Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 8
4 LÆKNABLAÐIÐ Segja má, að við Jón höfum unnið þetta verk í mjög náinni samvinnu og rætt saman um nærri hvert smáatriði, en þó nokkuð skipt með okkur verkum. Pó ég hafi haft aðalumsjón með verkinu, þá hefur hann hins vegar unnið meira að tölfræðinni. Við höfum reynt að finna rannsóknir svipaðar þeirri, sem hér er skýrt frá, til þess að fá samanburð, en þar er ekki um auðugan garð að gresja, þó mikið hafi verið skrifað um aukaverkanir einstakra lyfja. Engar greinar höfum við fundið, sem við getum fyllilega borið þessa grein okkar saman við, enda raunar varla við því að búast, en svipaðar tölur um tíðni aukaverkana lyfja og fást úr okkar efniviði virðast þó ekki með öllu óalgengar. Ýmis konar munur á aðstæðum, efniviði og túlkun hugtaksins aukaverkun lyfs gerir samanburð við niðurstöður annarra erfiðan og hugsanlega villandi. Rannsókn sem þessi getur vart orðið nákvæm vísindi. Beitt er sömu aðferðum og við venjulegar klínískar sjúkdómsgreiningar og er það að nokkru rætt í greininni sjálfri. Við höfum auðvitað ekki greint allar aukaverkanir þó þær falli undir skilgreiningar, sem í greininni eru settar fram og sumt höfum við eflaust oftalið. Pað verður líka að hafa það í huga, að sumar og kannski margar aukaverkanir koma ekki í ljós fyrr en vikum, mánuðum og jafnvel áratugum eftir að lyfin eru tekin inn svo sem allmörg dæmi sanna, og gerir það málið býsna flókið. Ég mun ekki hafa þessi orð mín lengri, en ber þá von í brjósti, að nokkurt gagn megi verða að þessari athugun. Hún hefur verið tímafrek og að mestu leyti unnin utan venjulegs vinnudags. Við tókum þá ákvörðun að gera upp efniviðinn eftir fyrstu sex skrásetningar- árin, en skrásetningu hefur þó verið haldið áfram. Úrvinnsla greinarinnar hefur tafist af ýmsum ástæðum, m.a. vegna veikinda minna. Ritað á stofu 415 á Borgarspítalanum 8.8.1983. Gudmundur Árnason ÚTDRÁTTUR Lýst er skráningu á lyfjaofnæmi og ýmsum öðrum fylgikvillum lyfjameðferðar hjá sjúk- lingum lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akra- ness á árunum 1974-1979. Gert var eyðublað fyrir þessa skráningu og útfyllt af læknum deildarinnar. Lyfjaofnæmi var ætíð skráð þegar það greindist. Bæði voru skráðar aukaverkanir sem komu fyrir á deildinni og í sjúkrasögu. Getið er um tilgang skráningar- innar. Efniviðurinn eru sjúklingar sem vistaðir voru á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akra- ness á tímabilinu (1974-1979) og voru þeir I. 410, 736 karlar og 674 konur. Innlagnir á tímabilinu voru 2.671. Skráð var ein eða fleiri aukaverkun hjá 215 einstaklingum eða 15,25 % innlagðra. Voru karlar 86 eða II, 56% af innlögðum körlum en konur 129 eða 19,37 %. Fjöldi þessara aukaverkana var 267,91 hjá körlum og 176 hjá konum. Aukaverkun var 38 sinnum ástæða innlagn- ar á deildina hjá 15 körlum og 23 konum og er það 1,42% af innlögnum á tímabilinu. Legudagar þessara 38 sjúklinga voru 479, 178 hjá körlum og 301 hjá konum. Eru það 0,69 % legudaga á deildinni á tímabilinu. Gerð er grein fyrir hinum ýmsu auka- verkunum og tíðni þeirra og skýrt frá þætti einstakra lyfja og lyfjaflokka. Einnig er drepið á nokkrar sjúkrasögur. Algengustu orsakir voru súlfalyf 16,5 %, penisillínlyf 16,1 %, þvagræsilyf 7,1 %, joð- sambönd 7,1 %, nítrofurantóín 4,1 % og bólguminnkandi lyf önnur er sterar 4,1 %. Sýklalyf ollu 47,2 % aukaverkananna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.