Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 80

Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 80
80 bíó Helgin 10.-12. desember 2010 BT SKEIFAN - BT GLERÁRTORG S: 550-4444 - www.bt.is 9.520 Full búð af spilum og leikföngum 4.999 Jólamyndirnar 2010 Á rið sem nú er heldur farið að styttast í annan endann hefur verið óvenjulíflegt hvað íslenskar bíómyndir varðar og því lýkur með frumsýn- ingu á Gauragangi sem óhætt er að segja að beðið sé með nokkurri eftirvæntingu. Gunnar B. Guðmundsson leikstýrir myndinni sem er byggð á bókinni Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson frá 1988. Bókin naut strax mikilla vinsælda og árið 1991 kom út sjálfstætt framhald hennar, Meiri gauragangur. Efni bókarinnar hefur margsannað sig en leikverk sem byggt er á henni hefur gert það gott á fjölunum, nú síðast í Borgarleik­ húsinu. Árið er 1979 og hin sextán ára andhetja, töffari og snillingur Ormur Óðinsson er á lokaári sínu í gagnfræðaskóla. Hann hefur takmarkaðan áhuga á náminu enda er margt sem glepur hugann eins og til dæmis djamm, vinirnir, gullgerð og auðvitað ástin. Gauragangi hefur verið lýst sem drepfyndinni en um leið alvarlegri þroskasögu skemmtilegrar and- hetju og vinsældir Orms hingað til benda eindregið til þess að það sé löngu tímabært að hann láti sjá sig í bíó. Leikstjórinn Gunnar á að baki stuttmyndina Kara­ mellumyndina, Astrópíu og hann leikstýrði áramóta­ skaupi Sjónvarpsins í fyrra og endurtekur leikinn í ár. Hann skrifar handritið að Gauragangi ásamt Ottó Geir Borg sem var annar handritshöfunda Astrópíu og í höfundateymi Gunnars í Skaupinu. Alexander Briem fer með aðalhlutverkið í mynd- inni en í öðrum hlutverkum eru Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir, Atli Óskar Fjalars- son, Sigurbjartur Atlason, Steinn Ármann Magn- ússon, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Bjarnadótt- ir, Snorri Engilbertsson, Þorsteinn Bachmann og Stefán Jónsson. Gauragangur verður frumsýndur á öðrum degi jóla.  gauragangur Gauragangur á jólum Ormur hefur um margt að hugsa og því er eðlilega endalaus gauragangur í kringum hann. Bíóhúsin halda þeirri hefð að bjóða upp á bitastæðar bíómyndir yfir hátíðarnar og venju samkvæmt er þess gætt að sem flestir geti fundið eitt­ hvað við sitt hæfi. Bíójólin þetta árið eru fjölskylduvæn og boðið er upp á eina íslenska gaman­ mynd, Gauragang, en sú saga hefur margsannað sig sem góð skemmtun. Gauragangur, TRON: Legacy og fjöl­ skyldugrínið Little Fockers verða allar frumsýndar á annan í jólum en blái geim­ ofvitinn Megamind tekur forskot á sæluna og mætir í bíó 17. desember.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.