Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 57

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 70,39-44,1984. 39 Ásgeir Haraldsson RANNSÓKN Á NÝGENGIOFSTARFSEMI SKJALDKIRTILS Á ÍSLANDI 1980 TIL 1982 SAMANTEKT Faraldsfræöileg rannsókn á nýgengi ofstarf- semi skjaldkirtils á íslandi var gerð árið 1982 á vegum Félags um innkirtlafræði. A rann- sóknartímabilinu, 1980 til 1982, greindust eitt hundrað sextíu og tveir sjúklingar, eitt hund- rað prjátíu og ein kona og þrjátíu og einn karl. Nýgengi ofstarfsemi skjaldkirtils reyndist vera 38.4 konur á ári miðað við 100.000 íbúa og 8.9 karlar/100.000. Nýgengi fyrir bæði kyn var 23.56/100.000. Tölur þessar eru sambæri- legar tölum frá Danmörku. Orsök ofstarfseminnar reyndist oftast vera Graves-sjúkdómur, en eitt hundrað þrjátíu og fimm einstaklingar höfðu þann sjúkdóm. Ellefu sjúklingar höfðu heitan hnút (toxic uninodular goiter), tíu höfðu toxic multinodular goiter, en sex reyndust hafa skjaldkirtilsbólgu. Prír sjúk- lingar höfðu einungis hækkun á T3 (T3 toxico- sis) og sjö eingöngu hækkun á T4 (thyroxin toxicosis). Níutíu og tveir sjúklinganna fengu lyfja- meðferð, 43 voru meðhöndlaðir með geisla- virku joði, en 18 sjúklingar voru skornir upp. Átta sjúklingar þurftu ekki meðferð. INNGANGUR Tíðni sjúkdóma í skjaldkirtli er afar misjöfn eftir löndum og þjóðum. Rannsóknir á skjald- kirtli eru athyglisverðar á íslandi, m.a. vegna mikillar joðneyslu íslendinga (1) og hárrar tíðni krabbameins í skjaldkirtli hérlendis (2). Rannsókn á Graves-sjúkdómi á íslandi á tímabilinu 1938 til 1967 gaf hugmynd um nýgengi þess sjúkdóms (3). Rannsóknin var byggð á klínísku mati, efnaskiptamælingum (BMR), upptöku skjaldkirtils á geislavirku joði (RAIU), ásamt mælingum á próteinbundnu joði (PBI) í sermi. Stjórn Félags um innkirtlafræöi skipaöi nefnd til pess aö vinna aö verkefninu með höfundi, læknana Guöjón Lárus- son, Gunnar Sigurðsson og Sigurð Þ. Guðmundsson. Grein- in barst ritstjórn 26/07/1983. Sampykkt til birtingar og send í prentsmiðju 29/07/1983. Par sem fram eru komnar beinar mælingar á skjaldkirtilshormónum í sermi, þótti forvitni- legt að kanna á ný ofstarfsemi skjaldkirtils á íslandi, og því var rannsóknin skipulögð af Félagi um innkirtlafræði. Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að kanna nýgengi ofstarfsemi skjald- kirtils á íslandi og bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður frá öðrum löndum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gagnasöfnun hófst í upphafi árs 1982. Verk- efnið var kynnt í Félagi um innkirtlafræði og að auki var öllum félagsmönnum sent bréf og spurningalisti varðandi nýja sjúklinga greinda með ofstarfsemi skjaldkirtils á rannsóknartímabilinu 1980 til 1982. Spurt var um aldur, kyn, sjúkdómsgreiningu, greiningarár, rannsóknir er tengdust grein- ingunni (þar með talið T3 og T4 í sermi, geislajoðupptöku o.s. frv.) og að síðustu um meðferð. Svör bárust frá öllum félagsmönnum. Snemma árs 1983 voru send bréf og spurn- ingalistar samhljóða hinum fyrri til ailmargra lækna, til allra heilsugæzlustöðva á landinu og til Félags íslenzkra heimilislækna. Var rann- sóknin kynnt og bent á helztu sjúkdómsgrein- ingar, sem til greina koma, þ.e.: Skjöldungseitrum (Toxic diffuse goiter 242,0 — Grave’s disease, Basedow’s disease; Toxic uninodular goiter 242.1 — toxic adenoma; Toxic multinodular goiter 242,2; Toxic nodular goiter, unspecified 242.3); skjöldungsíferð samfara skjöldungseitrun (Thyroiditis 245 with thyrotoxicosis) og illkynja æxli í skjöldungi samfara eitrun (Can- cer thyroidea 193 with thyrotoxicosis). Skrán- ing er samkvæmt ICD, áttundu endurskoðun. Eingöngu var leitað eftir nýgreindum sjúkl- ingum. Síðar var haft samband við alla lækn- ana símleiðis. Þannig bættust nokkrir einstakl- ingar með ofstarfsemi skjaldkirtils við þann

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.