Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 92
92 dægurmál Helgin 10.-12. desember 2010
Plötuhorn Dr. Gunna
a long time
listening
Agent Fresco
Færni og rokkuðu innsæi
Agent Fresco hefur fleygt
fram síðan bandið sigraði
í Músíktilraunum 2008.
Þetta heyrist á lögunum
fimm sem voru á fyrstu
plötu bandsins en eru
hér í nýjum galvaniser-
uðum súperútgáfum.
Þessir framúrskarandi
kláru rokkstrákar spila
háloftarokk með flóknu
og djúphugsuðu spilverki,
en lögin mættu vera
melódískari svo að þau
skildu meira eftir sig en
andköf yfir leikninni. Þetta
er þó alveg frábært stöff
þegar það er best, en
bandið ætlar sér aðeins
um of á rúmlega klukku-
tíma langri plötu og hefði
mátt skera aðeins niður.
Jukk
Prinspóló
Svavar Pétur Eysteins-
son er líka í hljómsveit-
inni Skakkamanage og
þarf að hlusta á aðra
þar. Hann er einráður
sem Prinspóló og tímir
ekki að sigta út undir-
málslög. Það er dáldið
af þeim á þessari plötu,
innhverfu gítardútli
sem bliknar við hliðina
á góðu beinskeyttu
lögunum. Þau er
allnokkur og þá er
fjör. Sjoppulíf og mis-
heppnuð stefnumót eru
í forgrunni í spriklandi
skemmtilegum textum.
Þegar allt gengur upp,
eins og t.d. í lögunum
„Mjaðmir“ og „Niðrá
strönd“, er Prinsinn
konungur. Konungur
sjoppupoppsins!
thoughts, Words &
actions
Authentic The Exception
Magnús Þór Gylfason,
sem kallar sig Authentic
The Exception, rappar
á ensku. Hann hefur
verið mörg ár að vinna
að þessari fyrstu plötu
sinni með aðkeyptu
vinnuafli tónlistarmanna
og rappara, aðallega
erlendu. Platan er þó
æði tíðindalítil. Sándið
oft gamaldags og þunnt
eins og hálfgert demó
og rappflæði Magnúsar
mætti vera slungnara.
Textarnar stundum klisja
eins og þetta eilífa röfl
um að „rap’s not dead“.
Víða glittir þó í ferskari
lendur eins og í hinu
kraftmikla „Ceremonial
Master“ og hinu loð-
mjúka „Not Dead“.
„… merkileg bók …
falleg og óvenjuleg.“
KB / Kiljan
„... falleg saga,
innihaldsrík ...
á erindi til allra.“
IG / Morgunblaðið
Heillandi
verðlaunabók
PBB / Fréttatíminn
BarnaBækur, 28. nóvemBer
Félag íslenskra bókaútgeFenda
3.
sæti
prentu
n
komin2.
S næfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hönnuðu jólaköttinn og Þórarinn Eldjárn samdi ljóð sem
fylgir honum en í ljóðinu býður Þórarinn
upp á nýja sýn á jólaköttinn sem hefur ef
til vill verið misskilinn eftir allt saman.
„Eftir að styrktarfélagið bað okkur
Hildigunni að leggja verkefninu lið þetta
árið kom það í okkar hlut að velja aðila
úr fjölskyldu jólasveinanna til að kljást
við,“ segir Snæfríð. „Mannétandi óarga-
dýrið varð fyrir valinu hjá okkur vegna
skemmtilega undarlegrar tilvistar þess
og þeirra umdeilanlegu skilaboða sem
jólakettinum hefur verið ætlað að koma á
framfæri í gegnum tíðina. Það er merki-
legur boðskapur að hóta fátæklingum
þjóðfélagsins því að fái þeir ekki nýja flík
séu þeir ekki aðeins hornreka heldur eigi
þeir einnig á hættu að vera étnir af hús-
dýri Grýlu og Leppalúða.“
Snæfríð segir að sú myndræna fram-
setning sem jólakötturinn býður upp á
hafi einnig haft áhrif á val þeirra. „Við
vildum halda í eitthvað íslenskt og kunn-
uglegt en ljá honum samt einhvern nýjan
svip og okkur fannst áhugavert að hafa
jólaköttinn passlega úrillan og illilegan á
svip. Þórarinn gengur reyndar út frá því
að kisi hafi kannski verið misskilinn alla
tíð og innræti hans sé ekki jafn illt og af
er látið.“
Allir sem koma að þessu árvissa verk-
efni Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra,
jafnt listafólk sem söluaðilar, þiggja enga
þóknun fyrir framlag sitt. „Þetta var mjög
skemmtileg vinna í alla staði og málefnið
er gott og brýnt þannig að það var alveg
sjálfsagt mál að leggja þessu lið,“ segir
Snæfríð.
