Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 18

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 18
A ðeins níu voru í fyrra skráðir í minnsta trúfélag landsins sem kallast Heimakirkja. Engin heimasíða eða símanúmer eru gefin upp á trúfélagið sem fékk tæpar 90 þúsund krónur frá ríkinu í sóknargjöld á síðasta ári. Eiríkur Sigurbjörnsson er forstöðumaður félagsins, en hann rekur sjónvarps- stöðina Omega. Ekki náðist í hann en samkvæmt heimildum Frétta- tímans eru óskyldir einstaklingar skráðir í félagið, sem tengjast trúar- legu sjónvarpsstöðinni. Fimmtán trúfélög á Íslandi eru með færri en hundrað safnaðar- meðlimi. Þar af eru þrjú með tuttugu eða færri á skrá. Hjalti Zóphónías- son, skrifstofustjóri borgara- og neyt- endaskrifstofu dóms- mála- og mannrétt- indaráðuneytisins, segir að með nýjum lögum um skráð trú- félög frá árinu 1999 hafi þriggja manna matsnefnd sem fari yfir umsóknir nýrra trúfélaga tekið til starfa. Þrjár til fjórar umsóknir ber- ist árlega og eitt til tvö fáist skráð. Ekki séu tiltekin viðmið um fjölda safnaðarmeðlima en dæmi séu þó um að umsóknum sé hafnað þar sem félagar séu of fáir. Hann segir að trúfélögin skili árlega skýrslu til ráðuneytisins sem farið sé yfir. „Það er virkt eftirlit með trúfélög- um og sem betur fer þurfum við sjaldan að grípa inn í,“ segir hann. Ekkert trúfélag hefur, að hans sögn, misst vottun sína, en eitt félag hefur verið lagt niður. Krossinn er tólfta stærsta trú- félag á Íslandi samkvæmt töflu Fjár- sýslu ríkisins sem greiðir skráðum trúfélögum safnaðargjöld mánaðar- lega, 834 krónur á hvern í fyrra en lækkaði í 767 krónur í ár og fer niður í 698 á því næsta, samþykki Alþingi það. Meðlimir trúfélaga utan þjóð- kirkjusafnaða voru 53.207 í fyrra og fjölgaði um 4.970 milli ára. Sóknar- gjöld til þeirra námu rétt rúmum 400 milljónum. Meðlimir þjóðkirkjunnar voru hins vegar tæplega 196 þúsund í fyrra og sóknargjöldin námu 1.955 milljörðum króna. - gag S igurbjörg Gunnarsdótt ir, dóttir Gunnars Þorsteins-sonar í Krossinum og fram- kvæmdastjóri trúfélagsins, er tek- in við keflinu sem forstöðumaður. Hún var kosin til þess á fundi með söfnuðinum á miðvikudagskvöld. Nýir stjórnarmenn koma einnig inn í stjórnina, þeir Magnús Sigurjón Guðmundsson, Einar Ólafsson og Eiríkur Þór Gardner. Yfirdjákninn Nils Guðjón Guðjónsson var endur- kjörinn og Sigurbjörg situr áfram í stjórninni. Eiginmaður Sigurbjargar, Aðalsteinn Scheving, óskaði eftir því að segja skilið við stjórnina vegna vensla og Björn Ingi Stefánsson, sem nefndur hefur verið sem einn stjórnarmanna í fjölmiðlum, segir að þar hafi hann aldrei setið, enda ekki í Krossinum heldur Veginum, þótt hann hafi kennt í Krossinum og tekið að sér verkefni framkvæmda- stjóra fyrr á árinu. Forsvarsmenn trúarhreyfingar- innar Krossins standa nú á krossgöt- um. Ásakanir sjö kvenna – allra utan einnar undir nafni – um allt að ald- arfjórðungs gamla kynferðisáreitni Gunnars Þorsteinssonar á hendur þeim, skekur söfnuðinn. Gunnar til- kynnti dóms- og mannréttindaráðu- neytinu að hann stigi til hliðar, sem og tengdasonur hans, Aðalsteinn Scheving. Í bréfi sem ráðuneytinu barst frá forsvarsmönnum Krossins kom fram að velja ætti nýja menn í stjórn og forstöðumann á fundinum með söfnuðinum. Bréf Krossins er þó ekki það eina sem dómsmálaráðuneytinu hefur borist því Ásta Knútsdóttir, annar tveggja talsmanna kvennanna, fer þess á leit við ráðuneytið að það „hlutist til um það í fyrsta lagi að Gunnar Þorsteinsson, forstöðumað- ur Krossins, verði sviptur réttindum sínum sem forstöðumaður trúfélags og í öðru lagi að fram fari rannsókn á starfsemi Krossins og samneyti for- stöðumannsins við safnaðarbörnin í ljósi þeirra frásagna sem fram hafa komið á undanförnum vikum um kynferðislega áreitni og líkamlegt og andlegt ofbeldi.