Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 6
Kósý- kvöld Fyrir vísnavini Fyrir pennavini Fyrir prinsessuvini Gott verð! Verð gilda til og með 14.12.10 2.690,- 2.690,- 2.990,- G ömlu bankarnir þrír ætla að fara ólíkir leiðir þegar kemur að því að gera upp bú þeirra. Landsbankinn og Glitnir munu greiða kröfuhöfum sínum út hlutagreiðslur eftir að allri réttaróvissu um eðli krafna hefur verið eytt, líklega seinni hluta næsta árs. Allt bendir til þess að Kaupþing verði sá fyrsti af gömlu bönkunum sem kröfuhafar taka yfir. Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar bankans, segir í sam- tali við Fréttatímann að eftir að lokið var við að taka afstöðu til allra þeirra 28 þúsund krafna sem bárust í búið sé ekkert því til fyrir- stöðu að taka næsta skref sem sé annað hvort gjaldþrot eða nauða- samningar. „Boltinn er nú hjá kröfuhöfum. Eftir að tekin var afstaða til allra krafna í búið er það þeirra að ákveða næsta skref. Hvort heldur sem það er að fara í gjaldþrot eða ganga til nauðasamninga. Ég á nú síður von á að það fyrra verði uppi á teningnum,“ segir Ólafur. Eins og fram kom á kröfuhafa- fundi Kaupþings í síðustu viku eru forgangskröfur í búið komnar undir 500 milljarða og þar af eru samþykktar kröfur rétt um tíu prósent. Þar með er virði bankans orðið töluvert hærra en forgangs- kröfurnar en áætlað er að bankinn sé um 800 milljarða króna virði. Ólafur vildi ekki tjá sig um hvaða leið væri best að fara. „Það er ekki okkar að segja til um það. Slitastjórnin á þó ekki að vera nein eilífðarvél og vonandi komast þessi mál á hreint sem fyrst,“ segir Ólafur. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, segir í samtali við Fréttatímann að stefnt sé að því að hefja hlutagreiðslur til kröfuhafa seint á næsta ári. „Það er mjög flókið fyrir stóran hóp kröfuhafa að eignast banka og því teljum við að sú leið að greiða kröfuhöfum hlutagreiðslu með reglulegu millibili sé besta leiðin,“ segir Steinunn. Fram hefur komið að slitastjórnin hyggist selja 95% hlut sinn í Íslandsbanka fyrir árs- lok 2015. Miðað við áætlanir slit- astjórnarinnar er gert ráð fyrir því að lokagreiðslur til kröfuhafa fari fram árið 2019. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi slitastjórnar Landsbank- ans, segir að gert sé ráð fyrir að það taki fjögur til fimm ár að klára allar þær greiðslur til kröfuhafa sem hægt er að greiða. Ein af eign- um gamla bankans er 20% hlutur í Landsbankanum og hefur þegar verið gengið frá sölu á honum til ríkisins. Páll segir að stefnt sé að því að greiða út úr búinu um mitt ár 2011 þegar öll dómsmál varðandi kröfurnar hafa verið til lykta leidd. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Nú þurfa krakkarnir að komast í jólaklippinguna. Ég kynnti mér verð hjá fimmtán hársnyrtistofum fyrir þrjú systkin, 3 ára stelpu og 7 og 12 ára stráka. Stofurnar aldurs- skipta kúnnahópnum mjög misjafnt; sumar gera engan greinarmun á aldri barnanna á meðan aðrar skipta í marga aldursflokka. Eins og sést er verðið mjög mismunandi – það munar 67,6% á lægsta og hæsta verðinu – og því greinilega ekkert samráð í bransanum. Auðvitað borgar sig því að athuga verðið áður en maður kaupir þjónustuna. Athugið að gæði og þjónustustig var ekki at- hugað í þessari könnun, bara verð. Athugið einnig að þessi könnun er ekki tæmandi, það er auðvitað fjöldi annarra stofa til en þessar fimmtán. Hér koma niðurstöðurnar, ódýrasta stofan fyrst og svo koll af kolli. Í hár saman Grettisgötu 9 6.800 kr. (1 x 1.800 kr. / 2 x 2.500 kr.) Salon Nes Austurströnd 1 7.000 kr. (2 x 1.900 kr. / 1 x 3.200 kr.) Díva Hverfisgötu 125 7.800 kr. (2 x 2.500 kr. / 1 x 2.800 kr.) Solid hár Laugavegi 176 8.000 kr. (1 x 2.000 kr. / 2 x 3.000 kr.) Englahár Langarima 21 8.265 kr. (2 x 2.800 kr. / 1 x 3.100 kr. – 5% systkinaafsláttur) Hárný Nýbýlavegi 28 8.550 kr. (1 x 2.250 kr./ 2 x 3.150 kr.) Brúskur Höfðabakka 1 8.800 kr. (1 x 2.200 kr. / 1 x 2.900 kr. / 1 x 3.700 kr.) Manda Hofsvallagötu 16 9.100 kr. (1 x 2.700 kr. / 2 x 3.200 kr.) Hárgreiðslustofa Helenu, Stubbalubbar Barðastöðum 3 10.005 kr. (2 x 3.790 kr. / 1 x 4.190 kr. – 15% systkinaafsláttur) Möggurnar í Mjódd Álfabakka 12 10.450 kr. (1 x 3.150 kr. / 2 x 3.650 kr.) Hárgreiðslustofan Gríma Álfheimar 4 10.500 kr. (1 x 2.500 kr. / 2 x 4.000 kr.) Rakarastofa Ágústar og Garðars Suðurlandsbraut 10 10.630 kr. (2 x 3.270 kr. / 1 x 4.090 kr.) Korner Bæjarlind 14-16, Kóp. 10.700 kr. (1 x 3.100 kr. / 2 x 3.800 kr.) Rakarastofan Klapparstíg Klapparstíg 29 10.920 kr. (2 x 3.360 kr. / 1 x 4.200 kr.) Ónix Þverholti 5 11.400 kr. (3 x 3.800 kr.) Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda ÁbendinGar oG kvartanir: drgunni@centrum.is Hvað kostar jólaklipping barnanna? Boltinn er nú hjá kröfu höfum. Eftir að tekin var afstaða til allra krafna í búið er það þeirra að ákveða næsta skref.  FjÁrmÁlaFyrirtæki naUðasamninGar Kaupþing klárt í nauðasamninga Slitastjórn bankans hefur tekið afstöðu til allra þeirra 28 þúsund krafna sem bárust í búið og bíður eftir að kröfuhafar ákveði næsta skref í framtíð bankans. Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Ljósmynd/Hari Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is 6 fréttir Helgin 10.-12. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.