Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐID 70,45-48,1984 45 Jón Snædal ÍSLENSKIR LÆKNAR í SVÍPJÓÐ 1983 NÁM - STÖRF - ÁFORM INNGANGUR Flestir íslenskir læknar, er ætla í sérnám eða stunda almennar lækningar, purfa að sækja til annarra landa til framhaldsnáms. Af ýmsum ástæðum hefur meirihluti peirra farið til Svípjóðar og er líklegt að svo verði á næstu árum. Ekki eru til aðgengilegar upplýsingar um fjölda lækna í sérnámi og hvernig sérgreina- vali er háttað, ef frá eru taldar einstakar kannanir, og ekki hafa komið fram opinberar áætlanir um pörf á læknismenntuðum mönn- um. Slíkar áætlanir eru til í nágrannalöndunum og hafa pær, a.m.k. í Svípjóð, stýrt framboði á framhaldsmenntunarstöðum. Versnandi at- vinnuhorfur á Norðurlöndum og mikil aðsókn í læknanám hafa knúið á um gerð áætlana af pessu tagi. Nám íslenskra lækna í Svípjóð hefur verið kannað tvívegis áður, fyrst 1978 af núverandi aðstoðarlandlækni, Guðjóni Magnússyni, og næst 1981 af páverandi formanni Félags ís- lenskra lækna í Svípjóð (FÍLÍS), Sveini Magn- ússyni. Árið 1980 gerði páverandi ritari LÍ, Við- ar Hjartarson skrá yfir sérgreinaval íslenskra lækna. FÍLÍS hefur undanfarin misseri beitt sér fyrir pví, að tekin verði upp áætlanagerð, líkt og gert er í nágrannalöndunum, og í framhaldi af pví sampykkti stjórn félagsins í janúar 1983 að láta fara fram könnun af svipaðri gerð og áður á námi og sérgreinavali íslenskra lækna í Svípjóð. Undirritaður tók að sér framkvæmd könnunarinnar. Þess má geta, að nú fer einnig fram könnun á vegum LÍ á atvinnuástandi meðal íslenskra lækna. FRAMKVÆMD KÖNNUNARINNAR Könnunin fór fram í febrúar-maí 1983 en miðað var við fjölda lækna í febrúar. Á skrá félagsins reyndust vera 156 læknar, eða heldur færri en 1981 (163), og var peim öllum sendur spurningalisti á einu blaði. Talið er, að listinn hafi borist til allra læknanna utan eins, er var í árs orlofi, og könnunin pvi náð til 155 lækna. Að 6 vikum liðnum var nýr listi sendur út til peirra, er ekki höfðu svarað, og að lokum var haft símasamband eftir pví sem kostur var. Spurningalistinn var í svipuðu formi og áður, með peirri breytingu helstri, að spurt var beinlínis hvort viðkomandi væri fluttur til íslands, ef staða hefði fengist. Með pví móti var ætlunin að fá einhvern mælikvarða á hugsanlegt atvinnuleysi í viðkomandi sérgrein á íslandi. Spurt var um: 1. Nafn, heimili, fæðingarár. 2. Hvar og hvenær læknanámi lauk. 3. Lækningaleyfi á íslandi og í Svípjóð. 4. Sérgreinaval, fjölda ólokinna mánuða. 5. Sérfræðiviðurkenningu á íslandi og í Svípjóð. 6. Hvenær tekið var til starfa í Svípjóð. 7. Starfsheiti, starfsstað. 8. Áform um flutning til íslands. 9. Atvinnuhorfur að námi loknu. Alls bárust svör frá 142 læknum eða 92 %. Einn læknir neitaði að svara og prátt fyrir ítrekun fengust ekki svör frá hinum. Þeir 13 læknar sem ekki svöruðu eru ekki taldir með í niðurstöðum, að öðru leyti en pví, að gerður er samanburður á árafjölda frá lokum lækna- náms hjá peim og hjá hinum sem svöruðu. NIÐURSTÖÐUR Læknanám: Eitthundrað prjátíu og prír lækn- ar hafa lokið læknanámi frá Háskóla íslands, sex frá sænskum háskólum, tveir frá dönskum og einn frá frönskum. Lækningaleyfí: Tveir læknar eru á kandí- datsári, báðir hafa lært erlendis. Að auki eru fimm án íslensks lækningaleyfis, fjórir peirra hafa lært erlendis. Sænskt lækningaleyfi hafa 109 eða 76 % og er pað sama hlutfall og 1981 og mun hærra en 1978 (55%). Aðstaða er svipuð nú og 1981 til að komast á námskeið pað sem krafist er af læknum frá Norðurlönd- um til að fá sænskt lækningaleyfi. Algengast er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.