Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 20

Fréttatíminn - 30.12.2010, Síða 20
 Orgelkvartettinn Apparat Pólýfónía (98 stig) Önnur plata Orgelkvartettsins Apparats, Pólýfónía, er önnur besta plata ársins og fylgir fast á hæla Jónsa. Platan er sjálf- stætt framhald fyrstu plötunnar sem kom út árið 2002 og sýnir kvartettinn í fantaformi. Bandið er í hressu skapi, melódískt og poppað, og nýtir sér alls konar svöl evrópsk poppmynstur eins og krautrokk, kraftwerkað töluvpopp og ítölsk hryllingsmyndahljóðskor til persónu- legrar poppgerðar. Þá þykir umslagið Sigga Eggerts algjört augnakonfekt.  Jónas Sigurðsson Allt er ekkert (76 stig) Jónas var í Sólstrandargæjunum í gamla daga en sneri aftur 2007 með plötuna Þar sem malbikið svífur mun ég dansa. Platan fékk góða dóma og var eins konar forsmekkur að þessari sem fékk vægast sagt frábæra dóma. Ákveðnir tramp- taktar, kraftmikill blástur og safarík smáatriði mynda mjög sterka heild sem liggur einhvers staðar á milli líf- rænnar soul-tónlistar og blúsrokks Mugisons. Jónas flytur nútímafirringartexta af sömu ákefð og suðurríkjapredikari, en er líka lífsglaðari inni á milli.  Retro Stefson Kimbabwe (71 stig) Önnur plata Retro Stefson er lífsglöð og spennandi, full af skemmtilegum popplögum þar sem nostrað er við smáatriðin. Platan er heilsteypt þótt áhrifin komi alls staðar að; diskó, afróbít, indiepopp og þungarokk standa hlið við hlið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þéttleiki og fantagóð tök bandsins á músíkinni eru ekki síst merki- leg í ljósi þess að meðlimirnir eru varla orðnir tvítugir.  Agent Fresco A long time listening (68 stig) Sigurband Músik- tilrauna 2008 stígur fram með fyrstu stóru plöt- una sína, rúmlega klukkutíma langa og mjög metn- aðarfulla. Bandið skipa framúrskar- andi klárir rokk- strákar sem spila háloftarokk með flóknu og djúphugsuðu spilverki.  Moses Hightower Búum til börn (53 stig) Þessi sveit sló óvænt í gegn á árinu með fyrstu plötunni sinni. Sótt er í ofursvalan brunn sálartónlistar sjö- unda og áttunda áratugarins og búið til afslappað popp með góðum íslenskum textum sem minna ofurlítið á Spilverkið.  Ólöf Arnalds Innundir skinni (48 stig) Ólöf fylgir hér eftir fyrstu plötunni sinni, Við og við, sem kom út 2007. Ólöf er í þróun sem listamaður en sami einlægi og íslenski tónninn er sleginn og á nýju plötunni. Ólöf fór víða með plötuna og spilaði úti um allan heim til að kynna hana.  Prófessorinn & Memfismafían Diskóeyjan (39 stig) Það geta ekki allir verið gordjöss söng Páll Óskar eins og „síld með mikilmennsku- brjálæði“. Þetta var aðalsmellur þessarar stór- skemmtilegu (barna)fönkóperu eftir Braga Baggalút og Óttarr Proppé. Óperan stefnir á leiksvið 2012 – það er alltaf eitthvað að hlakka til! - BlazRoca Kópacobana (33 stig) Aðal Rottwei- lerinn gerði það gott með fyrstu sólóplötunni sinni. Þetta er mikil hlussa, rúmlega sjötíu mínútna stórvirki í glæsilegu umslagi. Lögin koma víða við – bæði í djammstuði og í dýpri pælingum – og yfir öllu hvílir skemmtileg Kópavogsstemning. - Seabear We built a fire (33 stig) Önnur plata Sindra Más Sigfússonar og félaga hans