Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 52
38 LÆKNABLADID þriðja árinu, sem þá er nær eingöngu varið til rannsóknarstarfa. HVERNIG VERÐUR PJÁLFUN BEZT METIN? Einn kostur þess skipulags, er lýst er hér að framan, er sá, að auðvelt er að fylgjast með frammistöðu unglæknis hverju sinni. Gera pað bæði honum reyndari teymisbræður, sem og umsjónarlæknir teymisins, en sá síðarnefndi skilar mánaðarlegri skýrslu um framfarir til kennsluyfirvalda sjúkrahússins. Gagnrýni er rædd við viðkomandi og er gengið ríkt eftir úrbótum, sé pess þörf. Þannig er talið tryggt að sá sem hefur lokið sérnámi á viðurkenndu sjúkrahúsi sé fullgildur sérfræðingur og þurfi í rauninni ekki frekara mats við. Flestir kjósa þó að þreyta sérfræðipróf, sem má þá líta á sem nokkurs konar gæðastimpil á þann sem stenzt það. Það á þó einnig við um kennslu- stofnunina sjálfa og er yfirlæknum umhugað um að sem f lestir »sinna manna« þrey ti og stand- ist prófið. Allt að 40 % falla á prófinu og er fallprósentan mun hærri meðal erlendra lækna en innfæddra. Þó má geta þess að árangur ís- lendinga á þessu prófi hefur ekki verið síðri en Bandaríkjamanna. í framhaldi af þessu er rétt að hugleiða hvernig íslenzk heilbrigðisyfirvöld meta menntun sem þessa. Samkvæmt íslenzkri reglugerð þarf 4'/2 árs nám til þess að hljóta sérfræðileyfi í lyflækningum. í Bandaríkjunum er sama áfanga náð á 3 árum. Þess ber að geta að í áðurnefndri reglugerð eru jafnframt ákvæði sem heimila veitingu sérfræðileyfis þeim, sem hlotið hafa sérfræðiviðurkenningu í Bandaríkjunum eða öðrum nágrannalöndum. Það er hins vegar túlkað á þann hátt að sá læknir skuli hafa lokið sérfræðiprófi hérlendis. Hér virðist óneitanlega skjóta svolítið skökku við er íslenzk heilbrigðisyfirvöld ganga feti framar en þau bandarísku, sem þó þykja gera ærnar kröfur til menntunar lækna sinna. Aug- Ijóst er, að eftir framhaldsnám í Bandaríkj- unum uppfylla íslenzkir læknar ekki skilyrði áðurnefndrar reglugerðar um námstíma. Ætla má, að í upphafi hafi verið miðað við nám í löndum þar sem skipulag framhaldsmenntunar lýtur ekki jafnströngum reglum og kröfum og í Bandaríkjunum. Ekki er verið að varpa neinni rýrð á íslenzk eða önnur sjúkrahús þótt fullyrt sé að markmiði sérfræðimenntunar verði bet- ur náð á þremur árum hérlendis en á fjórum og hálfu ári á íslandi. Svipaðar vangaveltur og hér að ofan hljóta að koma upp, þegar metin er hæfni í undirgreinum sérgreina. í námi eins og lýst hefur verið hér að ofan situr verkleg kennsla með fræðilegu ívafi í fyrirrúmi. Rannsóknarvinna telst til undantekn- inga meðan á námi í aðalgrein stendur en er víðast hvar hluti af sérmenntun í undirgrein. Hér er í engu slakað á kröfum um klíníska þjálfun og afleiðingin er því sú, að ætli menn sér að stunda annað og meira en málamynda- rannsóknir, kostar það a.m.k. eitt ár í viðbót, þ.e. þrjú ár í stað tveggja við nám í undirgrein. Flestir stunda rannsóknastofuvinnu og byggist það að nokkru á hefð, en auk þess eru klínískar rannsóknir yfirleitt mjög tímafrekar og falla utan ramma venjulegs sérnáms. Öllum er það keppikefli að kynna afrakstur vinnu sinnar á málþingum og í virtum læknisfræði- tímaritum og er það út af fyrir sig ærið verkefni og reynsla. LOKAORÐ í þessum pistli höfum við reynt að draga fram þær hliðar á framhaldsnámi hér vestanhafs, sem við teljum skipta mestu máli, en sleppt öðrum. Þetta er ritað fyrst og fremst til upplýsinga þeim, sem hugleitt hafa vesturför, en jafnframt væntum við þess, að það verði fremur til þess að örva menn fremur en að letja. Við erum þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir ýmsa örðugleika, einkum í byrjun, þá sé afraksturinn, er upp er staðið, haldgóð alhliða menntun sem vafasamt er, að íslenzk lækna- stétt hafi efni á að snúa baki við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.