Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Blaðsíða 8
þriðjudagur 17. apríl 20078 Fréttir DV Nú þegar tuttugu og fimm dagar eru til alþingiskosninga er spennan mik- il. Niðurstöður skoðanakannana gefa ýmist vísbendingar um að ríkis- stjórnin sé fallin eða haldi velli. Birg- ir Hermannsson stjórnmálafræðing- ur og Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segja báðir að stóra kosningamálið í ár verði hvort kjósendur vilji ríkis- stjórnina áfram eða hvort þeir vilji breytingar. Valkostirnir hafi sjald- an verið jafn skýrir. Umhverfismálin verða ekki stærsta kosningamálið að þeirra mati og Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin munu hirða mest af lausa fylginu. Baldur og Birgir gera báðir lítið úr stöðu Íslandshreyfing- arinnar og telja að atkvæði sem falla í skaut Baráttusamtakanna muni falla niður dauð. Fjórði hver óákveðinn „Það er mikið fylgi laust eins og staðan er núna, tuttugu til þrjátíu prósent kjósenda eru óákveðin. Ég geri ráð fyrir því að stór hluti af þessu fylgi muni færast yfir á Samfylking- una og jafnvel eitthvað á Framsókn- arflokkinn,“ segir Birgir Hermanns- son stjórnmálafræðingur. „Aðalkosningamálið í ár verð- ur einfaldlega hvort kjósendur vilji áframhaldandi ríkisstjórn eða ekki, það er ljóst að stjórnarflokkarnir munu reyna að mynda ríkisstjórn og stjórnarandstaðan mun reyna að ná saman. Fólk mun jafnvel kjósa taktískt, ef það vill breytingar mun það kjósa þá flokka sem það telur að muni eiga mesta möguleika á að fella stjórnina.“ Skoðanakannanir birtast nú með mjög reglulegu millibili og sýna þær gjarnan miklar sveiflur á fylgi flokk- anna, Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur til að mynda tapað fylgi á síðustu vikum. „Kannanirn- ar sveiflast mikið á þessum tíma og það er rétt að taka ákveðnum könn- unum með fyrirvara. Capacent og Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands fylgja hefðbundnum aðferð- um og eru því nokkuð áreiðanlegar, fylgi Samfylkingarinnar virðist þó oft vera nokkuð meira í könnunum Fé- lagsvísindastofnunar. Við sjáum það þó að Samfylkingin er að rísa örlít- ið og Sjálfstæðisflokkurinn rokkar upp og niður, þótt staða þeirra sé al- mennt góð.“ Nýr tónn í Ingibjörgu Baldur Þórhallsson tekur í sama streng og Birgir. Hann segir Sam- fylkinguna vera í miklum vanda en bendir á að nýjasta könnun Fréttablaðsins sé sú fyrsta í lang- an tíma sem sýni fylgi þeirra auk- ast. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera í góðri stöðu en sagan sýni að flokkurinn fái yfirleitt minna fylgi í kosningum en í skoðanakönnun- um, því sé öfugt farið með Fram- sóknarflokkinn sem reki öfluga kosningabaráttu og bæti við sig miklu fylgi á síðustu vikum fyrir kosningar. „Almennt séð hafa kjósend- ur miklu skýrari valkosti en oft áður, stjórnarflokkarnir hafa neglt sig saman, þeir ætla að reyna að mynda ríkisstjórn.“ Hann seg- ir ríkisstjórnarflokkana ekki vera hrædda við að mynda ríkisstjórn með eins þingmanns meirihluta. „Hvort ríkisstjórnarflokkarnir fá 32 eða 33 þingmenn, það skiptir ekki máli. Það eru engir þingmenn í stjórnarliðinu það erfiðir í sam- starfi að þeir geti ekki haldið eins manns meirihluta. Kristinn H. Gunnarsson er til að mynda geng- inn úr Framsóknarflokknum.“ Hann telur að stóra kosninga- málið verði einfaldir valkostir, hvort kjósendur vilji áframhald- andi stjórnarsetu eða breytingar. „Samkvæmt skoðanakönnunum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórn­- málafræði við Háskóla Íslan­ds, og Birgir Hermannsson stjórn­málafræðin­gur segja lan­dslagið í stjórn­málum geta breyst mikið á koman­di vikum. Tilkoma Íslan­dshreyf- in­garin­n­ar hefur veikt stöðu stjórn­ar- an­dstöðun­n­ar en­ ríkisstjórn­in­ styrkir sig á sama tíma. Kjósen­dur hafa sjaldan­ haft jafn­ skýra valkosti og n­ú. SKÝRARI VALKOSTIR EN ÁÐUR Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands telur mikið geta breyst fram að kosningum. Birgir Hermannsson „Tuttugu til þrjátíu prósent kjósenda eru óákveðin. Ég geri ráð fyrir því að stór hluti af þessu fylgi muni færast yfir á Samfylkinguna og jafnvel á Framsóknarflokkinn.“ Samfylkingin vex Samfylkingin mun ná fylgi óákveðinna kjósenda að mati Baldurs og Birgis. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Flokkurinn er í góðri stöðu en gæti tapað fylgi á síðustu vikum fyrir kosningar. ValgeIr ÖrN ragNarSSoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.