Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 70,39-44,1984. 39 Ásgeir Haraldsson RANNSÓKN Á NÝGENGIOFSTARFSEMI SKJALDKIRTILS Á ÍSLANDI 1980 TIL 1982 SAMANTEKT Faraldsfræöileg rannsókn á nýgengi ofstarf- semi skjaldkirtils á íslandi var gerð árið 1982 á vegum Félags um innkirtlafræði. A rann- sóknartímabilinu, 1980 til 1982, greindust eitt hundrað sextíu og tveir sjúklingar, eitt hund- rað prjátíu og ein kona og þrjátíu og einn karl. Nýgengi ofstarfsemi skjaldkirtils reyndist vera 38.4 konur á ári miðað við 100.000 íbúa og 8.9 karlar/100.000. Nýgengi fyrir bæði kyn var 23.56/100.000. Tölur þessar eru sambæri- legar tölum frá Danmörku. Orsök ofstarfseminnar reyndist oftast vera Graves-sjúkdómur, en eitt hundrað þrjátíu og fimm einstaklingar höfðu þann sjúkdóm. Ellefu sjúklingar höfðu heitan hnút (toxic uninodular goiter), tíu höfðu toxic multinodular goiter, en sex reyndust hafa skjaldkirtilsbólgu. Prír sjúk- lingar höfðu einungis hækkun á T3 (T3 toxico- sis) og sjö eingöngu hækkun á T4 (thyroxin toxicosis). Níutíu og tveir sjúklinganna fengu lyfja- meðferð, 43 voru meðhöndlaðir með geisla- virku joði, en 18 sjúklingar voru skornir upp. Átta sjúklingar þurftu ekki meðferð. INNGANGUR Tíðni sjúkdóma í skjaldkirtli er afar misjöfn eftir löndum og þjóðum. Rannsóknir á skjald- kirtli eru athyglisverðar á íslandi, m.a. vegna mikillar joðneyslu íslendinga (1) og hárrar tíðni krabbameins í skjaldkirtli hérlendis (2). Rannsókn á Graves-sjúkdómi á íslandi á tímabilinu 1938 til 1967 gaf hugmynd um nýgengi þess sjúkdóms (3). Rannsóknin var byggð á klínísku mati, efnaskiptamælingum (BMR), upptöku skjaldkirtils á geislavirku joði (RAIU), ásamt mælingum á próteinbundnu joði (PBI) í sermi. Stjórn Félags um innkirtlafræöi skipaöi nefnd til pess aö vinna aö verkefninu með höfundi, læknana Guöjón Lárus- son, Gunnar Sigurðsson og Sigurð Þ. Guðmundsson. Grein- in barst ritstjórn 26/07/1983. Sampykkt til birtingar og send í prentsmiðju 29/07/1983. Par sem fram eru komnar beinar mælingar á skjaldkirtilshormónum í sermi, þótti forvitni- legt að kanna á ný ofstarfsemi skjaldkirtils á íslandi, og því var rannsóknin skipulögð af Félagi um innkirtlafræði. Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að kanna nýgengi ofstarfsemi skjald- kirtils á íslandi og bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður frá öðrum löndum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gagnasöfnun hófst í upphafi árs 1982. Verk- efnið var kynnt í Félagi um innkirtlafræði og að auki var öllum félagsmönnum sent bréf og spurningalisti varðandi nýja sjúklinga greinda með ofstarfsemi skjaldkirtils á rannsóknartímabilinu 1980 til 1982. Spurt var um aldur, kyn, sjúkdómsgreiningu, greiningarár, rannsóknir er tengdust grein- ingunni (þar með talið T3 og T4 í sermi, geislajoðupptöku o.s. frv.) og að síðustu um meðferð. Svör bárust frá öllum félagsmönnum. Snemma árs 1983 voru send bréf og spurn- ingalistar samhljóða hinum fyrri til ailmargra lækna, til allra heilsugæzlustöðva á landinu og til Félags íslenzkra heimilislækna. Var rann- sóknin kynnt og bent á helztu sjúkdómsgrein- ingar, sem til greina koma, þ.e.: Skjöldungseitrum (Toxic diffuse goiter 242,0 — Grave’s disease, Basedow’s disease; Toxic uninodular goiter 242.1 — toxic adenoma; Toxic multinodular goiter 242,2; Toxic nodular goiter, unspecified 242.3); skjöldungsíferð samfara skjöldungseitrun (Thyroiditis 245 with thyrotoxicosis) og illkynja æxli í skjöldungi samfara eitrun (Can- cer thyroidea 193 with thyrotoxicosis). Skrán- ing er samkvæmt ICD, áttundu endurskoðun. Eingöngu var leitað eftir nýgreindum sjúkl- ingum. Síðar var haft samband við alla lækn- ana símleiðis. Þannig bættust nokkrir einstakl- ingar með ofstarfsemi skjaldkirtils við þann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.