Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 37

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 37
ur fjöldi blaðamanna, menningar- tengd ferðaþjónusta getur haft gagn af þessu og þar fram eftir götunum. En það skiptir líka máli að við séum ekki að fara fram með einhverja glansmynd í anda þessarar lúðalegu útrásar, þegar við héldum að við kynnum öðrum þjóðum betur með fé að fara. Við eigum að sýna breidd íslenskra bókmennta, halda til haga hinum krítíska þætti hennar. Þegar Kínverjar voru heiðursgestir sættu þeir harðri gagnrýni einfaldlega af því að þeir eru einræðisríki, vildu miðstýra hverjir fengju að taka til máls, eins og við erum minnt á aftur í sambandi við friðarverðlaunahafa Nóbels. Við eigum að draga fram þætti eins og þingsályktunartillög- una um að Ísland skapi sér afger- andi lagalega sérstöðu á sviði tján- ingar- og upplýsingafrelsis (kennd við IMMI), sem Alþingi samþykkti í vor og vakið hefur mikla athygli erlendis. Það sætir tíðindum ef við viljum vera athvarf málfrelsis og ekki veitir af, eins og heimurinn er að þróast.“ Enginn mælikvarði gildur nema heimsmælikvarðinn Geta bókmenntirnar hjálpað okkar ráðvilltu þjóð? „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni, segir held ég Jón Prímus í Kristnihaldi Laxness. Stundum finnst mér að við séum eins og maður sem er að ranka við sér í stofunni eftir hrikalegt fyllirí, lítur í kringum sig og sér að hann hefur brotið postulínið og týnt borð- silfrinu, en bækurnar eru þó heilar í skápnum. Og í því er fólgið gildi bókmenntanna; við verðum að forð- ast að leggja bara á þær mælikvarða hins hagnýta. Það er nú einu sinni svo að bókmenntir og listir geyma drauma hvers samfélags, og sá sem ekki á sér drauma fær martröð í vöku.“ Og hvað gerist svo eftir haustið 2011? Er þá allt búið eða er móment- ið í Frankfurt upphafið að einhverju miklu meira? „Það skiptir öllu að fylgja þessu fast eftir, tryggja að myndarlega verði stutt við útflutning íslenskra bókmennta til langframa svo að þessi vinna sé ekki unnin fyrir gýg. En við eigum líka að efla þýðingar á íslensku, taka þátt í þeirri samræðu sem Goethe skilgreindi forðum sem heimsbókmenntir. Það er nú svo að í bókmenntum er enginn mælikvarði gildur þegar upp er staðið nema heimsmælikvarðinn.“ Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is „Í Þýskalandi einu má gera ráð fyrir þúsundum blaðagreina, útvarps- og sjónvarpsþátta.“ Helgin 10.-12. desember 2010 Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Fleiri girnileg jólatilboð. Líttu inn og gerðu góð kaup. Kaffivél TC 60201 Fyrir 10 stóra og 15 litla bolla. 1100 W. Jólaverð: 7.900 kr. stgr. Gigaset AS180 Langur taltími, mikil hljómgæði. Jólaverð: 5.900 kr. stgr. Samlokugrill ST710 Fyrir tvær samlokur. 700 W. Jólaverð: 6.700 kr. stgr. Beja borðlampar Þrír litir fáanlegir. Jólaverð: 3.900 kr. stgr. Ryksuga VSZ 3XTRM Mjög kraftmikil ryksuga með „compressor“ tækni. Jólaverð: 29.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 Uppþvottavél SN45M203SK Með fimm kerfum. Mjög hljóðlát og vinnusöm. Jólaverð: 139.900 kr. stgr. Þvottavél WM 12Q460DN Tekur mest 7 kg, 1200 sn./mín. Jólaverð: 129.900 kr. stgr. 1 2 3 6 7 5 4 fyrir Finnur þú ekki réttu jóla- eða afmælisgjöfina? Gjafakort Arion banka hentar við öll tækifæri. Hægt er að nota gjafakortið við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Einfaldara getur það ekki verið. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.