Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 30
Nýstirni og fastastjörnur Páll Óskar Palli er óumdeilt skærasta stjarna Ís- lands. Allt sem hann snertir virðist verða að gulli og hann þarf ekki annað en að syngja eitt lag, ekki einu sinni á eigin plötu, og það er orðið vinsælasta lag ársins eins og dæmið með Það geta ekki allir verið gordjöss sannaði á þessu ári. Egill Gilzenegger Undanfarin ár hafa verið þeim Þykka góð en árið 2010 hlýtur að teljast með þeim betri. Gillz hefur meira en nóg að gera sem einkaþjálfari, hann varð fullgildur meðlimur í Rithöfunda- sambandi Íslands og var fenginn til að hanna Símaskrána 2011. Umsókn Gillzeneggers um inngöngu í Rit- höfundasambandið og ummæli sem hann lét falla um renglulega rithöf- unda stuðuðu einhverja félagsmenn og listaspírur og femínistar og fleiri gengu af göflunum þegar Egill var fenginn til þess að vera með puttana í Símaskránni. Fólk hótaði að láta taka nöfn sín úr skránni og undirskriftum gegn Gillzenegger var safnað á netinu. Hann stóð þetta þó allt af sér og kom, sá og sigraði með sinni þriðju bók, Mannasiðum, sem seldist eins og vindurinn í lok ársins. Tobba Marinós Tobba var blaðakona á Séð og heyrt þegar hún byrjaði að busla í Djúpu lauginni á Skjá einum í ársbyrjun. Hún stökk upp úr lauginni sem fullskap- aður rithöfundur í sumar þegar hún gaf út bókina Makalaus sem er ein mest selda bók þessa árs. Hún lét þó ekki staðar numið og hristi aðra bók, Dömusiði, fram úr erminni fyrir jól og sú bók mokaðist einnig út. Ólöf Arnalds Tónlistarkonan sem slegið hefur í gegn með einlægum flutningi. Nýja platan hennar þykir vera meistaraverk. Vala Grand Vala hefur verið milli tannanna á fólki í dágóðan tíma, ekki síst þar sem hún var enn karlmaður þegar hún byrjaði að tjá sig mjög opinskátt um kyn- leiðréttingaraðgerðina sem hún lauk endanlega við á þessu ári. Eftir að Vala varð kona lét hún kærastann sigla sinn sjó og hefur verið áberandi í sam- kvæmislífinu, verið eftirlæti fjölmiðla og er komin með sinn eigin þátt á sjón- varpi mbl.is. Friðrika Hjördís Geirsdóttir Lét erfiðleika ekki hafa áhrif á sinn eigin framgang. Stýrði vinsælum mat- reiðsluþætti, smekkfyllti kökunám- skeið og mokaði út matreiðslubók fyrir jólin. Allt sem hún kom nálægt varð að gulli. Gísli Örn Garðarsson Sigurganga leikhópsins sem kennir sig við Vesturport hefur verið óslitin um árabil og hélt áfram í ár. Meðal afreka þessa árs eru hin vel heppnaða kvikmynd Brim og uppsetning á Ham- skiptunum sem hópurinn flutti til New York á seinni hluta ársins. Gísli Örn er ein aðalsprautan í Vesturporti og náði þeim stóráfanga að leika í The Prince of Persia, stórmynd framleiddri af sjálf- um Jerry Bruckheimer sem stillti Gísla Erni upp á móti ekki ómerkari mönnum en Jake Gyllenhaal og Ben Kingsley. Sverrir Þór Sverrisson Sveppi hefur sannað sig sem nátt- úrutalent þegar kemur að gríni og vegur hans fer enn vaxandi. Hann heillaði börn í leikritinu Algjör sveppur í Íslensku óperunni á árinu og fylgdi eftir velgengni bíómyndarinnar Algjör Sveppi – Leitin að Villa með þrívíddar- myndinni Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. DVD-diskar með þess- um bíómyndum seldust eins og heitar lummur og ekkert bendir til annars en að Sveppi eigi helling inni ennþá. María Sigrún Hilmarsdóttir Fréttakonan sem birtist sem fullskap- aður fréttalesari á sjónvarpsskjám allra landsmanna. Las fréttir eins og hún hefði ekki gert annað undanfarin ár og varð landsþekkt. Gunnar Nelson Væri mjög líklegur til að hampa titl- inum íþróttamaður ársins ef blandaða bardagalistin sem hann stundar væri viðurkennt sport á Íslandi. Gunnar er 23 ára og þykir sýna fádæma einbeit- ingu í bardagabúrinu enda er hann ósigraður enn. Hann er nú þegar talinn í hópi þeirra bestu í heimi í blönduðum bardagalistum. Steindi júnior Skaust upp á stjörnuhimininn með grínþættinum Steindinn okkar á Stöð 2. Leikur nú í annarri hverri auglýs- ingu. Beðið er með eftirvæntingu eft- ir annarri seríu af Steindanum sem verður sýnd á nýju ári. Ari Eldjárn Þessi frábæri uppistands- grínari og eftirherma er á örskömmum tíma orðinn einn vinsælasti skemmti- kraftur landsins og er uppbókaður langt fram í tímann. Hann er í höfundateyminu sem skrifaði áramóta- skaupið í ár og í fyrra og tókst meira að segja að vera fyndinn í hinum undarlega skemmtiþætti Hringekjunni – sem er afrek út af fyrir sig. Hlín Einarsdóttir Sló í gegn með pistlum sínum um samskipti kynjanna á Pressan. is og varð strax umdeild enda einkar lagið ýmist að heilla fólk