Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:3-8 3 Atli Árnason, Kjartan Pálsson, Þórður Harðarson, Kristján Eyjólfsson, Nikulás Sigfússon1) VINSTRA GREINROF Á ÍSLANDII INNGANGUR Frá pví hugtakið vinstra greinrof var fyrst skýrgreint af Eppinger og Rothberger árið 1909 og með endurbótum Wilsons (1932) eftir tilkomu brjóstleiðsla, hafa margar rannsóknir verið gerðar á tengslum vinstra greinrofs við aðra hjartasjúkdóma og áhrifum pess á lífs- horfur sjúklinga. Hinsvegar hafa niðurstöður oft verið ærið mótsagnakenndar. Ýmist hefur virst, að vinstra greinrof sé formerki alvar- Iegra hjarta- og æðasjúkdóma eða einungis sé um að ræða forvitnilegt fyrirbæri á hjartariti. (!)• Vegna pessa að greinrofið er fremur fátítt og bundið við eldri aldursflokka, hefur reynst erfitt að gera á pví fjölmennan faraldursfræði- legar rannssóknir, sem spanna yfir fullnægj- andi eftirlitstíma. Framinghamrannsóknin (1, 2) er engu að síður sú rannsókn, sem best hefur tekist í pessum efnum, pó að hún geti e.t.v. ekki talist fullnægjandi. Lítið sem ekkert hefur verið skrifað um vinstra greinrof á íslandi. Þegar Hjartavernd (3, 4, 5) hóf rannsókn sína árið 1967 gafst tilvalið tækifæri til ferilrannsókna á ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum, par á meðal vinstra greinrofi. Þetta tækifæri ákváðu greinarhöfundar að nýta til pess að kanna al- gengi og nýgengi vinstra greinrofs, áhrif pess á heilsufar og lífslíkur íslendinga. AÐFERÐ Á íslandi bjuggu um 200 púsund manns 1. desember 1967, par af um helmingur á Reykja- víkursvæðinu. Hjartavernd (3, 4, 5) hóf árið 1967 umfangsmikla faraldursfræðilega rann- sókn á pessu svæði. Rannsóknin var gerð með sérstöku tilliti til snemmkominna einkenna kransæðasjúkdóms með forvarnaraðgerð- ir í huga, jafnframt til að glöggva sig á faraldursfræði hjartasjúkdóma og margra ann- Frá lyflækningadeild Landspítalans og ^) Rannsóknastöð Hjartaverndar. Barst ritstjórn 10/09/1984. Samþykkt og sent í prentsmidju 15/10/1984. arra prálátra sjúkdóma meó skoðun og ýms- um rannsóknun. Meta átti pýðingu slíkra hópskoðana með tilliti til árangurs og hversu arðbærar pær væru. Rannsóknin tók til alla karlmanna í 16 árgöngum, sem fæddir voru á tímabilinu 1907- 1934 (34-61 árs, u.p.b. 8450 karla) og allra kvenna í 16 árgöngum fæddra 1908-1935 (u.p.b. 9000 konur). Hvoru kyni var skipt í prjá hópa, B, C, A eftir fæðingardegi, B hópur 1, 4, 7..., C hópur 2, 5, 8... og A hópur 3, 5, 9. Hóparnir voru boðaðir til skoðunar í 3 áföng- um, kynjaskipt, með ákveðnu árabili. í áfanga I var boðið öllum körlum og konum úr hópum B. Áfangi II tók til allra karla og kvenna úr hópum B og C og áfangi III tók til allra karla úr B, C og A og allra kvenna úr hópi A, en af fjárhagsástæðum aðeins peirra kvenna í hópum B og C sem höfðu fæðingardag á oddatölum. Mæting var almennt góð, en nokkuð breytileg eftir aldri (4, 5) Lægst var mæting í elstu aldurshópunum, en almennt 70 %. Allir komu tvisvar sinnum á rannsókna- stöð Hjartaverndar í hverjum áfanga. Meðal pess, sem gert var á stöðinni, var 12 leiðslu hjartarit tekið á hraðanum 50 mm/sek. Hjarta- rit voru greind samkvæmt Minnesotalykli (6). Var pað gert sjálfstætt af tveimur læknum sem báru sig síðan saman. Annar peirra (N.S.) var pátttakandi í alpjóðlegri stöðlun á úrlestri hjartarita. f okkar pýði lentu peir, sem sam- kvæmt ofansögðu voru taldir hafa vinstra greinrof. Til athugunar og samanburðar á dánartíðni miðað við 1. des. 1982 var valinn fjórfalt stærri samanburðarhópur úr rannsó- knarhóp Hjartaverndar fyrir bæði kynin, al- gerlega sambærilegur að aldri, en án vinstra greinrofs. Valin voru tvö næstu einkennis- númer fyrir ofan og neðan einstakling með greinrof. Þeir, sem enn lifðu af pýðinu með vinstra greinrof, voru kallaðir til skoðunar á tímabil- inu febrúar til apríl 1983 á lyflæknadeild Landspítalans. Þess skal getið, að á rannsókna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.