“ Með bréfinu, sem stílað er á dómsmálaráðherra, fylgja frásagnir nafngreindu kvennanna sex og þeirrar sem enn hefur ekki stigið fram undir nafni. „Um for- dæmi vísast til dæmis til rannsóknar sem félags- og tryggingamálaráðu- neyti lét fara fram á fjárreiðum Byrg- isins annars vegar og hins vegar til starfrækslu vistheimilanefndar,“ segir í rökum hennar fyrir því að málið sé rannsakað. Stefna á að minnka tengslin Fjölskyldutengsl Gunnars og ann- arra stjórnarmanna Krossins hafa vakið athygli og segja viðmælendur Fréttatímans slíkt fátítt meðal trú- félaga. Einnig að framkvæmda- stjóri trúfélagsins sitji í stjórninni, því stjórnir hafi oftast eftirlitshlut- verk gagnvart forstöðumanni og framkvæmdastjóra. Þá hefur einnig vakið athygli að eiginkona Gunnars, Jónína Benediktsdóttir, er nú meðal ráðgjafa trúfélagsins. Á safnaðar- fundinum á miðvikudagskvöld var einnig ákveðið að stofna fagráð sem í sitji fagmenn s.s. læknir, geðlæknir og sálfræðingur, sem taki á umdeild- um málum sem kunna að koma upp innan safnaðarins. Þjóðkirkjan er til að mynda með sitt fagráð um með- ferð kynferðisbrotamála, sem starf- ar sjálfstætt án afskipta yfirstjórnar kirkjunnar eða starfsmanna safnaða, og var það stofnað í kjölfar biskups- málsins svokallaða sem fyrst kom upp árið 1996. Nils Guðjón Guðjónsson, yfir- djákni og stjórnarmaður í Krossin- um, segir hugmyndirnar um fagráð- ið nýkomnar fram og í vinnslu, enda stutt síðan ásakanirnar á hendur Gunnari komu fram. „Það tók þetta mál 26 ár að komast upp á yfirborð- ið. Við ljúkum því ekki á einni viku.“ Hann vísar því á Sigurbjörgu sem fari með málið. Hún hefur ekki viljað gefa neinar upplýsingar vegna við- tals Fréttatímans um síðustu helgi við þær Ólöfu Dóru Bartels Jónsdótt- ur, sem lýsti reynslu sinni af Gunn- ari og sakaði hann um kynferðislega valdníðslu þegar hún var rétt undir tvítugu, árið 1986, og Framhald á næstu opnu Trúfélag fjöldi fé Þjóðkirkjan 195.576 1.954.977.696 Kaþólska kirkjan 6.650 66.473.400 Fríkirkjan í Reykjavík 6.008 60.055.968 Fríkirkjan í Hafnarfirði 3.735 37.335.060 Óháði söfnuðurinn í Reykjavík 2.196 21.951.216 Ásatrúafélagið 1.168 11.675.328 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía 1.043. 0.425.828 Búddistafélag Íslands 646 6.457.416 Aðventistar 619 6.187.524 Vottar Jehóva 545 5.447.820 Fríkirkjan Vegurinn 537 5.367.852 Heimild: Fjársýsla ríksins Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is Sendu jólapakkana með Landflutningum og allt andvirði flutningsgjaldsins rennur óskipt til jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar. Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3 890 kr. GLEÐI GJAFIR E N N E M M / S IA • N M 44 0 55 Níu manna trúfélag um sjónvarpsstjóra Omega Alls 35 trúfélög utan þjóðkirkjusafnaða fá um 400 milljónir króna í safnaðargjöld úr ríkissjóði en safnaðarmeðlimir eru ríflega 53 þúsund.  SAgA KROSSINS Á krossgötum vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sigurbjörg dóttir Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum hefur tekið við sem forstöðumaður trúfélagsins af föður sínum. Hann hefur tilkynnt að hann stígi til hliðar „a.m.k. tímabundið meðan þetta gjörninga- veður gengur yfir“ eins og hann lýsir á heimasíðu Krossins. Þar vísar hann til ásakana sjö kvenna sem telja hann hafa beitt sig órétti og kynferðislegri valdníðslu fyrir allt að aldarfjórðungi. Gunnar Þorsteinsson hefur tilkynnt dómsmálaráðuneytinu að hann stígi til hliðar sem forstöðumaður Krossins. Gunnar er giftur Jónínu Benediktsdóttur sem er nú meðal ráðgjafa Krossins. 18 fréttaskýring Helgin 10.-12. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.