Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 4

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 4
S tefán H. Hilmarsson, fyrrver-andi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365, hefur flutt lögheimili sitt til Lúxem- borgar. Hann fetar í fótspor margra viðskiptamanna sem flust hafa bú- ferlum til Lúxemborgar frá hruni. Í þeirra hópi eru Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og Steingrímur Kárason og athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson einatt kenndur við Fons. Munurinn á Stefáni og hinum er hins vegar sá að hann er í föstu starfi sem fjármála- stjóri fjölmiðlarisans 365. Stefán vildi ekki tjá sig um ástæður flutnings lög- heimilis síns til Lúxemborgar þegar Fréttatíminn leitaði svara. Stefán var úrskurðaður gjaldþrota í sumar vegna skuldamáls við Arion banka, máls sem hann tapaði síðan í síðustu viku í héraðsdómi. Þar var hann dæmdur til að greiða rúmlega hundrað milljóna króna skuld við bankann. Stefán flutti glæsivillu í sinni eigu á Laufásvegi yfir í félag móður sinnar skömmu eftir hrun og skoðar skiptastjóri þrotabús hans hvort sá gjörningur sé riftanlegur. Miðað við þær upplýsingar sem Fréttatíminn hefur undir höndum er þó óvíst hvort markaðsvirði hússins hafi verið meira en áhvílandi skuldir á þeim degi sem eignin var flutt yfir. Grímur Sigurðsson, skiptstjóri bús Stefáns, vildi ekkert segja um málið annað en það að verið væri að skoða allt sem við kæmi þrotabúinu. Mörg spjót standa á Stefáni þessa Hegningarhúsið í sölu þegar nýtt fangelsi rís Stefnt er að því að selja Hegningar- húsið í Reykjavík þegar nýtt fangelsi rís. Þetta kemur fram í svari dóms- og mannréttindamálaráðuneytis við spurningu Fréttatímans um væntan- lega sölu á húsinu sem tilkynnt var í fjárlögum 2010. Í svarinu segir að undirbúningur á útboði í nýtt fang- elsi sé í gangi og ef byggt verði nýtt fangelsi frá grunni geti liðið allt að tvö ár áður en Hegningarhúsið verður selt. -óhþ  ÍSland Búferlaflutningar Gjaldþrota fjármálastjóri með lögheimilið til Lúxemborgar Stefán H. Hilmarsson hefur flutt lögheimili sitt til Lúxemborgar. Hann var úrskurðaður gjaldþrota í sumar vegna skuldar við Arion banka. Stefán vildi ekki tjá sig um ástæður flutnings lögheim- ilis síns til Lúxemborg- ar þegar Fréttatíminn leitaði svara. dagana. Landsbankinn hefur stefnt honum vegna skuldamáls og ekki fæst uppgefið hvernig það mál er vax- ið. Stefán átti tæplega 20% hlut í BGE eignarhaldsfélagi, sem var stofnað í kringum kaup starfsmanna Baugs á hlutabréfum í félaginu. Félagið er komið í þrot og hefur skiptastjóri búsins tilkynnt að hann muni senda eigendum BGE reikning vegna lána félagsins til eigenda sem hlaupa á hundruðum milljóna. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Kveikt í Range Rover Stefán og barnsmóðir hans, sjón- varpskokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir, komust í fréttirnar snemma árs 2009 þegar kveikt var í Range Rover-bifreið þeirra fyrir utan heimili þeirra við Laufásveg. Bíllinn var gjöró- nýtur en málið er óleyst. Jólalegt á Laufásveginum. Stefán H. Hilmarsson stendur í ströngu þessa dagana. Ljósmynd/MBL veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Rigning um allt land fRaman af degi, en síðan að mestu ÞuRRt. fReKaR Hvasst og mjög Hlýtt miðað við áRstíma. HöfuðboRgaRsvæðið: SLAGveðuRS- RiGninG um moRGuninn, en SíðAn