eða fara í taugarnar á því. Vinsældir hennar á Pressunni voru slíkar að hún fékk sinn eigin vef, bleikt.is, til umráða. Hlín kom, sá og sigraði. Hún er sæt og sexí, veit af því og skammast sín ekki fyrir það þannig að aðdráttarafl hennar er umtalsvert. Kristinn Hrafnsson Kristinn er sjóaður fjölmiðlamaður sem hefur marga fjöruna sopið í þeim bransa í gegnum árin. Hann var á fljúgandi siglingu á Stöð 2 ásamt félögum sínum í fréttaskýringaþættin- um Kompási þegar þátturinn var sleg- inn af. Þá datt hann inn í afleysingar á fréttastofu RÚV og gerði góða hluti þar til hann fór svo heiftar- lega í taugarnar á Ingólfi Bjarna Sigfússyni vaktstjóra að hann rak hann. Þá var Kristinn hins vegar kom- inn í samkrull með öðrum gráhærðum gæja, Julian Assange Wikileaks-hetju, þannig að Ingólfur Bjarni bókstaflega rak Kristin út í heimsfrægð. Þegar Assange fór huldu höfði og endaði síðar í varðhaldi tók Kristinn við mál- frelsiskyndlinum og hefur látið ljós sitt skína í heimspressunni. Erpur Eyvindarson Erpur er búinn að vera lengi í sviðs- ljósinu í ýmissa kvikinda líki, meðal annars sem hann sjálfur, Johnny Na- tional og BlazRoca. Hann hefur þó oft látið meira fyrir sér fara en á síðustu árum en 2010 gerði hann hressilegt „comeback“ eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi. Hann fékk Ragga Bjarna og fleiri kempur til liðs við sig og sendi frá sér KópaCabana, fyrstu sólóplötu BlazRoca, og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt þegar hann tryllti lýðinn, allt frá leikskólabörnum upp í heldri borgara með laginu Allir eru að fá sér. Stjörnukort fræga fólksins Tíminn getur reynst þeim sem lifa og hrærast í sviðsljósinu skeinuhættur vegna þess að rétt eins og góð matvara á sinn síðasta söludag geta vinsældir runnið út, almenningsálitið snúist eða áhuginn á viðkomandi einfaldlega gufað upp. Nokkrar nýjar stjörnur skutust upp á viðsjárverðan stjörnuhimininn yfir Íslandi árið 2010. Örlögin og geðþótti þjóðarsálar- innar verða svo að ráða því hvort þær brenna hratt upp eða ná að líma sig á himnafestinguna. Þeir sem þar ná góðu taki skína eins og sólir innan um smástirnin en frægðin er fallvölt og í hvert sinn sem ný stjarna birtist er hætt við að önnur hrapi. Fréttatíminn rýndi í stjörnukort ársins 2010 þar sem sumir fara með himinskautum en aðrir hrapa. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum Gunnar í Krossinum hefur staðið sem klettur heittrúaðra upp úr þeim syndumspillta drullupolli með- almennskunnar sem margur dauðlegur Íslendingurinn svamlar í. Gunnar hefur af eldmóði messað fordæm- ingar yfir samkynhneigðum, mammonsdýrkendum og nautnaseggjum. Þegar Gunnar gekk í gegnum hjónaskilnað þurfti hann aðeins að slaka á eigin kröfum og Drottins og kyngdi því opinberlega að stundum er óhjákvæmilegt að slíta sundur það sem Guð hefur bundið saman. Þegar hann gekk síðan að eiga Jónínu Benediktsdóttur á þessu ári endurskoðaði hann ein- hverjar eldræður sínar og varð umtalsvert umburðarlyndari í garð homma enda Jónína góð vinkona þekkts samkynhneigðs söngvara. Fjandinn varð svo laus í Krossinum þegar konur, sem saka Gunnar um að hafa áreitt sig, streymdu fram á síðari hluta ársins. Þá þurfti trúarleiðtoginn að stíga af stalli og skríða í skjól og horfist nú í augu við óráðna framtíð á nýju ári. Bubbi Morthens Bubbi er einhver dáðasti og vinsælasti íslenski tónlistar- maðurinn á seinni hluta síðustu aldar en er vart svipur hjá sjón í dag. Þegar hann var sem flott- astur og grimm- astur fór honum ágætlega að syngja og rífa kjaft inn á milli. Í seinni tíð hefur hann tekið upp á því að tjá sig æ meira í mæltu og rituðu máli en söngvum og það verður að segjast eins og er að það virkar illa. Lýðhyllin hefur smám saman verið að kvarnast af söngvaranum og segja má að nánast hafi brostið á flótti þegar Bubbi tók að sér, upp á sitt eindæmi, að gerast sérstakur málsvari Baugsfeðga á Pressan.is. Eiður Smári Guðjohnsen Eiður Smári var fyrir nokkrum árum óskabarn þjóðarinnar og Eimskipafélagsins og var í hugum margra sigursælasti og besti knatt- spyrnumaður Íslands fyrr og síðar. Síðan fór Eimskip á haus- inn og Eiður varð þungur á sér og mátti sín ekki mikils innan um stjörnurnar hjá Barcelona. Hann var seldur til Mónakó þar sem varamannabekkurinn varð hans helsta athvarf. Nú er hann í láni hjá Stoke City og þykir of þungur til þess að komast í liðið. Stjörnuhrap Lj ós m yn di r: A ri M ag g, A rn ol d Bj ör ns so n, O dd va r og H ar i. 30 annáll Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.