Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1985, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.02.1985, Qupperneq 45
LÆK.NABLAÐIÐ 29 UMRÆÐA Rannsókn pessi leiðir í ljós, að allt að tífaldur munur er á fylgni einkunnagjafar í einstökum námsgreinum við aðaleinkunn. Þótt tekið sé tillit til peirra varnagla, sem slegnir voru í inngangi um gildi aðaleinkunnar, hlýtur pessi mikli munur að vekja spurningar um prófform og -innihald í peim greinum, par sem fylgnin er minnst. Ekki voru tök á pví að meta innihald prófverkefna, en vitað er að pað er mismun- andi. Pannig er t.d. í heimilislæknisfræði ekki um eiginlegt próf að ræða, heldur er einkunn gefin eftir mætingu og annarri frammistöðu meðan á námskeiðinu stendur (1). Á hinn bóginn bendir pessi rannsókn til pess, að ófullkomin beiting einkunnastigans skýri að nokkru hina lélegu fylgni. í ljós kemur, að mjög hárri einkunnagjöf fylgir lítið forspár- gildi um aðaleinkunn, sömuleiðis mjög pröngu einkunnasviði. Engin skynsamleg skýr- ing er á mjög mishárri meðaleinkunn í náms- greinum deildarinnar eða pví, að einkunnir verða skyndilega 1,5 til 2,0 hærri á 4. námsári en fyrr í námi. Þannig virðist ólíklegt, að hand- læknisfræði eða lyflæknisfræði séu í eðli sínu miklu léttari greinar en lífefnafræði eða líffæra- fræði. Hitt mun sönnu nær, að munurinn skýr- ist af mismunandi beitingu einkunnastigans. Hefur slíkt verið nánast geðpóttaákvörðun kennara og ætti ekki að koma að sök í sjálfu sér, ef ekki fylgdi fyrrgreind ónákvæmni í pekk- ingarmælingu. Niðurstöður rannsóknar pessarar styðja pví pær hugmyndir, sem settar voru fram í inn- gangi um æskilegt form einkunnagjafar eftir fyrsta ár, p.e. mikil fylgni við aðaleinkunn, meðaleinkunn 7,0 til 8,0 og staðalfrávik a.m.k. 0,8. Nokkrar námsgreinar uppfylla pessi skil- yrði með ágætum, einkum meiri háttar greinar á fyrstu premur námsárum, t.d. lífefnafræði, lyfja- og eiturefnafræði, líffærameinafræði, líffærafræði, sýkla- og ónæmisfræði, en einnig skrifleg lyflæknisfræði. Hugsanlegt er, að ástæða sé til að breyta prófformi eða leggja niður próf í sumum peim námsgreinum, sem uppfylla skilyrðin miður. Þannig mætti e.t.v. í sumum tilvikum taka upp vottorð um fullnægj- andi ástundun í stað prófs. Einkunnirnar sjö, sem í sameiningu eru grundvöllur mats á pví, hvort frekara nám er heimilað í læknadeild, hafa góða fylgni við aðaleinkunn. Til saman- burðar má taka inntökupróf, Medical College Admission Test, sem flestir bandarískir nem- endur purfa að preyta, áður en peir eru teknir í læknadeildir háskólanna (2). Fylgni einkunna á pessu prófi við einkunnir í læknadeild (National Board of Medical Exa- miners) er r: 0,54. Þetta forspárgildi telja Bandaríkjamenn mjög viðunandi, en pað er samt um priðjungi lakara en aðferð okkar. í pessu felst að sjálfsögðu allgóður stuðningur við núverandi kerfi í vali stúdenta til lækna- náms. Á hitt má pó benda, að æskilegast væri að læknadeild gæti valið stúdenta með inn- tökupófi, áður en eiginlegt nám hefst. Með á pví myndi sparast mikið fé og tími nemenda og kennara. HEIMILDIR 1) Jón G. Stefánsson. Nokkur orð um próf í Læknadeild. Læknablaðið 1984; 70: 132-5. 2) Erdmann JB. The medical school admission test and the selection of medical students. N Engl J Med 1984; 310: 386-9.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.