Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 26
18
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:18-21
1?
n
Viðar Hjartarson
FRAMHALDSMENNTUN ÍSLENZKRA LÆKNA
í þessu spjalli mun ég fyrst og fremst ræða um
framhaldsmenntun lækna hér á landi og rifja
stuttlega upp fáein atriði úr sögu framhalds-
menntunarumæðunnar. Einnig fer ég nokkr-
um orðum um samninginn um sameiginlegan
norrænan vinnumarkað Iækna og að lokum
fjalla um sérfræðireglugerðina og nauðsyn
þess, að hún verði endurskoðuð.
í desemberhefti Læknablaðsins árið 1972
er ritstjórnargrein, sem ber heitið »Nýjar
tillögur um menntun lækna og annarra
heilbrigðisstétta«. Þar segir m.a.:
»Viðhaldsmenntuninni hefur verið lítill
gaumur gefinn hér á landi að undantekinni
þeirri viðleitni, sem Læknafélag íslands hefur
sýnt á þessu sviði, en allt frá 1955 hefur L.í.
staðið fyrir skipulögðum námskeiðum fyrir
héraðslækna og almenna praktiserandi
lækna. Er þetta sú eina skipulega viðhalds-
menntun, sem reynt hefur verið að veitalækn-
um hér á landi. Að vísu má geta þess, að þeg-
ar Landspítalinn var stofnaður, var ætlunin,
að þar væri unnt að veita nokkra viðhalds-
menntun héraðslæknum og öðrum starfandi
læknum úti á landi og voru í því augnamiði
höfð sérstök herbergi á Landspítalanum, sem
kölluð voru »gistivist«, en þetta fyrirkomulag
mun hafa verið mjög lítið notað og var því lagt
niður. Læknafélag íslands hefur haldið
námskeið fyrir héraðslækna og aðra, stund-
um árlega, stundum annað hvert ár, og hefur
aðsókn verið mjög mismunandi. Á seinni
árum hefur stúdentum verið gefinn kostur á
þátttöku, og hefur það hleypt nýju lífi í
námskeiðin.«
Eftir aðalfund L.í. 1972 ákvað stjórn
félagsins, að megin verkefni hennar á árinu
1973skyldiveraframhalds-ogviðhaldsmennt-
un lækna. Ástæður fyrir þeirri ákvörðun voru
læknaskortur í landinu, einkum í dreifbýli, og
miklar umræður um heilbrigðismál og skipu-
lagningu þeirra, en þær leiddu til laga um
heilbrigðisþjónustu. Þótti stjórn L.í. bera
nauðsyn til að gera átak á þessu sviði og að
L.Í., læknadeild Háskóla íslands og heil-
brigðisyfirvöld kæmu á samstarfi sín á milli til
að vinna að framhaldsmenntun lækna á
íslandi. Stjórn L.í. taldi, að einkum væri
mikilvægt að koma á hið fyrsta framhalds-
námi í heimilislækningum til að stuðla að því,
að fleiri ungir læknar veldust til starfa á þeim
vettangi eins og segir í ársskýrslu L.í. 1974-
1975. í greinargerð L.í. um málið frá 1973
segir:... »Stefnt verði að því, að framhalds-
menntun íslenzkra lækna fari að eins miklu
Ieyti fram hér á landi og unnt er og æskilegt.
Stefnt verði að því, að skipulegt nám fyrir
heimilislækna verði komið á hér um næstu
áramót og skipulagningu framhaldsnáms í
öðrum greinum verði Iokið un áramót 1974-
1975«.
Að frumkvæði L.í. var ákveðið, að full-
trúar þess og læknadeildar ynnu að und-
irbúningi málsins með því að gera tillögur um
fyrirkomulag framhaldsmenntunar og var
Árni Kristinsson tilnefndur af hálfu L.í. Það
er kunnara en frá þurfi að segja, að starf þetta
mæddi allt á Árna, og skilaði hann vandaðri
og vel unninni greinargerð um málið, sem
rædd var á læknaþingi 1975. Hefur greinar-
gerð þessi, sem birtist í ársskýrslu L.í. 1974-
1975, ætíð verið lögð til grundvallar fram-
haldsmenntunarumræðunni. Einnig er rétt að
nefna hér athyglisverða grein frá Félagi
íslenzkra lækna í Bretlandi, sem birtist í 6.
tölublaði Læknablaðsins frá 1973. Árni
Björnsson, læknir, skrifaði grein um fram-
haldsmenntun lækjna og samstarf sjúkrahúsa
í janúar hefti Læknablaðsins 1977, og ýmsir
fleiri hafa látið í ljósi skoðanir sínar.
Að tillögu aðalfundar L.í. 1975 voru
skipaðar 3 nefndir, er gera skyldu tillögur um
fyrirkomulag sérnáms í 3 greinum, og skiluðu
þær allar áliti, sem birt hefur verið í Lækna-
blaðinu. Hér er um að ræða »Sérnám í
heimilislækningum«, höfundar Eyjófur Þ.
Haraldsson, Ólafur Mixa og Pétur Pétursson,
birtist í maí-júní heftinu 1977. »Tillögur um
framhaldsnám í handlæknisfræði á íslandi«
eftir Rögnvald Þorleifsson, Jón Níelsson og