Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 43

Læknablaðið - 15.01.1984, Side 43
LÆKNABLADIÐ 31 sem að henni berast, mismikla þó. Ef réttur skriðvökvi er valinn, skiljast efnin að á súlunni, þ.e. efni sem berast inn á hana samtímis berast út á mismunandi tímum (sjá mynd). Pannig má fá fram vissa hreinsun á sýninu og mæla þau efni, sem áhugi er fyrir þegar þau koma af súlunni. Dæla er notuð til að koma vökvanum á jöfnum og réttum hraða gegnum súluna. Þegar efnin koma út af henni (uppleyst í skriðvökvanum), fara þau gegnum nemann þar sem magn þeirra er mælt. Neminn er oftast U.V.-ljósmælir, en við katekólamín mælingar er best að nota rafeindanema. Hann er gerður úr þremur rafskautum og er viss spenna á milli þeirra. Efni, sem oxast af völdum þessarar spennu, er hægt að magngreina, því við oxunina hleypur straumur milli rafskauta, sem er í réttu hlutfalli við styrk efnisins. Þessi straumur er magnaður upp og sendur til skrifara, sem gefur frá sér toppa, samanber myndina. Flatarmál þeirra og hæð er í réttu hlutfalli við styrk viðkomandi efnis í sýninu. Chromatogram of a urine sample from a healthy subject. I. Noradrenaline, 2. Adrenaline, 3. Internal standard, 4. Dopamine. Mæliaðferðir Katekólamín mælingin er framkvæmd sam- kvæmt lýsingu Riggin og Kissinger (8) með þeim breytingum, sem lýst hefur verið af Bioanalytical Systems (15). í þessari aðferð er þvagsýnið fyrst hreinsað á jónskiptasúlu og síðan með sýruþvegnu áloxíði (AAO) áður en því er sprautað inn í LCED tækið. f>ar greinast katekólamínin sundur á súlunni og mælast í nemanum, sem aðeins greinir efni, er oxast auðveldlega. Þessi fjögur þrep hvert fyrir sig minnka líkurnar á að önnur efni valdi skekkju í mælingunni. Aðferðin er því mjög sértæk fyrir utan það vera næm. Kreatínín var mælt í SMA 6/60 með afbrigði af Jaffe-aðferð (16). Tæki Catecholamin Analyser frá Bioanalytical Sy- stems (BAS) samanstendur af: M-45 Solvent Delivery System frá Waters Ass., LC-22 Tem- perature Controler og LC-4A Amperometric Detector frá BAS, OmniScribe B-15000 skrif- ara frá Houston Instrument, Rheodyne Injec- tor model 7125 og Biophase ODS súlu frá BAS. SMA 6/60 er frá Technicon. Söfnun sýna Þvagsýnum var safnað í aprílmánuði. Starfs- fólk Landspítalans og valdir sjúklingar af bæklunar- og lýtalækningadeildum á aldrinum 16-74 ára, 13 konur (23-65 ára) og 12 karlar (16-74 ára), tóku þátt í könnuninni. Sjúklingar þessir voru inni vegna valdra (selective) að- gerða. Þeir höfðu ekki kerfissjúkdóma né notuðu lyf. í ílátin voru settir 50 ml af 2N HCl fyrir sólarhringssöfnun. í 50 ml af þvagi úr söfnunaríláti var sett EDTA lausn og thiogly- colsýru til að hindra oxun katekólamína. Morgunþvagi var safnað hjá 10 manns úr þessum hópi og þau varin á sama hátt. Sýnin voru síðan fryst og geymd uns mæling fór fram tveim til tíu dögum eftir töku. Katekóla- míngildi haldast stöðug í sýnunum a.m.k. 2 mánuði, ef þau eru geymd fryst (11, 17). NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir markvísi (precision) aðferðarinn- ar, en við höfum mælt sama sýnið sex sinnum í sömu lotu og sex sinnum í mismunandi lotum, til þess að kanna markvísi innan (intra) og milli (inter) lota. Tafla II sýnir endurheimtur efnis- magns, sem bætt hefur verið í sýnin og gefur til kynna nákvæmni (accuracy) aðferðarinnar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.