Fréttatíminn - 30.12.2010, Side 40

Fréttatíminn - 30.12.2010, Side 40
 MatartíMinn Matarfréttir ársins f eitasta matarfrétt ársins 2010 var að Íslendingar eru nú feitastir Evrópu­þjóða að undanskildum enskumæl­ andi löndunum þar sem amerísk matar­ ómenning hefur haft verst áhrif. Helmingi fleiri Íslendingar glíma við offitu en frænd­ ur okkar í velferðarríkjum Norðurlanda. Ástæða þess hversu feitir Íslendingar eru liggur í hvað þeir borða. Hér hafa matarvenjur þróast í átt til fábreytni iðn­ framleiðslunnar þar sem sykur og salt er notað ótæpilega til að selja ódýran maís, sojamjöl eða önnur niðurgreidd hráefni; til dæmis mjólk. Sláturfélag Suðurlands drýgir nú meira að segja íslensku lifrar­ pylsuna með sojamjöli og 85 prósent af vörunúmerum Mjólkursamsölunnar eru með viðbættum sykri og sætuefnum. Í samfélögum þar sem matariðnaðurinn snýst um að bjóða upp á sífellt ódýrari mat, sem sífellt fljótlegra er að útbúa, fitnar fólkið mest. Þetta eru stórmarkaðalöndin þar sem framleiðendur tala við neytendur í gegnum skrautlegar umbúðir og vörunöfn á borð við Hreysti, Kraft, Orku og Skóla­ hittogþetta en fela slæmu tíðindin í smáu letri á bakhliðinni. Þetta eru líka gosþambslöndin. Gos­ þamb Íslendinga þrefaldaðist milli 1960 og 1980 og aftur milli 1980 og 2000. Gera má ráð fyrir að meðalmaðurinn sé kominn yfir hálfan lítra af gosi á dag eða álíka og fimm manna fjölskylda plús afi og amma á Viðreisnarárunum. Unglingspiltur dags­ ins drekkur síðan gos á við meðalstórt ætt­ armót um miðja síðustu öld. Endalausir hillumetrar sætinda Við stikuðum út hillurnar í Hagkaupi úti á Eiðistorgi í haust og komumst að því að gos, sælgæti og önnur sætindi tóku rétt tæplega 40 prósent af öllu hilluplássinu. Vöruúrval stórmarkaðanna endurspeglar neysluna betur en flestar kannanir. Það er því ljóst að sætindi eru grunnurinn að neyslu landsmanna og ekkert dularfullt við það að Íslendingar skuli fitna. Og það er ljóst af úrvali stórmarkaðanna að þjóðin á eftir að fitna enn meira á næstu árum. Þeim sem vilja vakningu er bent á að fara í Hagkaup í Skeifunni um klukkan tíu eða ellefu á laugardagskvöldi. Fimm­ tíu prósent afsláttur af nammibarnum rennur út á miðnætti og þeir sem eru að moka í pokana sína síðustu korterin fyrir hækkun eru þeir sem eru að koma í annað eða þriðja sinn yfir daginn. Þeir sem verða allsgáðir vitni að örtröðinni og atganginum, heyra skrjáfið í sellófaninu, kramsið í skóflunum og stunurnar í kúnn­ unum missa alla lyst á sætindum. Í bili að minnsta kosti. Genetísk sykur- og fituþrá Samkvæmt fylgjendum þróunarkenning­ arinnar liggur ástæða offitu í genunum. Í fyrndinni jók það lífslíkur fólks að skófla í sig sætindum og fitu þegar færi gafst. Með þessu hlóð fólk batteríin, gat hlaup­ ið hraðar og lengur og veitt fleiri dýr. Og eignast fleiri afkvæmi. Ásókn í sætindi og fitu er því hluti af sigurverki þróunarinnar. Þessi hvöt snýst ekki gegn okkur fyrr en fita og sætindi hætta að vera fágæti upp úr miðri síðustu öld og standa skyndilega öllum til boða. Alltaf. Og í miklu magni. Samkvæmt þróunarfræðinni mun það taka nokkrar kynslóðir og upp í nokkur þúsund ár fyrir mannkynið að leiðrétta þetta. Þangað til verðum við hvert um sig að endurprógrammera okkur. Ef við látum eftir eðlislægum löngunum munum við éta okkur í