Klaufabárðarnir komnir
í þriðja og síðasta sinn
Hinir tékknesku Klaufabárðar hafa notið fádæma vinsælda allt frá því að
fyrstu sjónvarpsþættirnir um þá bræður komu út á áttunda áratug síðustu
aldar. Undanfarin tvö ár hafa diskar með þáttunum komið út á Íslandi og
selst vel og í ár er þriðji og síðasti diskurinn gefinn út. Sá diskur lokar
hringnum því þar með eru allir 35 þættirnir, sem gerðir voru um þessa
geðþekku, uppfinningasömu og einföldu bræður, útgefnir. Það sem þykir
best við þessa þætti er að þeir eru lausir við allt ofbeldi og hraða. Ekkert
tal og hið þekkta stef malar undir uppátækjum bræðranna.
Mannétandi
óargadýrið
varð fyrir
valinu hjá
okkur vegna
skemmtilega
undarlegrar
tilvistar þess.
Jólakötturinn Styrkir fötluð unGmenni
Kærleiksríkur jólaköttur
Ár hvert leitar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra til hönnuða og rithöfundar og fær þá til að hanna Kær-
leikskúluna og viðbót við óróa Styrktarfélagsins. Munirnir eru seldir í hálfan mánuð á aðventunni og allur
ágóðinn rennur til fatlaðra barna og ungmenna. Þegar óróinn er annars vegar er einhver einn úr fjöl-
skyldu Grýlu tekinn fyrir og að þessu sinni varð sjálfur jólakötturinn fyrir valinu.
Jólakötturinn er
fimmta fyrirbærið
í jólasveinaseríu
Styrktarfélagsins og
bætist við óróann þar
sem fyrir eru á fleti
Grýla, Kertasníkir,
Hurðaskellir og Ket-
krókur. Kærleikskúlan
er aftur á móti sú átt-
unda í röðinni. Katrín
Sigurðardóttir hannar
kúluna að þessu
sinni en hún hefur átt
mikilli velgengni að
fagna upp á síðkastið
og opnaði á dög-
unum einkasýningu í
Metropolitan-safninu í
New York.
Kærleikskúlan er
framleidd í takmörk-
uðu upplagi auk þess
sem kúlan og jóla-
kötturinn eru seld í
takmarkaðan tíma
og sölunni lýkur 18.
desember.
Jólakötturinn ásamt Snæfríð og Hildigunni, sem gáfu honum útlit, og Þórarni Eldjárn sem býður
upp á leiðréttingu á eðli kattarins í nýju ljóði.
Heimshornaflakk í borðspili
Fjör til enda er nýtt íslenskt borðspil sem, eins og nafnið bendir til, er
hugsað til þess að halda spilurum spenntum frá upphafi til leiksloka.
Arnaldur Gauti Johnson er höfundur spilsins en hann segir hugmynd-
ina að því vera viðbragð sitt við skorti á spili þar sem leikmenn þurfi
ekki að svara sérhæfðum spurningum, ráða í orð eða leika hlutverk. „Ég
held að það hafi ekkert fjörugt íslenskt spil sem er ekki spurninga- eða
orðaspil komið út síðan Hættuspilið kom út fyrir meira en tíu árum,“
segir Arnaldur.
Í spilinu flakka leikmenn um heiminn og lenda í
ýmsum hremmingum og ævintýrum. Þeir geta til
dæmis unnið ferð með einkaþotu til Suður- Amer-
íku, komist áfram á reiðhjóli, með lest, í leigubíl
eða setið fastir í heimsókn á Norðurpólnum.
Fólk þarf ekki að liggja lengi yfir spilaleiðbeiningum
og hægt er að læra á spilið á nokkrum mínútum.