svo mikil synd að ganga ekki nógu lengi í 30 þúsund króna skóm áður en þeir eru gengnir til. Hefur einhver reikn- að út hvað 40 feta gámarnir eru margir sem þurfti til að flytja inn skákborðastrigaskóna reimalausu sem íslenskur æskulýður hefur böðlast á í vetraró- færðinni. Hver ákvað að þeir væru tíska? Er þetta kannski samsæri innflytjenda noskra brjóstdropa? Ég er búinn að sjá svona skó í útlöndum í áratugi, varla nokkur maður hefur gengið í þeim og þá bara um bláhásumarið. Og munum hitt að konan á al- hæstu hælunum vinnur. Hverjum er öll þessi tíska að kenna? Ég krefst tafarlausra svara og jafnvel hressandi ritdeilu! Valgeir guðjónsson tónlistarmaður skrifar Ef rifjaðar eru upp nýlegar tísku- bólur koma upp í hugann teinóttu jakkafötin sem tröllriðu íslenskum karlmönnum um tíma. Hvar hanga þau nú nema í skápnum? Hvenær skyldu þau koma út úr skápnum? Hverjum er tískan að kenna? Fráskildir öldungar Baráttusamtökunum, undir for- ystu Arndísar Björnsdóttur formanns, virð- ist haldast illa á mökum. Fyrst tók hópur eldri borgara saman við félaga úr röð- um öryrkja. Það samstarf gekk ekki sem skyldi og því fór svo að öryrkjarnir hurfu á braut. Næst tóku þeir saman við Höfuðborg- arsamtökin sem lýstu áhuga á samstarfi. Ekki gekk það eftir og því virðist sem Baráttusamtökin verði tvífráskilin áður en kemur að kosningum. Málskotsrétturinn Sjálfstæðismenn ítrekuðu þá stefnu sína á landsfundinum um síðustu helgi að afnema bæri mál- skotsrétt for- setans. Sjálf- stæðismenn, sem hafa margir hverjir löngum haft horn í síðu forsetans, tala um nauðsyn þess að færa stjórnarskrána í nútímalegra horf. Hins vegar er spurning hversu vel aðrir flokkar taka undir þetta. Áhuginn virtist ekki mikill síðast og spurning hvort sjálfstæðismenn einangrist í þessum efnum. ráðning fyrir kosningar Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, virðist allur vera að hress- ast eftir aðra innlögn sína á sjúkrahús á skömmum tíma. Hann er far- inn að skrifa á heimasíðu sína á ný og leggur út af skrifum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Stefáns Jóns Hafsteins í Morgun- blaðið um að sameining jafnað- armanna hafi misheppnast. Björn segir að halda mætti að kosningar væru afstaðnar og kjósendur búnir að veita Samfylkingunni ráðningu. Sandkorn Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús Umbrot: dV. Prentvinnsla: prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSiNgaStjóri: auður Húnfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.