Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 10.12.2010, Qupperneq 12
25% afsláttur af öllum jólavörum Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sængur fatnaðu r Jólasvei nadúka r Jólasvun tur & p úðar Nýtt ko rtatíma bil föstudag & laugardag UMSÓKNARFRESTUR UM NÁM Á VORÖNN ER TIL 11. DESEMBER www.hr.is F élög í Pepsi-deild karla í fótbolta vinna nú að stofnun samtaka sem eiga að leysa Félag efstudeildarliða af hólmi. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst telja menn að ný samtök, sem sækja fyrirmynd til annarra Norðurlanda, geti orðið sterkari – ekki síst í baráttunni við KSÍ um meira fjármagn. Baldur Stefánsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar KR, segir að félögin séu að skoða þessi mál enda séu menn innan þeirra sammála um að tekjuskiptingin á milli félaganna og KSÍ undanfarin tíu ár hafi ekki verið rétt. „Við sjáum þetta ein- faldlega á því að KSÍ hefur vaxið gríðar- lega á þessum tíu árum en félögin berjast enn í bökkum. Er það eðlilegt?“ spyr Baldur. Hann segir að horft sé til landanna í kringum Ísland. Þar hafi verið stofnuð fyrirtæki í kringum efstu deildirnar sem gefi félögunum meiri tekjur. „Við fengum til okkar á fund framkvæmdastjóra þessa félags í Noregi og hann lýsti því hvernig þetta var unnið hjá þeim. Að hans mati hefur þetta komið bæði sambandinu þar og félögunum til góða,“ segir Baldur. Og það er ljóst á máli Baldurs að félögin vilja stærri sneið af köku KSÍ en nú er uppi á borðinu. „Það vita allir hversu erfitt það er að reka íþróttafélag. Opinberir styrkir til afreksíþrótta eru engir og þetta gagnast öllum. Það er okkar mat að KSÍ hagnist á því ef félögin styrkjast. Það getur varla verið stefna sambandsins að blása batteríið út á kostnað félaganna,“ segir Baldur og bætir við að ekki hafi borið á neinni mótstöðu frá KSÍ. „Við förum yfir þetta í sameiningu. Það sem Það er okkar mat að KSÍ hagnist á því ef félögin styrkjast.  knattspyrna ný Félagasamtök í bígerð Vilja stærri sneið af köku KSÍ Félög í efstu deild karla í fótbolta telja að KSÍ hafi blásið út undanfarin ár á kostnað félaganna. liggur fyrir er að finna leið sem kemur báðum vel,“ segir Baldur. Aðspurður um tímasetningu segir Baldur ómögulegt að segja til um það. „Menn eru ekki með neinn lokafrest. Þetta vinnst í rólegheitum,“ segir Baldur. Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, segir í samtali við Fréttatímann að það sé vilji félaganna á ársþingi sem ráði því hvernig sam- tökin séu uppbyggð. „Það sem skiptir máli er að við spilum sem best úr þeim tekjum sem hreyfingin fær og að mínu mati hefur það tekist vel í núverandi skipu- lagi,“ segir Geir. oskar@frettatiminn.is Breiðablik varð Íslandmeistari á nýafstöðnu tímabili í Pepsi-deildinni. Ljósmynd/Teitur. Ísland mun greiða Hollendingum 3% fasta vexti vegna Icesave-reikninga Landsbankans og Bretum 3.3%. Hol- lendingar fá vexti greidda afturvirkt frá 1. október 2009 til 30. júní 2016 en afborgarnir vegna Icesave hefjast í júlí 2016. Vextir af afborgunum eft- ir það munu ráðast af CIRR-vöxtum evru og punds á þeim tíma. Endur- greiðslutími ræðst af stöðu mála í júlí 2016 en greiðslufrestur verður aldrei lengri en til 1. janúar 2046. Stjórnvöld kynntu samkomulag vegna Icesave-greiðslunnar kl. 18 í gær en áður hafði efnahags- og skattanefnd, utanríkismálanefnd, fjárlaganefnd og formönnum allra stjórnmálaflokkanna verið gerð grein fyrir niðurstöðum Icesave-samning- annefndarinnar. Fram kom hjá Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, í gær að Íslendingar hefðu samþykkt að bæta Hollendingum og Bretum að fullu Icesave-reikningana. Upphæð- in nemur tæplega 200 milljörðum á núgildandi gengi. Alþingi á eftir að samþykkja samn- inginn. Í Icesave-samningnum sem samþykktur var á Alþingi í lok síðasta árs, en felldur var í þjóðaratkvæða- geiðslu, var ákvæði um 5,55% vexti. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Íslendingar hafa samþykkt að bæta Hollendingum og Bretum að fullu Icesave-reikningana.  Icesave aFborganIr heFjast árIð 2016 Vaxtagreiðslur til Breta og Hollendinga 3,0 og 3,3 prósent 12 fréttir Helgin 10.-12. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.