gröfina. Þegar kynslóðirnar misstu lyst á feitu kjöti sneru þær sér að fitugu snakki. Þessi fæðutegund þekur nú tvöfalt meira pláss í hillum stórmarkaða heldur en ávextir. Borgarleikhúsið er farið að bjóða upp á fitugt natsjós með niðursoðinni ostlíkis­ sósu svo að áhorfendur geti fitað sig undir leiksýningum. Og leikhússtjórinn mun ábyggilega bráðlega senda frá sér frétta­ tilkynningu um sölumet á natsjós. Smjörinu smeygt undir rána  ráðherra Bannar næstuM alla transfitu  fosfat Bannað í saltfiski Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 40 matur Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011 Í september var öllum starfs- mönnum Fiskverkunar Karls Sveinssonar á Borgarfirði eystra sagt upp störfum. Ástæðan var sú að fiskvinnslan stóðst ekki samkeppni lengur. Forsvars- menn hennar vildu ekki sprauta fiskinn með natríumkalíumfjöl- fosfötum til að binda í honum vatn og hvítta. Fiskverkun Karls fékk því lægra verð fyrir færri kíló á mörkuðum en samkeppn- isaðilarnir sem allir notuðu natríumkalíumfjölfosföt þótt þau væru bönnuð. Þetta var gert með óformlegri blessun og velvilja Matvælastofnunar. Í desember krafðist Eftirlits- stofnun EFTA þess að banni við notkun þessara efna yrði framfylgt á Íslandi og var það þá gert með illa dulinni ólund starfsmanna Matvælastofnunar og sjávarútvegsráðuneytisins. Það sem vakti athygli við þessar fréttir var hversu útbreidd notkun á þessum fosfötum varð á skömmum tíma. Fyrir utan Fiskverkun Karls Sveinssonar á Borgarfirði eystra mun aðeins Sigurbjörn í Grímsey hafa haldið sig við gamlar aðferðir. Íslendingar vilja líta á sig sem matvælaframleiðendur. Á góðum degi raupa þeir um einstök gæði íslenskra afurða. Fosfat-notkun í saltfiski, sykur í mjólkurframleiðslu og sojamjöl í kjötvörum dregur hins vegar fram að íslenskir framleið- endur nálgast vinnsluaðferðir með gerólíkum hætti en gert er í þeim löndum þar sem hæst verð fæst fyrir afurðir. Í þeim löndum er það metnaður fram- leiðenda að verja hefðbundnar aðferðir. Það eru aðeins þeir sem hafa í raun ekki upp á neitt að bjóða sem sífellt elta ný efni eða nýjar aðferðir. Þrátt fyrir frábært hráefni liggur íslensk matvælavinnsla því miður þeim megin hryggjar. Íslendingar hafa flutt út mat- væli í nokkur hundruð ár. Samt eiga þeir ekkert nafntogað vörumerki eða tegundarheiti. Hér er enginn norskur lax eða danskt smjör, enginn grískur feta eða enskur Stilton, ekki spænsk Ibérico-skinka eða ítölsk salami, ekki þýsk brat- wurst eða franskt brauð. Þegar Íslendingar hófu þil- skipaútgerð og saltfiskverkun ruddust þeir inn á markaði Suður-Evrópu með því að auka framboðið um þriðjung og lækka verðið um 40 prósent. Þeim tókst svo illa að halda uppi gæðum við síldarvinnslu að þeir hrökktust með síldina sína á Rússlandsmarkað þar sem greitt var lægst verðið. Uppbygging íslenskrar fisk- vinnslu í Bandaríkjunum var í Suðurríkjunum, utan helstu fisk- neyslusvæðanna, og beindist að ódýrum mötuneytum. Ef byggja á upp arðvænlega matvælaframleiðslu á Íslandi þarf að rífa hana út úr þessum hefðum. Eftirlitsstofnun EFTA virðist vilja hjálpa okkur til þess. Ég á heima á Gotter-Ís-landi Borgarleik- húsið er farið að bjóða upp á fitugt natsjós með niðursoðinni ostlíkis- sósu svo að áhorfendur geti fitað sig undir leik- sýningum. Og