Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 25
LÆK.NABLAÐIÐ 17 hún verði hvati til að vanrækja heilsuna. Hins vegar yrði hún hvati til að þeir sem lítið nota heilsugæsluna greiði beint fyrir einstakar ferðir til lækna til að »missa ekki bónusinn«. En fyrst og fremst gæti þetta orðið hvatning til að annast heilsu sína vel. Þarna væri farið inn á þá braut að verðlauna, þó í smáu sé, að fólk beri ábyrgð á heilsu sinni sjálft. íslendingar eru komnir á það menntunarstig og forvarnar- heilsugæsla er hér orðin svo góð að fólk ræður því að miklu leyti sjálft á aldrinum 15 til 60 ára, hvort það er heilbrigt eða ekki. 5. 777 að auka verðskyn heilbrigðisstétta þarf að flétta strax kennslu í hagkvæmni inn í nám lækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta. Á sjúkrahúsum þarf að verðmerkja lyf, rannsóknir, hjúkrunargögn og mat. Læknadeild Háskóla íslands og Ríkisspi- talar gætu haft forgöngu um þetta og einnig haft skyldunámskeið fyrir núveran- di starfsfólk. Þessu þarf bráðnauðsynlega að fylgja, að hagkvæmni borgi sig fyrir hinn einstaka starfsmann jafnt sem heild- ina. Hagkvæmt reknar deildar sem veita góða þjónustu eiga að fá umbun með rýmri fjárráðum, en ekki eins og nú er og hefur alltaf verið, að sparnaður þýði þrengri fjárveitingu næst. Svipað má gera í lækn- ishéruðum og heilsugæslustöðvum. Má verðlauna þá héraðslækna sem sýna fram á gott heilsufar og lágan kostnað í héraði sínu. Nauðsynlegt er að bera saman kostn- að og gæði heilsugæslu á heilsugæsl- ustöðvum annars vegar og á einkastofum almennralæknahinsvegaráðurenheilsugæ- slustöðvar útrýma öllu einka framtaki lækna. 6. Unnt á að vera að segja sig úr sjúkrasam- lagi og almennum tryggingum og kaupa slíkar tryggingar hjá einkatrygginga- félögum. Lágmarkstrygging þyrfti að vera lögboðin fyrir alla landsmenn eins og bifreiðatryggingar eru nú. Aðrar trygg- ingar gætu verið eftir smekk hvers og eins eða efnahag hans. Til að koma þessu í framkvæmd þarf að reikna út hver er raunverulegur kostnaður við heilsugæslu hvers íslendings. Á einu til tveim árum myndi skapast verðskyn á heilsugæslu en slíkt verðskyn er ekki til hjá almenningi og er lítið hjá heilbrigðisstéttum. Eðlilegt væri, að í næstu kosningum yrði rætt af skynsemi um þessi mál og kjósendur gætu valið hvort þeir vildu halda sömu tryggingum og greiða fyrir þær síaukna skatta eins og þróunin hefur verið í öllum löndum, eða hvort fólk gæti tekið aukna ábyrgð og borið meiri kostnað af heilbrigðismálum sfnum sjálft. Sú breyting sem varð á þáttöku sjúklings í sjúkrakostnaði frá og með 1. júni var ófull- nægjandi að því leyti að hún bætir ekki verðskyn fólks en ósanngjörn að því leyti að i sumum tilfellum borga sjúklingar nærri alla þjónustuna, i öðrum tilvikum smábrot af heildðrreiknignum. Einnig virðist mjög ósanngjarnt og óskyn- samlegt að heilsugæsla barna sem oft krefst sérfræðingsþjónustu er óhæfilega dýr. Þarna mætti vel taka mið af þeim ákvæðum, sem eru í gildi varðandi tannlækningar, til blessunar fyrir þjóðina alla. Góð heilsugæsla barna borgar sig alltaf. Ingólfur S. Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.