Fréttatíminn - 30.12.2010, Page 58

Fréttatíminn - 30.12.2010, Page 58
58 dægurmál Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011 MIDI.IS MIÐASALA 527 2102 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík Gjafabréf á viðburði í Tjarnarbíói 1000 kr. 2000 kr. 3000 kr. JANÚAR 2011 Mojito Súldarsker Sirkus Sóley Ferlegheit SÍÐUSTU SÝNINGAR TÓNLEIKAR FRUM- SÝNING 14. JAN. 16 20 Fæst á tjarnarbio.is, midi.is og í miðasölu Tjarnarbíós Tilvalið í jólapakkann 16 21 23 7 15 22 29 F ærum við í leikhús til þess að læra fengjum við öfluga kennslustund á Stóra sviði Þjóð­leikhússins. Harmleikur Shakespeares um Lé konung er eitt magnaðasta verk heimsbók­ menntanna – saga af falli, mergjuð valdastúdía og áminning um að maðurinn er alltaf eins. Ekki þarf að fjölyrða um erindi eða boðskap þessa verks á okkar tímum; hafi einhverju sinni verið þörf á að rifja upp söguna af Lé þá er það líklega núna. Leikstjórinn Benedict Andrews hefur sterka sýn og miðlar henni í forvitnilegri uppsetningu þar sem áherslan er á bæði harminn og húmorinn. Shake­ speare var jú annálaður húmoristi en það fara fáir að sjá leikritið um Lé konung til þess að skella upp úr. Ný þýðing Þórarins Eldjárns hjálpar hins vegar áhorfendum og lesendum dagsins í dag að skynja og skilja tvíræðni og gamansemi skáldsins. Orðfærið allt er afar skýrt og magnað, síst upp­ hafið eða tyrfið svo enginn skyldi óttast að ná ekki merkingunni. Andrews berstrípar verkið í ákveðnum skilningi og segja má að niðurstaðan sé dálítið „þýsk“ sýn­ ing, bæði nútímaleg og tryllt. Það fer lítið fyrir flúri og slaufum, leikmynd Barkar Jónssonar er næsta geggjuð, blöðrur og tveir kassar sem þó þjóna sínu til fulls, lýsing Halldórs Arnar Óskarssonar var últratöff eins og unglingarnir segja og búningar Helgu I. Stefánsdóttur flottir og þénanlegir. Tónlist Hildar Ingveldardóttur Guðnadóttur er síðan kapí­ tuli út af fyrir sig, algert ævintýri streymir úr þessu óvenjulega hljóðfæri hennar. Allt hverfist þó um aðalhetjuna, sjálfan Lé, og það verður að segjast að það er hreint magnað að sjá Arnar Jónsson landa þessum sturlaða risa leik­ bókmenntanna með slíkum brilljans. Arnar nálgast sinn Lé af auðmýkt og reynslu og hefur allan skal­ ann á sínu valdi – frá ólgandi reiði til barnslegrar einfeldni með langri viðdvöl í brjálæðinu. Hlutverk dætranna þriggja, Góneril (Margrét Vilhjálmsdótt­ ir), Regan (Vigdís Hrefna Pálsdóttir) og Kordelíu (Álfrún Helga Örnólfsdóttir) eru einnig bitastæð og gaman að sjá hversu frábæra listamenn við eigum í leikkvennastétt. Og Fífl Ólafíu Hrannar Jónsdóttur verður lengi í minnum haft, þótt ekki væri nema fyrir trommuleikinn! Af tignarmönnum öðrum vil ég helst minnast á flotta frammistöðu Eggerts Þorleifssonar í hlutverki jarlsins af Glostri og son hans Játgeir (Tommi klikk), leikinn af Atla Rafni Sigurð­ arssyni. Pálmi Gestsson virtist týndur í hlutverki góðmennisins Kents, sem virkaði full taugaveiklaður. Þeir félagar Ólafur Egill og Stefán Hallur mættu máske íhuga að taka stakkaskiptum – það er líkt og þeir séu fastir í sömu rullunum milli leikára. Það er fengur í þessari sýningu. Hún er í lengri kantinum fyrir órólega en að sönnu upplifun sem hægt er að ræða, tengja og minnast langt fram á nýja árið. Krist- rún Heiða Hauks- dóttir  Lér konungur e. William Shakespeare Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Benedict Andrews  Leikdómur Lér konungur Óður leiðir blindan ... í lengri kantinum fyrir órólega en að sönnu upplif- un sem hægt er að ræða ...  