leikhús- stjórinn mun ábyggilega bráðlega senda frá sér frétta- tilkynningu um sölumet á natsjós. Það er einkenni okkar daga að fólk bregst við afleiðingum ofneyslu með enn meiri neyslu. Þeir sem fóru flatt á 90 prósent húsnæðislánum geta nú fengið 110 prósent lán til að bæta stöðuna. Og þeir sem borðuðu of mikið um jólin borga fyrir aukabrennslu hjá Bjössa í World Class. Engum dettur í hug að taka minna af lánum eða borða minna. Ljósmynd/Hari Neytendavernd frá Evrópu Það var athyglivert hversu skammur tími leið frá áskorun íslenskra hjartalækna um bann við allri transfitu í mat- vælum í haust þar til Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, boðaði lagasetningu um slíkt bann að danskri fyrirmynd. Danska fyrir- myndin dregur mörkin við tvö prósent, en það er magn transfitu í venjulegu smjöri. Okkur sem höfum þurft að hlusta á Jón Bjarnason kemur það ekki á óvart hversu auðveldlega hann gat samþykkt þessa niðurstöðu. Í stuttu máli leggja nýju lögin hindranir í veg fyrir útlendar vörur en vernda að mestu þær innlendu. Efnislega er ekki annað hægt en að vera sammála dönsku lögunum. Það er svo margt sem bendir til að óhófleg neysla transfitu sé svo hættuleg heilsunni að óverjandi er að leyfa sölu á henni. Á hinn bóginn er engin ástæða til að breyta ævafornum að- ferðum við vinnslu á smjöri eða annarri dýrafitu þótt þær skili lítilli transfitu í endanlega vöru. Það er eitt að þekktar vörur sem eru samþættar menningu okkar innihaldi lítið magn af transfitu eða öðrum efnum sem geta verið hættuleg í miklu magni eða óhófsneyslu. Það er síðan allt annað ef þessi efni eru komin í vörur sem þær tengdust ekki áður og í miklu magni. Það er erfitt fyrir okkur að varast þessi efni í slíku formi þegar við getum ekki stuðst við hefð- ina eða venjurnar. En umræða um þessi efni getur verið öfugsnúin. Saltpétur þótti skaðlegur í óhófsmagni og fór úr tísku. Menningarlega er nokkur eftirsjá að honum. Þetta er elsta kunna rotvarnarefnið og það má finna í hefðbundnu salami og parmaskinku á Ítalíu sem og saltkjöti á Íslandi og frankfurterum í Þýska- landi. Tengsl saltpéturs við unnar kjötvörur voru svo sterk að heilsupredikerar vöruðu við þeim per se. Kjötvinnslur brugðust við með því að hætta að nota saltpétur (pottasíum nítrat – E252) en nota þess í stað sódíum nítrít (E250). Þetta hefur hins vegar ekki hindrað að háklassískum aðferðum við nýtingu á ódýrari hlutum slátur- gripa (salami, paté, pylsur o.s.frv.) hefur af heilsupre- dikurum verið skipað á bekk með TV-dinnerum og wonder-brauðum, sem fæðutegundum sem eru illar í sjálfu sér. Á sama tíma sýður Osta- og smjörsalan svo til allan harðan ost (Brauðost, Gauda, Óðalsost o.s.frv.) upp úr saltpétri (E252) þótt slíkt sé fullkomlega óþarft og byggi ekki á sterkum hefðum. Á árinu kom í ljós að Ís- lendingar eru feitastir Evrópuþjóða utan ensku- mælandi landanna þar sem iðnvæðing matarins er komin lengst og stórmark- aðirnir eru flestir. Þegar rennt er yfir vöruúrvalið í íslenskum stórmörk- uðum er augljóst að þjóðin er enn að fitna og á eftir að fitna umtalsvert á næstu árum. Skjót viðbrögð Jóns Bjarnasonar við áskorun hjartalækna má örugglega frekar rekja til ástar á smjöri en andstyggðar á transfitu. Nýárskveðjur

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.