Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 10
Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is GEFÐU GóÐar stUndir Gjafakort Þjóðleikhússins á hátíðartilboði GjaFakort Gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. Fjöldi glæsilegra sýninga í boði! Hátíðartilboð 3.500 kr. BalliÐ á BEssastöÐUm Nýtt og sprellfjörugt barnaleikrit eftir Gerði Kristnýju. Frábær jólagjöf fyrir alla krakka! Hátíðartilboð 2.800 kr. Gleðileg jól Kjarakröfur kynntar Starfsgreinasambandið hefur kynnt Sam- tökum atvinnulífsins kröfur sínar en flestir kjarasamningar eru lausir. Meginmarkmið sambandsins er að endurheimta kaup- mátt sem glatast hefur frá hruni, minnka atvinnuleysi og tryggja hinum lægst launuðu kjarabætur. Lágmarkstekjur fyrir dagvinnu verði 200.000 krónur. Stefna Samtaka atvinnulífsins miðar að því að ná samstöðu um atvinnusköpun og bætt lífskjör, að allir aðilar vinnumarkaðarins fari í sameiginlegan leiðangur og semji á svipuðum nótum til þriggja ára. Aðilar vinnumarkaðarins hittust á Hótel Nordica í gær, fimmtudag, þar sem meðal annars var rætt hvernig leggja bæri grunn að endurreisn atvinnulífsins. -jh Jólamarkaður á Elliðavatni Börn og fullorðnir finna margt við sitt hæfi á jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni í Heiðmörk. Jólamarkaðurinn verður opinn um helgina og helgarnar fram að jólum milli kl. 11 og 17. Þar selur Skógræktarfélagið jólatré og ýmsan varning sem á uppruna sinn í skógum Heiðmerkur. Yfir sjötíu handverksmenn og hönnuðir bjóða vörur sínar í gamla salnum og jólahúsum sem komið hefur verið fyrir á hlaðinu við bæinn á Elliðavatni. Menningardagskrá er í gangi þar sem rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum fyrir börn og full- orðna. Í gamla salnum má síðan orna sér á kakói og vöfflum. -jh Hagstætt verð eykur sölu sjónvarpstækja Verð á sjónvarpstækjum er almennt lægra nú en fyrir þremur árum, að sögn Gísla Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Nýherja. Ástæður eru einkum hagstæðari innkaup og mikil samkeppni sem skilar sér í lægra verði. Þá hafa tækniframfarir skilað sér í auknum áhuga neytenda, að sögn Kristins Theodórssonar hjá Sony Center og Sense Center í Kringlunni. Krist- inn segir að verðlækkun hafi skilað sér í talsverðri söluaukningu síðustu misseri. Meðal nýjunga sem boðist hafa að undan- förnu eru þrívíddar-sjónvarp. - jh V ið höldum öllum kostnaði í lág-marki. Það er ástæðan fyrir því að við erum að opna þessa verk- smiðju,“ segir Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gosdrykkjaverk- smiðjunnar Kletts, í samtali við Frétta- tímann. „Við enduðum með allt aðrar kostnað- artölur heldur en þegar við byrjuðum. Við keyptum verksmiðjuna í bútum frá Bandaríkjunum og púsluðum henni saman á staðnum. Það hefði aldrei verið hægt að kaupa verksmiðju í Evrópu – hún hefði orðið alltof dýr,“ segir Krist- ján og bætir við að reynt verði að halda rekstrarkostnaði í lágmarki. „Við mun- um ekki auglýsa mikið heldur frekar reyna að vekja á okkur athygli á annan hátt. Það eru engin ofurlaun í boði hér. Við munum ekki þurfa neina risamark- aðshlutdeild til að lifa af,“ segir Krist- ján en alls munu á bilinu 25 til 30 manns vinna hjá fyrirtækinu. Kristján er einn 25 hluthafa í fyrirtækinu. Aðspurður segir hann að enginn eigi yfir 20% hlut. Hann telur að vörur fyrirtækisins eigi fullt erindi á innlendan markað. „Það er gerð ríkari krafa um hollari drykki hér á landi. Við værum auðvitað ekki að þessu nema af því að við teljum okkur hafa eitthvað fram að færa,“ segir Krist- ján. Og viðtökurnar hafa verið frábærar að sögn Kristjáns. „Þetta gengur betur en við þorðum að vona.“ Aðspurður hvort það sé ekki óðs manns æði að ætla í samkeppni við aðra og stærri framleiðendur kóladrykkja segir Kristján þá ekki vera samkeppnis- aðila. „Við ætlum ekki í samkeppni við kók eða pepsí en vonandi getum við búið til vöru sem er valkostur við hina drykk- ina. Okkar kóladrykkur er sykurminni en kók og pepsí en þó ekki sykurlaus. Samt helst bragðið að sögn þeirra sem hafa smakkað og líkja því við hið gamla góða Spur. Það var flottur drykkur í flott- um flöskum,“ segir Kristján. Til að byrja með býður Klettur upp á þrjár tegundir vatns og einn kóladrykk. „Við erum með fullt af drykkjum á teikni- borðinu. Það eru þrír gosdrykkir og tveir vatnsdrykkir klárir til framleiðslu. Við erum komnir til að vera,“ segir Krist- ján kotroskinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Iðnaður ný gosVerksmIðja rís í reykjaVík Bjuggu til verksmiðju úr bandarískum bútum Gosdrykkjaverksmiðjan Klettur var opnuð formlega á þriðjudaginn þegar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra vígði verksmiðjuna. Framkvæmdastjórinn segir að öllum kostnaði hafi verið haldið í lágmarki. Við ætlum ekki í sam- keppni við kók eða pepsí en vonandi getum við búið til vöru sem er val- kostur við hina drykk- ina. „Sit hér og sýp á glænýjum íslenskum cola drykk. Kletta Gos Cola heitir hann og er framleiddur af Gos- verksmiðjunni Kletti. Þar er mikill metnaður á ferð og allskonar framtíðarplön um gos í gangi sem er auðvitað frábært. Ég býð spenntur eftir fleiri tegundum. Ég er nú enginn kólaisti, en Kletta cola er ok, dáldið eins og Spur held ég bara.“ Dr. Gunni, neytendafröm- uður Fréttatímans, á blogg- síðu sinni this.is/drgunni Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gosdrykkjaverksmiðjunnar Kletts, hefur fulla trú á því að vörur fyrirtækisins eigi erindi inn á íslenskan markað. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 10.-12. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.