Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 6
4 LÆKNABLADID stöð Hjartaverndar hafði fólkinu ýmist ekkert verið sagt um greinrofið, ellegar að um þýðingarlítið afbrigði á rafleiðni væri að ræða. Getið var um vinstra greinrof í skýrslu til heimilislækna. Viðkomandi voru boðaðir sím- leiðis af greinarhöfundum og mættu án sér- staks undirbúnings á tímabilinu 13-15.30 á mánudögum og priðjudögum. Tekin var sjúkra- saga (m.a. fjölskyldusaga um skyndidauða), gerð skoðun með sérstöku tilliti til hjarta og æðakerfis. Tekið var 12-leiðslu hjartarit í hvíld, þrekpróf gert á traðkmyllu samkvæmt fyrirsögn Bruce, nema sérstök frábending væri fyrir hendi, og hjartasónritun var framkvæmd með 2.25 Mhz eins kristals örbylgjugjafa (M móður). Tækni við sónritun var eins og Feigenbaum lýsti. Tekin var hjarta- og lungna- mynd standandi og hjartarúmmál mælt. Skoð- un og rannsókn hvers einstaklings tók um 1 'h klst. Farið var yfir allar fyrri sjúkraskýrslur viðkomandifrásjúkrahúsum Reykjavíkursvæð- isins, auk pess sem farið var sérstaklega yfir skýrslur Hjartaverndar. Sérstök áhersla var lögð á að finna fyrri hjartarit. Krufningsniður- stöður voru kannaðar, en pess ber að geta, að krufningshlutfall á Reykjavíkursvæðinu er óvanalega hátt, eða um 70 %, miðað við pað, sem gerist víðast annars staðar. Skilmerki Framingham (1) fyrir vinstra greinrofi voru notuð en pau eru prengri en Minnesotalykillinn (6). Önnur skilmerki: 1. Háprýstingur: Saga og/eða skoðun sýnir að blóðprýstingur er oftar en einu sinni> 160/95 og/eða meðferð á háprýstingi. 2. Hjartavödvavasjúkdómur (cardiomyopa- thia): Saga, skoðun, hjarta- og lungnamynd, hjartarit, hjartasónrit, præðing og/eða krufning sýna hjartabilun eða hjartastækk- un án markja um kransæða-, háprýstings-, lokusjúkdóm eða aðra hjartasjúkdóma. 3. Hjartadrep: Eftir sögu, breytingum á hjartariti og ensímbreytingu auk niður- stöðu præðinga og krufninga. 4. Hjartakveisa: Eftir dæmigerðri sögu sjúkl- ings. 5. Skyndidaudi: Dauði innan 24 klst. frá upp- hafi lokaeinkenna. 6. Yfirlid: Skyndilegt meðvitundarleysi, en sjúklingur vaknar fljótt til meðvitundar. 7. Leiðslusjúkdómur: (Primary conductive dis- ease): Vinstra greinrof án sögu og/eða einkenna um hjarta- og æðasjúkdóm. Til samanburðar á dánartölum og í saman- burði einstakra sjúkdóma milli hópa var notað »chi square« próf með viðbót Yates. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p<0,05. NiÐURSTÖÐUR í pessari grein verður gerð grein fyrir algengi og nýgengi vinstra greinrofs. Tengslum pess við aðra sjúkdóma, dánartíðni og dánaror- sakir. Niðurstöður prekprófs, hjartasónrits og röntgenmyndar og tengsli pessara pátta við sjúkdómseinkenni verða efni seinni greina. Allir, sem voru á lífi, mættu í rannsóknina nema einn, sem hafði hjartadrep og dvaldist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Algengi, nýgengi: Alls reyndust 27 karlar og 17 konur hafa vinstra greinrof í einhverjum áfanga rannsóknarinnar. Myndir 1 og 2 sýna hvernig pau skiptust samkvæmt fæðingarárum og sem hlutfall af peim, sem mættu í priðja áfanga. Jafnframt sýna myndirnar dánartíðni og ár. Myndir 3 og 4 sýna mætingu eftir hópum og áföngum karla og kvenna og fjölda peirra, sem höfðu greinrof í hverjum áfanga. í III. áfanga kvennahóps drógust pær konur frá, sem ekki voru fæddar á oddatöludögum, en höfðu greinrof. Árafjöldi milli áfanga var í Total N of males Feb. 79 with LBBB in each age group. N of males participants in III stage (BCA) in each age group O-i r2000 1907 1910 1914 1919 1924 1931 1934 12 16 20 26 Year of birth 17 21 28 18 22 ] LBBB on first eiíamination ■ LBBB under observation Dead (year) LBBB on first examination | LBBB during observation and dead (year) X Nof male participants Fig. 1. Males with LBBB after age groups as a proportion of the total number of male participants after age groups.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.