Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 45
LÆK.NABLAÐIÐ 29 UMRÆÐA Rannsókn pessi leiðir í ljós, að allt að tífaldur munur er á fylgni einkunnagjafar í einstökum námsgreinum við aðaleinkunn. Þótt tekið sé tillit til peirra varnagla, sem slegnir voru í inngangi um gildi aðaleinkunnar, hlýtur pessi mikli munur að vekja spurningar um prófform og -innihald í peim greinum, par sem fylgnin er minnst. Ekki voru tök á pví að meta innihald prófverkefna, en vitað er að pað er mismun- andi. Pannig er t.d. í heimilislæknisfræði ekki um eiginlegt próf að ræða, heldur er einkunn gefin eftir mætingu og annarri frammistöðu meðan á námskeiðinu stendur (1). Á hinn bóginn bendir pessi rannsókn til pess, að ófullkomin beiting einkunnastigans skýri að nokkru hina lélegu fylgni. í ljós kemur, að mjög hárri einkunnagjöf fylgir lítið forspár- gildi um aðaleinkunn, sömuleiðis mjög pröngu einkunnasviði. Engin skynsamleg skýr- ing er á mjög mishárri meðaleinkunn í náms- greinum deildarinnar eða pví, að einkunnir verða skyndilega 1,5 til 2,0 hærri á 4. námsári en fyrr í námi. Þannig virðist ólíklegt, að hand- læknisfræði eða lyflæknisfræði séu í eðli sínu miklu léttari greinar en lífefnafræði eða líffæra- fræði. Hitt mun sönnu nær, að munurinn skýr- ist af mismunandi beitingu einkunnastigans. Hefur slíkt verið nánast geðpóttaákvörðun kennara og ætti ekki að koma að sök í sjálfu sér, ef ekki fylgdi fyrrgreind ónákvæmni í pekk- ingarmælingu. Niðurstöður rannsóknar pessarar styðja pví pær hugmyndir, sem settar voru fram í inn- gangi um æskilegt form einkunnagjafar eftir fyrsta ár, p.e. mikil fylgni við aðaleinkunn, meðaleinkunn 7,0 til 8,0 og staðalfrávik a.m.k. 0,8. Nokkrar námsgreinar uppfylla pessi skil- yrði með ágætum, einkum meiri háttar greinar á fyrstu premur námsárum, t.d. lífefnafræði, lyfja- og eiturefnafræði, líffærameinafræði, líffærafræði, sýkla- og ónæmisfræði, en einnig skrifleg lyflæknisfræði. Hugsanlegt er, að ástæða sé til að breyta prófformi eða leggja niður próf í sumum peim námsgreinum, sem uppfylla skilyrðin miður. Þannig mætti e.t.v. í sumum tilvikum taka upp vottorð um fullnægj- andi ástundun í stað prófs. Einkunnirnar sjö, sem í sameiningu eru grundvöllur mats á pví, hvort frekara nám er heimilað í læknadeild, hafa góða fylgni við aðaleinkunn. Til saman- burðar má taka inntökupróf, Medical College Admission Test, sem flestir bandarískir nem- endur purfa að preyta, áður en peir eru teknir í læknadeildir háskólanna (2). Fylgni einkunna á pessu prófi við einkunnir í læknadeild (National Board of Medical Exa- miners) er r: 0,54. Þetta forspárgildi telja Bandaríkjamenn mjög viðunandi, en pað er samt um priðjungi lakara en aðferð okkar. í pessu felst að sjálfsögðu allgóður stuðningur við núverandi kerfi í vali stúdenta til lækna- náms. Á hitt má pó benda, að æskilegast væri að læknadeild gæti valið stúdenta með inn- tökupófi, áður en eiginlegt nám hefst. Með á pví myndi sparast mikið fé og tími nemenda og kennara. HEIMILDIR 1) Jón G. Stefánsson. Nokkur orð um próf í Læknadeild. Læknablaðið 1984; 70: 132-5. 2) Erdmann JB. The medical school admission test and the selection of medical students. N Engl J Med 1984; 310: 386-9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.