Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 64

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 64
64 jólabaksturinn Helgin 10.-12. desember 2010 Kaka, eftirréttur og jólaskraut – allt í senn A lgengasti jólaeftir- rétturinn í Frakk- landi er kakan buche de Noël (jóladrumb- ur). Þessi skemmti- lega kaka hefur breiðst út víða á seinni árum, enda er hún sérlega jólaleg og hægt að skreyta hana eins og hugurinn girnist. Hún er þó alltaf gerð þannig að hún minnir á bút af trjábol. Uppruna kökunnar er líka að leita í þeirri fornu hefð að brenna stóra trjádrumba í eld- stæði heimilisins yfir jólin og hefur sá siður verið rakinn aftur í heiðni. Oft leitaði fjölskyldan uppi stærsta trjádrumbinn sem unnt var að finna og kom honum fyrir í eld- stæðinu um vetrarsólstöður, það er að segja rétt fyrir jól, og brenndi hann svo um jólin til að fagna endurfæðingu sólarinnar og eldaði jólamatinn við hitann frá honum. Þetta var talið færa heimilinu gæfu. Þegar opin eldstæði viku fyrir brenniofnum og eldavélum var ekki lengur hægt að viðhalda þess- um gamla sið en Frakkar gripu þá til þess ráðs að baka til jólanna köku sem minnti á trjábol. Þessi siður varð til í París upp úr 1870 og varð þegar mjög vinsæll. Buche de Noël er fremur nafn á kökutegund en einni ákveðinni köku því til eru margar og býsna ólíkar uppskriftir. Upphaflega var reyndar um að ræða lagköku úr mörgum þunnum botnum sem lagðir voru saman með kremi; kakan var svo skorin til þannig að hún minnti á trjádrumb og kremi smurt á hana. Nú er alltaf notuð rúlluterta og annar endinn, eða báðir, skorinn af og festur utan á tertuna til að líkjast kvistum eins og á alvörutrjábol. Tertan getur verið ljós eða dökk og fyllingin einnig; kremið utan á er yfirleitt súkkulaðikrem þótt hvítir jóladrumbar sjáist einnig. Allt þetta má bragðbæta á ýmsan hátt. Algengast er að tertan sjálf sé hveitilaus svampterta en það er þó alls ekki algilt og botninn í uppskriftinni sem hér fylgir er það ekki. Í Frakklandi er oft notað kastaníukrem í fyllinguna en hér- lendis er erfitt að fá hráefni í það og því þarf að grípa til annarra ráða. Auðvitað er vel hægt að nota smjörkrem, bæði utan á kökuna og í fyllinguna, en það gæti þó verið fullsætt og því er ágætt að nota eitthvert annað krem í fyllingu, til dæmis rjómakrem eins og gert er í uppskriftinni sem hér fylgir. Ef það er gert er ágætt að blanda dálitlu búðingsdufti saman við rjómann svo að hann verði stífari og auðveldara sé að rúlla tertunni upp með fyllingunni án þess að hún þrýstist út úr henni. Jóladrumb má skreyta á ótal vegu, með ætu skrauti og óætu, til dæmis berjum, súkkulaði-lauf- blöðum eða skrautsykri. Víða er al- gengt að búa til litla marenssveppi og setja þá á kökuna til skreyting- ar. Það má gera með því að þeyta marens á hefðbundinn hátt, setja hann í sprautupoka með sléttum stút og sprauta litlar marenskúlur (sveppahatta) og stutta leggi á bök- unarpappír. Þetta er svo bakað og látið kólna og síðan eru hattarnir límdir á stönglana, til dæmis með ögn af bráðnu súkkulaði, svepp- irnir festir á trjábolinn og svolítið kakóduft e.t.v. sigtað yfir. Rúllu tertu- botn: 3 egg og 3 rauður að auki (við stofuhita) 175 g sykur 1 tsk. vanillusykur ¼ tsk. salt 75 g hveiti 4 msk. maísennamjöl 4 msk. kakóduft Hitaðu ofninn í 200°C og fóðraðu rúllutertu- form eða annað form, helst um 25x35 cm, með bökunarpappír. Þeyttu egg, eggjarauð- ur, sykur, vanillusykur og salt mjög vel saman. Blandaðu hveiti, maís- ennamjöli og kakódufti saman í annarri skál. Sigtaðu það svo yfir eggjablönduna og blandaðu gætilega saman með sleikju. Helltu deiginu í papp- írsklædda formið og smurðu því jafnt yfir. Settu rúllutertubotninn strax ofarlega í ofninn og bakaðu hann í um 10 mínútur, eða þar til hann hefur lyft sér vel og er svampkenndur. Breiddu hreint viskastykki eða nýja bökunarpappírsörk á vinnuborð og hvolfdu rúllutertubotninum á hann um leið og þú tekur hann úr ofninum. Losaðu bökunarpapp- írinn frá tertubotninum og rúllaðu honum svo upp með viskastykkinu eða nýja bökunarpapp- írnum. Láttu kökuna kólna alveg. Fylling: 250 ml rjómi 75 g flórsykur 4 msk. Royal-búðings- duft (súkkulaði eða vanilla) 1 msk. kakóduft og 1 tsk. vanillusykur eða 2 msk. Grand Marnier Þeyttu allt vel saman og kældu kremið svo. Smurðu því á tertuna og rúllaðu henni gætilega upp. Láttu samskeytin snúa niður. Krem: 125 g suðusúkkulaði 125 g smjör, lint 200 g flórsykur 3 eggjarauður 2 tsk. skyndikaffiduft, 2 tsk. vanillusykur eða 1 msk. líkjör Bræddu súkkulaðið í vatnsbaði og láttu það kólna svolítið. Hrærðu smjör, flórsykur, eggja- rauður og bragðefni vel saman og blandaðu svo súkkulaðinu saman við. Skerðu endana af rúllutertunni á ská og notaðu svolítið af kreminu til að festa þá á hana svo þeir verði eins og kvistir á trjábol. Smurðu svo kreminu jafnt á alla tertuna og dragðu gaffal nokkrum sinnum eftir endilangri tertunni og kvistunum til að búa til mynstur. Skreyttu hana eftir smekk og sigtaðu e.t.v. flórsykur yfir eins og snjókorn. Jóladrumbur (Buche de Noël) Bæjarlind 16 - Kópavogur - S: 553 7100 - linan.is Opið mán til fös 12 - 18 laug 11 - 16 sunn 13 - 16 Blanch púðar með fiðurfyllingu 50x50 kr. 6.750 Noble púðar með fiðurfyllingu 50x50 kr. 6.980 Manchebo - sófi 224x100 kr. 226.800 Verdi leðurstóll 75x80 kr. 136.900 Varmland kúruteppi 170x130 kr. 8.750 INNBYGGÐ KVÖRN! KRYDDAÐU UPP Á NÝJUNGUM KRYDDKVARNIR – ÞVÍ AÐ NÝMALAÐ ER BEST Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.