Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 27
LÆKNABLADIÐ 19 í>ess skal getið að fáir sjúklingar munu hafa notað annað digitalislyf en digoxin og frá fyrri hluta árs 1974 hafa nær eingöngu verið notaðar á sjúkrahúsinu litlar töflur af digoxini — 62,5 mikrog. — sjúklingum sjaldan gefið meira af því en 3 töflur á dag. Það kann að skýra hve sjaldan digitaliseitrun hefur verið skráð á tímabilinu. B.23. Lidocain. Aukaverkun af Lidocain er skráð hjá þremur einstaklingum, tveimur körl- um og einni konu. Eru það 1,12% auka- verkananna. (Sjá undir kaflann óflokkuð ein- kenni. Karlar númer 7 og 10 og kona númer 31). B.24. Myocrisin. Aukaverkun af því lyfi varð hjá þremur konum, þ.e. 1,12% af fjölda aukaverkana. Þær voru: — 55 ára kona, sem fékk fækkun á hvítum blóðkornum — 2.300 — og blóðflögum — 87.000 —. Hún hafði samtals fengið 355 mg af lyfinu. — 58 ára kona, sem fékk roða og þrota í húð, einkum í andliti og á hálsi. Hún hafði fengið 800 mg af Myocrisin. — 78 ára kona, sem fékk útbrot og kláða og áblástur eftir 10 mg af Myocrisin. B.25. Sterar. Aukaverkun af sterum varð hjá tveimur körlum og einni konu. Eru það 1,12 % af aukaverkununum. Lyfið var prednison eða prednisolon í töfluformi. Aukaverkunin var tvisvar langvarandi acne, hjá 71 árs karli með 5 mg á dag í langan tíma og hjá 38 ára karli, sem hafði tekið 30 mg á dag í viku. Þriðji sjúklingurinn, 60 ára kona, var orðin cushingo- id eftir að hafa tekið 7,5-10 mg á dag af prednisoni í 2 ár. B.26. Bricanyl. Aukaverkun af Bricanyl varð hjá tveimur konum. Eru það 0,75 % aukaverk- ana. Önnur konan, 57 ára, fékk skjálfta og hjartslátt í nokkrar klukkustundir eftir 1,25 mg í inntöku. Hin konan, 74 ára fékk skjálfta og tannhjólarigititet eftir að hafa tekið inn eina 5 mg Bricanyltöflu. B.27. Kalíumgjöf. Tvær konur urðu fyrir auka- verkun af kalíumlyfjum. Eru það 0,75 % aukaverkana. Önnur fékk óþægindi í kviðar- hol og ógleði. Hin hafði oftar en einu sinni fengið mikla vanlíðan og svimatilfinningu af kalíumlyfjum (Kaleorid, mixtura kalii cloridi). Hún neitaði að nota kalíumlyf vegna þessa. B.28. Kvikasilfurssambönd. Tvær konur urðu fyrir aukaverkun af kvikasilfurssamböndum. Önnur fékk kláða og útbrot af kvikasilfursá- burði, en hin fékk útbrot og bólgur um allan líkamann af tíðabindum, sem kvikasilfurssam- band var í. B.29. Phenytoin. Tveir ungir menn með floga- veiki fengu ofholdgun í tannhold af lyfinu. B.30. Cetnadarvarnapillur. Aukaverkun er skráð hjá tveimur konum. Önnur þeirra fékk ógleði eftir að hafa tekið »pilluna« í 10 daga. Hin hafði tvisvar fengið bláæðabólgu í læri þegar hún notaði getnaðarvarnapillur. B.31. Zink. Tvær konur urðu fyrir aukaverkun- um af zinksamböndum. Önnur fékk klæjandi útbrot af zinkpasta. Hin hafði fyrir löngu fengið urticaria, sem talin var stafa af zinki og húðpróf staðfesti ofnæmi fyrir því. B.32. Óflokkuð lyf, skráð einu sinni. Þessi lyf eru 28. Aukaverkun varð hjá 4 körlum og 24 konum og eru það 4,4 % aukaverkana hjá körlum, en 13,6 % hjá konum og 10,5 % allra aukaverkana. Hér á eftir verða þessi lyf talin upp í stafrófsröð og getið helstu aukaverkana. Alpyral stungulyf (10.000 ein.): Asthmakast með hósta, hnerrum og nefrennsli. Antabustöflur: Uppköst. Aramin stungulyf 5 ml í æð við epidural deyfingu: Hár blóðþrýstingur 220/110, höfuðverkur, ógleði og uppköst. Bróm: Útbrot og kláði. Carbacholintöflur: Skjálfti og kaldur sviti oftar en einu sinni. Cardilantöflur: Útbrot og kláði. Chlorhexidinupplausn á húð: Útbrot og kláði. Cetiprintöflur, 4 töflur á dag: Sjón versnaði. Codimagnyl allt að 4 töflur á dag: Blóðug uppköst og blóð í saur. Coffaxiltöflur: Útbrot. Coffiplex 2 töflur: Bólga kringum augu, sviði í augum og ópægindi í hálsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.