dáLítiL þokuSúLd. mJöG miLt í veðRi. vestan stoRmuR víða um land um nÓttina og fyRst um moRguninn, síðan lygniR og víðast ÞuRRt. Hiti ofan fRostmaRKs víðast HvaR. HöfuðboRgaRsvæðið: StRekkinGS- vinduR FRAmAn AF deGi, en Að meStu veRðuR þuRRt oG áFRAm FRoStLAuSt. HæguR vinduR og bjaRtviðRi um miKinn Hluta landsins fRystiR, en ÞÓ eKKi vestanlands. HöfuðboRgaRsvæðið: SkýJAð oG LítiLSHáttAR RiGninG eðA SúLd. vetrarhlýindi og sviptingar eftir kuldana að undanförnu bregður nú mögum við þessi hlýindi nú á miðri aðventu. í dag slagar hitinn víða upp undir 10°C og í kvöld og nótt verður víða v- stormur á landinu. Rólegra veður á laugardag og enn eitt háþrýstisvæðið sýnir sig og á sunnudag verður orðið kyrrt og víða bjart. þá frystir líka aftur um mikinn hluta landsins. Fram í vikuna er síðan að sjá miklar stillur og þurrviðri. 8 7 7 10 8 4 4 2 1 4 2 2 2 6 2 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Klæddu þig vel laugavegur dúnkápa www.66north.is útgjöld meðalheimilis 456 þúsund á mánuði neysluútgjöld á heimili árin 2007-2009 voru 456 þúsund krónur á mánuði og hækkuðu um 7,0% frá tímabilinu 2006- 2008, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu íslands. á sama tíma hefur meðal- stærð heimilis minnkað úr 2,39 ein- staklingum í 2,37 og hafa útgjöld á mann því hækkað um 7,9% og eru nú 192 þúsund krónur. vísitala neyslu- verðs hækkaði um 12,0% á sama tímabili og hafa heimilisútgjöldin því dregist saman um 4,8% að teknu til- liti til verðbreytinga eða um 4,0% á mann. í úrtaki rannsóknarinnar voru 3.484 heimili, 1.850 þeirra tóku þátt í rannsókninni og var svörun því rúm 53%. -jh Ráðstöfunartekjur rétt duga Ráðstöfunartekjur meðalheimilis í rannsókn á útgjöldum heimilanna árin 2007-2009 voru um 490 þúsund krónur á mánuði, um 206 þúsund krónur á mann, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hag- stofu íslands. Ráðstöfunartekjur flestra hópa voru hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin voru að meðaltali um 93% af ráðstöfunartekjum. töluverður sam- dráttur neysluútgjalda varð í kjölfar efna- hagshrunsins haustið 2008. meðalútgjöld árið 2008 voru 8% lægri en árið 2007 og drógust aftur saman um 13,4% milli 2008 og 2009. þannig voru útgjöldin 20% lægri árið 2009 en þau voru árið 2007. -jh útgjöld til félags- verndar lægst á íslandi útgjöld til félagsverndar á íslandi árið 2008 námu 325,6 milljörðum króna eða 21,8% af landsframleiðslu samanborið við 28,9% í danmörku, 28,8% í Svíþjóð, 24% í noregi og 25,6% í Færeyjum og Finnlandi. um 40% útgjaldanna á íslandi árið 2008 voru vegna heilbrigðismála, en það samsvarar 8,8% af landsframleiðslu. Frá þessu greinir Hagstofa íslands og byggir á ritinu Social tryghed í de nordiske lande 2008/09. í ritinu er að finna samanburð á velferðarþjónustu eða félagsvernd milli norðurlandanna. -jh Raungengi krónunnar hækkar Raungengi íslensku krónunnar heldur áfram að hækka. í nóvember hækkaði það um 0,4% á mælikvarða hlutfalls- legs verðlags. á sama tíma stóð vísitala neysluverðs nánast í stað og var verðbólga hér minni en í helstu nágrannalöndum. þetta kemur fram í tölum Seðlabankans. Frá áramótum hefur raungengið hækkað um rúm 15%. Greiningardeild íslands- banka telur að raungengið muni hækka enda eigi það enn nokkuð í land með að ná langtímameðaltali. -jh 4 fréttir Helgin 10.-12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.