Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 46

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 46
Framtíðarreikningur – gjöf til framtíðar Þegar keypt er gjafabréf fyrir 4.000 kr. eða meira á Framtíðarreikning barns fylgir bókin Jóla- sveinarnir 13 með. Gjafabréf á Framtíðar- reikning er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja og aðra sem vilja gefa jólagjöf sem vex með barninu. Þú getur gengið frá gjafabréfi á Framtíðarreikning og nálgast jólabókina í næsta útibúi Arion banka. Kemur á markað hérlendis eftir ár Sölustjóri Ingvars Helgasonar finnur þegar fyrir miklum áhuga á bílnum. Verður eitthvað dýrari en hefðbundnir bílar en rekstrarkostnaður hverfandi. Stefnumótun ríkisins um mitt ár „Það er unnið að stefnumótun í þessum málaflokki,“ segir Haukur Alfreðsson hjá iðnaðarráðuneytinu aðspurður um rafstólpa til hleðslu rafbíla á vegum, hvort heldur er í borg eða á lengri leiðum. Þingsályktunartillaga var lögð fyrir ríkis- stjórnina á þriðjudaginn þar um. Haukur segir stefnt að því að klára stefnumótunina fyrir mitt næsta ár og leggja hana fyrir þá. Til- lögur stjórnvalda verða síðan unnar í samráði við hagsmunaaðila og atvinnulífið. "Það er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í orkumálum að fara í orkuskipti í samgöngum og útrýma notkun á jarðefnaeldsneyti," segir Haukur. Hann segir að hið opinbera muni leggja línurnar. Atvinnulífið verði síðan virkjað og það hafi helst forystu um framgang mála. Haukur segir slík orkuskipti og aukna notkun á endur nýjan­ legri orku ofarlega á baugi hjá öllum ná­ granna þjóðum okkar. ­jh Uppfyllir öll hefð­ bundin gildi bíla Nissan Leaf er fyrsti rafmagnbíllinn sem hannaður er frá grunni með það fyrir augum að uppfylla væntingar og þarfir hefbundinna notenda. Nissan Leaf mun leiða Nissan áfram í forystuhlutverki um 100% útblásturshreina bíla, segir á síðu Ingvars Helgasonar, umboðsaðila Nissan. Þar er enn fremur haft eftir yfirhönnuði Nissan Leaf á kynningarfundi um þennan nýja rafmagnsbíl verksmiðjanna: „Nissan Leaf verður fyrsti millistærðar rafmagnsbíllinn í heiminum sem ökumenn hafa gaman af að aka og upp- fyllir öll hefðbundin gildi um það sem bílar standa fyrir. Útlitið mun ekki aðeins auðkenna Nissan Leaf heldur einnig eigendurna sem verða þátttakendur í að leggja sitt af mörkum til umhverfismála.“ ­jh 46 bílar Helgin 10.­12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.