Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.1984, Blaðsíða 43
LÆKNABLADIÐ 31 sem að henni berast, mismikla þó. Ef réttur skriðvökvi er valinn, skiljast efnin að á súlunni, þ.e. efni sem berast inn á hana samtímis berast út á mismunandi tímum (sjá mynd). Pannig má fá fram vissa hreinsun á sýninu og mæla þau efni, sem áhugi er fyrir þegar þau koma af súlunni. Dæla er notuð til að koma vökvanum á jöfnum og réttum hraða gegnum súluna. Þegar efnin koma út af henni (uppleyst í skriðvökvanum), fara þau gegnum nemann þar sem magn þeirra er mælt. Neminn er oftast U.V.-ljósmælir, en við katekólamín mælingar er best að nota rafeindanema. Hann er gerður úr þremur rafskautum og er viss spenna á milli þeirra. Efni, sem oxast af völdum þessarar spennu, er hægt að magngreina, því við oxunina hleypur straumur milli rafskauta, sem er í réttu hlutfalli við styrk efnisins. Þessi straumur er magnaður upp og sendur til skrifara, sem gefur frá sér toppa, samanber myndina. Flatarmál þeirra og hæð er í réttu hlutfalli við styrk viðkomandi efnis í sýninu. Chromatogram of a urine sample from a healthy subject. I. Noradrenaline, 2. Adrenaline, 3. Internal standard, 4. Dopamine. Mæliaðferðir Katekólamín mælingin er framkvæmd sam- kvæmt lýsingu Riggin og Kissinger (8) með þeim breytingum, sem lýst hefur verið af Bioanalytical Systems (15). í þessari aðferð er þvagsýnið fyrst hreinsað á jónskiptasúlu og síðan með sýruþvegnu áloxíði (AAO) áður en því er sprautað inn í LCED tækið. f>ar greinast katekólamínin sundur á súlunni og mælast í nemanum, sem aðeins greinir efni, er oxast auðveldlega. Þessi fjögur þrep hvert fyrir sig minnka líkurnar á að önnur efni valdi skekkju í mælingunni. Aðferðin er því mjög sértæk fyrir utan það vera næm. Kreatínín var mælt í SMA 6/60 með afbrigði af Jaffe-aðferð (16). Tæki Catecholamin Analyser frá Bioanalytical Sy- stems (BAS) samanstendur af: M-45 Solvent Delivery System frá Waters Ass., LC-22 Tem- perature Controler og LC-4A Amperometric Detector frá BAS, OmniScribe B-15000 skrif- ara frá Houston Instrument, Rheodyne Injec- tor model 7125 og Biophase ODS súlu frá BAS. SMA 6/60 er frá Technicon. Söfnun sýna Þvagsýnum var safnað í aprílmánuði. Starfs- fólk Landspítalans og valdir sjúklingar af bæklunar- og lýtalækningadeildum á aldrinum 16-74 ára, 13 konur (23-65 ára) og 12 karlar (16-74 ára), tóku þátt í könnuninni. Sjúklingar þessir voru inni vegna valdra (selective) að- gerða. Þeir höfðu ekki kerfissjúkdóma né notuðu lyf. í ílátin voru settir 50 ml af 2N HCl fyrir sólarhringssöfnun. í 50 ml af þvagi úr söfnunaríláti var sett EDTA lausn og thiogly- colsýru til að hindra oxun katekólamína. Morgunþvagi var safnað hjá 10 manns úr þessum hópi og þau varin á sama hátt. Sýnin voru síðan fryst og geymd uns mæling fór fram tveim til tíu dögum eftir töku. Katekóla- míngildi haldast stöðug í sýnunum a.m.k. 2 mánuði, ef þau eru geymd fryst (11, 17). NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir markvísi (precision) aðferðarinn- ar, en við höfum mælt sama sýnið sex sinnum í sömu lotu og sex sinnum í mismunandi lotum, til þess að kanna markvísi innan (intra) og milli (inter) lota. Tafla II sýnir endurheimtur efnis- magns, sem bætt hefur verið í sýnin og gefur til kynna nákvæmni (accuracy) aðferðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.