Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 14
10
LÆK.NABLADIÐ
stjórn misviturra keisara, eru með þeim ólík-
indum að stærð og fegurð, að ólýsanlegt er í
máli. Þau vitna um strit ótaldra milljóna
verkamanna, en einnig um ótrúlega þekkingu
og fegurðarskyn.
Miklar fornleifarannsóknir eru nú stund-
aðar um allt landið og mikið er lagt í að
varðveita hið fundna. Stingur þessi virðing
fyrir hinu liðna mjög í stúf við þá skoðun, sem
ríkjandi var á dögum menningarbyltingar-
innar, en þá kom helzt til greina að mölva og
brenna allt, sem minnti á keisaratímabilið.
Á dag eru neðanjarðargrafhýsi keisara sem
óðast að líta dagsins ljós og eru mannvirki
þessi hvert öðru magnaðra. Skammt utan við
hina fyrstu höfuðborg Miðríkisins, Xian, rís
upp af víðáttumikilli akursléttu fell eitt
allstórt, gjört af mannahöndum. Fell þetta
hefur ætíð verið talið grafhaugur keisarans
Qien-Chi-Huan (221-206 f.Kr.), þess er
fyrstur sameinaði Kína.
Haugurinn var ókannaður árið 1974, er
bændur voru að bora fyrir brunni skammt þar
frá og komu niður á líkan af hermanni úr
brenndum leir. Var hann í fullri líkamsstærð.
Þegar farið var að athuga nánar kom í Ijós
merkasti fornleifafundur síðari tíma og margt
bendir til að hið fundna sé aðeins brot af því,
sem vænta má.
Áðurnefnd mannsmynd reyndist ekki ein á
ferð, því að þegar hefur verið grafinn upp
6000 manna leirher með vopnum úr bronsi,
stríðsfákum og genrálum. Byggt hefur verið
yfir þessi ósköp öll og stendur maður orðlaus
gagnvart hernum mikla, einkum þá haft er í
huga, að sennilega eru tugþúsundir óupp-
grafnar ásamt gersemum.
Teknar hafa verið grafir til reynslu á ökrunum
í kringum hauginn, og er nær sama hvar
stungið er niður skóflu, allsstaðar koma upp
fornminjar. Hver hermaður er með sínu móti,
aldur ólíkur, svipur og hárgreiðsla. Fereyki
með vagni úr bronsi, en reiðtygi úr gulli og
silfri, hafa verið grafin upp og sýnir ótrúlegt
listfengi. Álitið er, að keisarinn hafi látið gera
óvígan her allt í kringum haug sinn og ef svo
reynist, er um að ræða mörg hundruð þúsund
manna her.
Skal nú farið fljótt yfir sögu.
Silkivegurinn lá frá Xian til Miðjarðarhafs.
Eftir honum barst silkivefnaður auk kynja-
sagna um makt keisarans í Kína. Marco Polo
fór margfræga för austur á 13. öld og reit
greinargóða frásögn, sem í fyrstu var talin til
kynjasagna, en hefur sennilega verið rétt í
aðalatriðum. Næst víkur sögunni til frænda
okkar Engilsaxa, auk annarra Evrópubúa, er
á 19. öld komu upp verzlunarstöðvum á
strönd Kína, ef ekki með góðu þá með illu. Sú
mikla borg Shanghai var framan af öldinni
fiskiþorp, er Englendingar hófu þar uppbygg-
ingu í Túdorstíl og sjást þess víða merki enn.
Grasvellir voru þar fagrir, bannaðir hundum
og Kínverjum. Eitthvað þótti Englendingum
Kínverjar tregir til viðskiptanna, einkum
tregir til að gerast opíumkaupendur og neyt-
endur, og fóru Englendingar ýmist einir sér
eða með aðstoð Frakka og Þjóðverja með
ofríki á hendur Kínverjum 1840, 1860 og
1900. Tvö síðari skiptin komust þeir allt til
Beijing og rændu þeir allt, sem þeir gátu, m.a.
úr sumarhöllinni, en brutu hitt og brenndu.
Kínverjar nútímans, og e.t.v. allra tíma,
eru hins vegar það háttvísir, að þeir minnast
helzt ekki, eða þá með mjög loðnu orðalagi, á
dáðir heimsvaldasinnanna.
Keisraraættin Ching ríkti í Kína frá 1644-
1911. Var hún mjög úrkynjuð orðin undir
lokin og átti engin svör við ágangi ný-
lenduþjóðanna. Árið 1911 stofnaði Sun-Yat-
Sen, bandarískmenntaður læknir,
Kúómíntangflokkin og breytti árið eftir,
átakalítið, keisaraveldinu í lýðveldi. Fyrstu
forsetarnir reyndust þó lítils megnugir og
komu ræningjagenrálar sér fyrir víðs vegar
um Kína og arðrændu þjóðina hver sem betur
gat.
Kommúnistaflokkur Kína, undir stjórn
Maó-Se-Dúng, var stofnaður 1921. Fórsæmi-
lega á með þeim Sun og Maó, enda sá
fyrrnefndi nánast sósíalisti í þjóðfélags-
málum. Um svipað leyti kemur til sögunnar
svili Sun-Yat-Sen, Shang-Kaí-Shek og tók
hann við stjórn Kúómíntang-flokksins 1925,
að Sun látnum. Á þriðja áratugnum stóðu
þremenningar þessir sameiginlega að uppræt-
ingu áðurnefndra ræningjasveita, en upp úr
því hneigðist Shang til hægri og fór að þjarma
að Maó og mönnum hans. Enduðu þessar
sviptingar með göngunni miklu árið 1934, en
í henni leiddi Maó 100 þúsund manna her tólf
þúsund kílómetra leið norður eftir Kína.
Sökum hungurs, sjúkdóma og bardaga við
menn Shangs, komust aðeins 20 þúsund
manns á leiðarenda, þ.e. til Yennan, þar sem
Maó hreiðraði um sig. Frá 1937-1944 ein-