Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 18
12 LÆKNABLADID var hætt, en einkenni hurfu hins vegar al- veg hjá hinum sjúklingunum pegar lyfja- gjöf var hætt. A.12. Acidosis. Þetta einkenni var skráö hjá fjórum körlum, Það voru: — 59 ára karlmaður með sykursýki í 19 ár. Hann hafði lengst af notað insúlín en síðastliðna 3 mánuði þó einungis Dibein 100 mg á dag. Hann veiktist skyndilega með sljóleika og bakverkjum. Hann hafði þá undanfarið borðað óreglulega og drukk- ið töluvert áfengi. Við komu á sjúkrahús- ið mældist pH í blóði 6,80, standard bicarbonat var 5, pC02 13, serum kreatinin 3,3 mg %, serum amylasi 600 Somogyi einingar, GOT 132, GPT 38, LDH 523, natrium 138 meqv/1, kalíum 4,9 meqv/1, klóríð 88 meqv/1 og blóðsykur 35 mg %. Honum hrakaði ört og hann dó nokkrum stundum eftir komu á spítalann. Hér var trúlega um að ræða a cidosis lactica, sem alloft hefur verið lýst af phenformini og öðrum biguanidum. — 82 ára karlmaður. Hann tók azetasolamid töflur 125 mg tvisvar á dag og hafði tekið pað lengi. Bætt var við aspirini 2 g á dag. Næstu daga varð hann móður og slappur og reyndist hafa mikla acidosis, pH í blóði mældist 7,29 og salisylöt mældust 20,2 mg %. Aspiringjöfinni var hætt og acidosis hvarf við meðferð. Hann hafði áður aukningu á serum kreatinini —1,5 mg %. Síðar á sama ári fékk pessi sjúklingur acidosis með svipuðum einkennum af aspi- rini, er hann lá á öðru sjúkrahúsi. — 84 ára karlmaður, sá sami og getið er um hér að ofan. Hann tók inn azetasolamid vegna gláku. Lyfið var aukið í 500 mg tvisvar á dag (Caps. Diamox 500 mg) og veiktist hann þá skömmu síðar af acidosis, sem hvarf eftir að lyfjagjöf var hætt. — 87 ára karlmaður. Hann hafði tekið inn zetasolamid töflur 250 mg tvisvar á dag í allt að 6 ár. Serum kreatinin hækkaði úr 1,2 í 2,7 mg %. Hann fékk þá væga acidosis, sem hvarf er lyfjagjöf var hætt. A.13. Eyrnahijómur (tinnitus). Þetta einkenni var skráð hjá þremur konum og einum karl- manni. Það voru: — 61 árs kona, sem tók inn aspirin 1 g þrisvar á dag í viku. Hún fékk þá tinnitus. — 64 ára kona, sem tók inn aspirin 1 g fjórum sinnum á dag í 2 daga. Hún fékk þá tinnitus. — 70 ára karlmaður, sem hafði notað aspirin töflur í 8 ár í misstórum skömmtum, oftast 1-2 g á dag. Hann hafði fengið tinnitus af lyfinu. — 55 ára kona, sem tók inn eina Minocy- clintöflu. Hún fékk þá tinnitus, andþrengsli og liðverki. A.14. Blóðsykurshækkun var skráð hjá tveim- ur konum og einum karlmanni. Það voru: — 53 ára kona, sem notaði klorthiazidtöflur 500 mg á dag. Hún fékk blóðsykurshækk- un. Fastandi blóðsykur mældist hæstur 240 mg % og sykur var í þvagi. Henni var gefið sykursnautt fæði. Lyfjagjöf var hætt og blóðsykur varð eðlilegur — undir 80 mg %, fastandi. — 69 ára kona, sem hafði notað Centyl-K eina töflu á dag í langan tíma. Hún var lögð inn á spítalann vegna blóðsykurs- hækkunar, blóðsykur var fastandi 210 mg %. Hætt var við Centyl-K og blóðsyk- ur lækkaði verulega, en varð þó ekki eðlilegur. Henni var gefið sykursnautt fæði og ein tafla af Daonil (5 mg) á dag. Blóðsykur varð eðlilegur. Síðar fékk hún aftur Centyl-K töflur og hækkaði þá blóð- sykur mikið, en lækkaði aftur og varð eðlilegur, þegar Centylgjöfinni var hætt. — 72 ára karlmaður, sem hafði óeðlilegt sykurþolspróf. Blóðsykur var 330 mg % eftir 2 klst. Hann hafði tekið inn Lasix 60 mg á dag. Hætt var við það lyf og honum gefið sykursnautt fæði. Blóðsykur varð eðlilegur og hann þurfti ekki á sykursýkis- lyfjum að halda. A.15. Þvagsýruhækkun í biódi — pvagsýrugigt var skráð hjá þremur konum. Það voru: — 61 árs kona, sem hafði tekið Centyl-K, eina töflu tvisvar á dag í mörg ár. Þvagsýra mældist 8,2 mg %, en lækkaði í 4,9 mg % skömmu eftir að hún hætti að taka lyfið. Hún hafði í 6 ár haft gigt í stóru tám. Tveimur mánuðum eftir útskrift hafði hún engin einkenni frá þeim liðum. — 74 ára kona með bráða liðagigt í hægri vísifingri. Hún tók Lasixtöflur 40 mg tvis- var á dag. Serum þvagsýra mældist 10,8 mg %, en sex dögum eftir að Lasixkammt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.