Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 86

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 86
86 dægurmál Helgin 10.-12. desember 2010 Desembertilboð Digranesvegur 10 // 200 Kópavogur // sími 527 2777 // info@mysecret.is // www.mysecret.is tilboð á aada í 5 lítra umbúðum í desember eftir áramót koma nýjar 4 lítra umbúðir fyrir aada drykkinn. Þess vegna bjóðum við nú 5 lítra umbúðirnar á sérstöku tilboðsverði. tilboðið getur þú nálgast hjá okkur að Digranesvegi 10 í Kópavogi eða hjá sölufulltrúum okkar sem eru að finna á heimasíðu okkar www.mysecret.is Frí heimsending fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudögum og fimmtudögum.NÝTT tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Tilboð4.900 Þ að var mjög gaman að klæða hann upp enda var hann ljúfur, góður og til í allt,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður hjá Kormáki og Skildi. „Hann er ljós yfirlitum og huggulegur þannig að við ákváðum að fara svolítið með hann í skútukallinn og sumarfíling,“ segir Guðmundur og bætir við að hann telji Gilz vel geta komist upp með þennan stíl dagsdaglega. „Ég held að það væri bara gott tvist hjá honum að halda sig við þetta þar sem hann er nú kominn í Rithöfunda- sambandið og svona.“ Sjálfsagt má með sanni segja að stílbreytingin sé tímabær þar sem Egill er nýorðinn fullgildur með- limur í Rithöfundasambandi Íslands með þrjár bæk- ur undir beltinu sem allar miða að því að siðbæta ís- lenska karlmenn en nýjasta bókin hans, Lífsleikni, er byrjuð að klifra upp metsölulistana. „Mér leið bara furðuvel í þessu,“ segir Egill, spurður hvernig honum lítist á breytinguna. „Það kom mér reyndar á óvart og ég hélt að mér myndi líða hræðilega. Ætli það spili ekki eitthvað inn í að ég er nýkominn í Rithöfundasambandið og þurfti að breyta um stíl. Maður verður auðvitað að fitta inn þarna og nú er ég kominn í rithöfundalúkkið. Ég ætla að taka alla þröngu bolina, níðþröngu gallabuxurnar og allt þetta hnakkadót sem ég á og brenna það. Fólk má í framtíðinni eiga von á því að ég verði klæddur svona eins og alvöru rithöfundur.“ Gilzenegger hefur í hyggju að gefa út endur- skoðaða útgáfu af sinni fyrstu bók, Biblíu fallega fólksins, á næsta ári enda sé margt þar sem þurfi að skoða í nýju ljósi. „Hárgreiðslan sem ég var með þarna og orðaforðinn ... ég var bara með allt lóðrétt niður um mig. Ég var bölvaður dóni þarna á árunum 2005 og 2006. Það er ótrúlegt hvernig drengur eins og ég get farið úr dóna yfir í mesta herramann sem við Íslendingar eigum. Nú er ég metsöluhöfundur í mannasiðakennslu, með sjónvarpsþætti um manna- siði og allt að gerast. Boðskapurinn í þessu er að allir þessir dónar og rasshausar sem eru þarna úti og halda að þeir eigi ekki séns, þeir eiga séns. “ toti@frettatiminn.is Breyttist úr dóna í herramann Egill Einarsson, sem er langbest þekktur sem Gilzenegger, segist á örfáum árum hafa breyst úr dóna í sannan herramann. Gilz veit auðvitað að fötin skapa manninn og herramenn þurfa að gæta þess vel í hverju þeir ganga. Fréttatíminn fékk fagur- kerana í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar til að finna Agli nýjan stíl sem fellur að breyttum manni. Egill mætti til Kormáks og Skjaldar í æfingagallanum sem þykir ekki boðlegt þegar virðulegur rithöf- undur er annars vegar. Nýr og betri maður. Sannkallaður herramaður sem getur borið höfuðið hátt innan um nýju félagana sína í Rit- höfundasambandi Íslands.  gilzenegger: Breytir um stíl Maður verður auðvitað að fitta inn þarna ... fyrir eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.