útLönd Bestu pLötur ársins Kanye West og Arcade Fire oftast á toppnum t ónlistarspekingar erlendra fjölmiðla hafa undanfarnar vikur keppst við að birta lista sína yfir bestu plötur ársins. Þegar meðaltalið er tekið eru tvær plötur mest áberandi: fimmta sóló­ plata Kanye West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, og þriðja plata hljóm­ sveitarinnar Arcade Fire, The Suburbs. Rapparinn Kanye West þykir ná glæsi­ legum hápunkti á plötunni My Beautiful Dark Twisted Fantasy og draga allt það besta frá fyrri plötum sínum inn í ómótstæðilega jöfnu. Sjaldan þykir hin þunna lína á milli greindar og bjánaskapar hafa verið fetuð af við­ líka jafnvægi – platan er fífldjörf en gengur upp. Textarnir eru djúprist­ andi, klámfengin nafla­ skoðun og ef lögin væru ekki svona góð væri þetta algjört rusl! Plata Kanye prýðir toppa fjölmargra árs­ lista, til að mynda hjá prentmiðlum eins og Rolling Stone, Time og Spin, og netmiðlum eins og Pitchfork, Ste- reogum og AV Club. Kanadíska rokkbandið Arcade Fire var þegar búið að sanna sig fyr­ ir rokkáhugamönnum með fyrstu plötunum sínum tveimur. Sveitin heldur velli og vel það með nýju plötunni, sem kom út í ágúst. Þetta er hörkuflikki, sextán laga plata, poppuð og aðgengileg, en um leið „djúp“ og metnaðarfull. Platan er á toppnum hjá Q tímaritinu enska og einhvers staðar inni á topp 5 víðast hvar annars staðar. Meðal annarra platna sem poppa upp ítrekað á árslistunum eru: This is happening með James Murphy og félögum í danspönkbandinu LCD Soundsystem; High Violet, fimmta plata bandaríska rokkbandsins The National; platan Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty með Big Boi, öðrum helmingi hiphop­ dúettsins OutKast; Teen Dream, dreymandi popp frá bandaríska dú­ ettnum Beach House og fjórða plata amerísku ambient­pönkaranna í Deerhunter, Halcyon Digest. Það er áberandi norður­amerískt yfir­ bragð á listunum í ár. Gróskan og framþróun rokks­ ins er greinilega bundin við Amer­ íku í augnablik­ inu. En gæði eru eitt og vinsældir annað. Engin platnanna sem taldar eru bestar sjást á listum yfir mest seldu plötur ársins. Á þeim listum er meira um fyrirbæri eins og Susan Boyle og Justin Bieber, en mest selda platan er Monster­útgáfan af The Fame með Lady Gaga. Dr. Gunni Fimmtudagur 30. desember Elektra Ensemble Kjarvalsstaðir kl. 20 Áramótatónleikar. Flytjendur eru: Ástríður Alda Sigurðardóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Helga Björg Arnardóttir, Helga Þóra Björg- vinsdóttir og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Aðgangur 1.500 kr. Varsjárbandalagið Café rósenberg kl. 22 Árið kvatt með virktum með Varsjárbandalag- inu. Aðgangur 2.000 kr. Laugardagur 1. janúar Dikta, Blaz Roca og Cliff Clavin nasa kl. 23.59 Seinustu tónleikar Diktu á Íslandi í einhvern tíma. Blaz Roca flytur alla sína helstu „hittara“ þetta kvöld. Cliff Clavin er ein af efnilegustu rokksveitum ársins 2010. Aðgangur 1.500 kr. Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.