Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 47

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 47
V ið finnum fyrir miklum áhuga frá markaðnum, sér-staklega frá fyrirtækjum. Það er því eftirspurn eftir bílnum,“ segir Rúnar Bridde, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, umboðsaðila Nissan, en rafbíllinn Nissan Leaf var á dögunum valinn bíll ársins 2011 í Evrópu. Rúnar segir að stefnt sé að því að flytja bílinn hingað til lands en það verður ekki fyrr en í árslok 2011 eða ársbyrjun 2012. Aldrei í rúmlega aldar langri sögu bílsins hefur rafbíll náð jafn langt og aldrei áður hefur rafbíllinn verið nær því að verða raunverulegur valkostur almennra bifreiðaeigenda, segir á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar kemur fram að það voru 57 bílablaða- menn frá 23 Evrópulöndum sem kusu Nissan Leaf bíl ársins 2011. Talsmaður valnefndarinnar, Svíinn Håkan Matson, blaðamaður við Dagens Industri, segir að Nissan Leaf sé sá bíll sem hafi brotið ísinn fyrir rafbílana enda standi hann á margan hátt jafnfætis hefðbundnum fólksbílum hvað varði notagildi og akst- urseiginleika. Rúnar Bridde segir ótímabært að segja til um verð bílsins hér á landi. Hann verði eitthvað dýrari en sam- bærilegur bensín- eða dísilbíll vegna þess hve rafhlaðan sé dýr. Það vegi hins vegar á móti að rafbílar beri ekki vörugjöld. Þá verði rekstrarkostnaður bílsins hverfandi. Valið á bíl ársins í Evrópu að þessu sinni kom á óvart. Bílaáhugamenn sem fylgjast vel með bílaheiminum bjuggust yfirleitt ekki við þessu enda er Nissan Leaf ekki einu sinni fáanlegur ennþá, sem jafnan hefur verið eitt af skilyrð- unum fyrir því að bílar kæmu til greina. Tímaritið Auto Motor & Sport í Svíþjóð spurði lesendur sína hvaða bíll þeir teldu að ynni titilinn að þessu sinni. Einungis 6,3 prósent svarenda veðjuðu á rafbílinn. Flestir, eða tæp 40 prósent, veðjuðu hins vegar á hinn nýja Alfa Romeo Giulietta. Sá bíll varð í öðru sæti í valinu. Nissan Leaf verður til afgreiðslu í Danmörku í sumarlok 2011, að því er þarlendir fjölmiðlar greina frá. Verðið verður um 325 þúsund krónur danskar, eða sem svarar um 6,6 milljónum ís- lenskra króna. Athuga ber að bílar eru yfirleitt talsvert dýrari í Danmörku en hérlendis. Søren W. Rasmussen, sér- fræðingur danska bílablaðsins Motor, segir óvenjuskemmtilegt að aka Nissan Leaf. Bíllinn sé í senn aflmikill en nán- ast hljóðlaus. Rúnar Bridde segir íslensk heimili vel undir það búin að taka við rafbíl- um en enn liggi ekki fyrir áætlun um hleðslupósta víða um land. Það vanti því tengingar ef menn ætli sér í lang- ferðir á rafbílum, t.d. til Akureyrar. Hann segir Nissan Leaf-rafbílinn fyrst verða kynntan í löndum og borgum sem rutt hafi brautina hvað þetta varðar. Í London verða t.d. um 1.200 rafhleðslu- póstar víðs vegar, um helmingi fleiri en bensínstöðvar í borginni. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sjö bílar í úrslit Sjö bílar af 40 sem upphaf- lega komu til greina sem bíll ársins í Evrópu 2011 náðu í úrslit. Niðurstaða kosningar valnefndarinnar um hver yrði bíll ársins af þeim sjö sem í úrslit komust, var eftirfarandi: 1. Bíll ársins 2011: Nissan Leaf, 257 stig 2. Alfa Romeo Giulietta, 248 stig 3. Opel/Vauxhall Meriva, 244 stig 4. Ford C-Max/C-Max Grand, 224 stig 5. Citroën C3/DS3, 175 stig 6. Volvo S60/V60, 145 stig 7. Dacia Duster, 132 stig Flestir reiknuðu með því að Alfa Romeo Giulietta yrði fyrir valinu en rafbíllinn frá Nissan skaut öllum hefð- bundnu bílunum ref fyrir rass. -jh Aldrei í rúmlega aldar langri sögu bílsins hefur rafbíll náð jafn langt. Val á bíl ársins í Evrópu 2011 kom á óvart. Nissan Leaf er fyrsti rafbíllinn sem nær þeirri eftirsóknarverðu stöðu. Bíllinn kemur á markað í Evrópu þegar líða tekur á næsta ár en hérlendis verður hann í boði undir árslok eða í upphafi ársins 2012. Þegar er eftirspurn eftir bíln- um hérlendis. Alfa Romeo Giulietta hafnaði í öðru sæti í valinu um bíl ársins 2011. bílar 47 Helgin 10.-12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.