í Seabear kom út í mars og fékk góða dóma, m.a. fjórar stjörnur hjá hinu víðlesna enska tímariti Q. Bandið hefur spilað linnulítið í Evrópu og Bandaríkjunum á árinu og er þegar farið að spá í næstu plötu sem á að koma út 2012. Poppaður Jónsi þykir bestur Í vali um bestu íslensku plötu ársins leitaði Dr. Gunni til yfir sjötíu tónlistarfræðinga og bað þá að tilnefna þær fimm bestu. Tvær þóttu afgerandi bestar. U m kosn- inguna: Sjötíu og þrír ein- staklingar sendu inn topp 5-lista. Efsta sæti gaf fimm stig og svo koll af kolli. Þeir sem greiddu atkvæði koma úr ýmsum áttum en eiga það sameigin- legt að hafa fylgst vel með íslenskri tónlist á árinu. Þarna á meðal voru blaðamenn eins og Birta Björnsdóttir hjá Mogganum og Trausti Júlíusson hjá Frétta- blaðinu, útvarpsfólk eins og Einar Bárðar- son hjá Kananum og Ás- geir Eyjólfsson hjá Rás 2, og fólk frá netmiðlum eins og Egill Harðar- son hjá Rjómanum og Engilbert Hafsteins- son hjá Tónlist.is. Auk fjölmiðlafólksins tóku fjölmargir popparar, rótarar, umboðsmenn, útgefendur, tónlistar- nördar og músíkáhuga- menn þátt í valinu. Í allt voru 69 plötur nefndar, svo það er ljóst að út- gáfuárið var fjölbreytt og víðfeðmt. Dr. Gunni 11. Prinspóló – Jukk (31 stig) 12. Bjartmar & Bergrisarnir – Skrýtin veröld (28 stig) 13. Valdimar – Undraland (26 stig) 14. Ég – Lúxus upplifun (23 stig) 15.-16. Orri Harðar – Albúm (22 stig) 15.-16. Ensími – Gæludýr (22 stig) 17. Momentum – Fixation, at rest (20 stig) 18. Sóley – Theater Island (18 stig) 19. Amiina – Puzzle (16 stig) 20. Miri – Okkar (15 stig)  Jónsi – Go (106 stig) Fyrsta sólóplata Jónsa í Sigur Rós er besta íslenska plata ársins samkvæmt viðamikilli könnun Fréttatímans. Jónsi setti í glaðlegan gír með hreint borð, feginn frelsinu frá Sigur Rós. Hann klæddi sig í litrík föt og gerði hoppandi stuðmikið popp, melódískt og líflegt, en þó með sterkum höfundar- einkennum. „Þetta eru frábær tíðindi, alveg æðisleg!“ segir Jónsi þegar honum eru færðar fréttirnar. „Þetta er samt frábær plata hjá Apparati. Ég tók kast þegar ég kom heim eftir að hafa verið svona lengi úti og hef verið að hlusta á mikið af íslenskum plötum. Mér finnst gaman hvað Apparat er óhrætt við að vera melódískt og skemmtilegt. Það er ekki spurning að þeirra plata er næstbesta platan á eftir minni!“ Jónsi hefur fylgt plötunni eftir um allan heim þetta árið og sló botn í það ævintýri í Laugardalshöll í gærkvöld. Platan hans hefur selst í um 300.000 eintökum og Jónsi og hljómsveit hafa spilað á 100 tónleikum á ferðalaginu sem hefur borið þau til flestra heimsálfa. Jónsi hefur líkt hliðarspori sínu við það þegar Phil Collins yfirgaf Genesis fyrir sólóferil. „Nú verður Phil Collins settur ofan í geymslu í einhvern tíma og maður snýr sér að gömlu gæjunum í Sigur Rós,“ segir hann og hlær. Jónsi og Sigur Rós ætla að fara á fullt að spá í nýja plötu strax eftir jólafrí. „Þetta nýja efni sem við höfum verið að skoða er hálfgert þunglyndi, en samt hressandi!“ segir Jónsi. „Það er mjög góður tími til að pæla í svoleiðis efni í janúar og febrúar.“ næstu 10 20 plötur ársins Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.