Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 39
LÆKNABLADIÐ 23 lagfæra þyrfti, ekki síst þar sem sumir þeirra eru óréttlátir gagnvart vissum hópi um- sækjenda. Á síðustu árum hafa verið gerðar fáeinar breytingar á reglugerðinni, og eru þær helztu bein afleiðing af aðild íslands að samnorræna vinnumarkaðinum. Þannig er ekki lengur krafist skylduþjónustu í héraði af þeim, sem hlotið hafa lækningaleyfi í einhverju hinna Norðurlandanna, og ekki er lengur krafist ritgerðar af þeim, sem sækjaum sérfræðileyfi og hafa fullgilt sérfræðileyfi á Norðurlönd- unum eða tilsvarandi próf frá þeim löndum, sem læknadeild viðurkennir. Eins og áður hefur komið fram eru nú tæp 3 ár síðan við Árni Kristinsson vorum skipaðir til að fara yfir sérfræðiumsóknir og segja álit okkar á þeim, áður en þær eru sendar deildar- ráði. Það er út frá þessari þriggja ára reynslu minni í nefndinni, sem mig langar að fara nokkrum orðum um reglugerðina og hverra úrbóta sé þörf að minu mati. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að skoðanir okkar Árna um æskilegar breytingar séu mjög áþekkar. Fyrstu 2-3 árin eftir að fsland gerðist aðili að norræna vinnumarkaðinum, var sú skoðun mjög ríkjandi hjá mörgum læknum (einkum þeim, sem voru að ljúka sérnámi á hinum Norðurlöndunum), að sérfræðiréttin- di í því landi gæfi þeim sjálfkrafa sams konar réttindiáíslandi. Komt.d. fyrir, að aðeinsvar sent ljósrit af sænsku sérfræðileyfi án nokk- urra annarra gagna um námið og til þess ætlast, að það nægði til sérfræðiréttinda hér. Þessum umsóknum var hafnað og beðið um nánari upplýsingar um starfsferil. Hvers vegna að vísa umsóknunum frá, þegar sam- ningurinn um samnorræna vinnumarkaðinn segir, að hafi læknir öðlast ákveðin réttindi í einu Norðurlandanna, skuli hann sjálfkrafa (automatisk) hljóta sams konar réttindi i hinum, óski hann eftir því (málakunnátta, sérgreinin sé viðurkennd)? Því er til að svara, að stangist ákvæði millinkjasamnings á við lög og reglugerðir aðildarríkis, þá eru það landslög, sem gilda, og ég held, að viðkom- andi ráðuneyti rengi ekki þessa túlkun lækna- deildar. Það er ekki af neinum kvikindisskap, sem læknadeildin heldur fast við þessa túlkun. Sannleikurinn er sá, að mjög svipuð vinnu- brögð eru höfð uppi á hinum Norðurlönd- unum við afgreiðslu umsóknanna og ekkert landanna er tilbúið að afsala sér réttinum til að samþykkja eða hafna umsóknum. Skoðun mín er sú, að íslenzkir aðilar megi aldrei afsala sér þessum rétti. Auðvitað er það svo, að allir íslenzkir Iæknar, sem hlotið hafa sérfræði- réttindi á hinum Norðurlöndunum, fá sín íslenzku réttindi nánast sjálfkrafa (skv. 3. gr.), þegar sótt er, en það er aukaatriði í þessu máli. Af og til berast umsóknir, þar sem hluti sérnámsins (stundum allt sérnámið) hefur farið fram hérlendis, og koma þá stundum upp spurningar, hvort viðkomandi deild (eða deildir) sé hæf til að veita sérfræðikennslu. í 3. gr. reglugerðarinnar segir: »Sérnám sam- kvæmt 4. gr. má einungis fara fram á þeim sjúkrahúsum (stofnunum), sem viðurkennd eru til slíks sérnáms í heimalandi sínu. Ráðherra veitir sjúkrahúsum hér á landi slíka viðurkenningu að undangengnu mati á starf- semi þeirra og ákveður jafnframt, hversu mikill hluti af sérnámi megi fara þar fram, allt samkvæmt tillögum Iæknadildar.« Hér þarf læknadeildin að búa mun betur um hnútana en gert hefur verið til þessa. Ég sagði hér áðan, að allir, sem hefðu norræn sérfræðiréttindi, fengju sín íslenzku umyrðalaust. Þetta er ekki alveg rétt. Einni slíkri umsókn hefur verið hafnað, eftir að norræni vinnumarkaðurinn tók gildi hér. íslenzkur læknir hafði fengið sænsk sér- fræðiréttindi í tiltölulega þröngri sérgrein 6 Vz ári áður en hann Iagði inn umsókn um íslenzkt sérfræðileyfi. Af innsendu gögn- unum kom fram, að allan þennan tíma hafði hann ekkert starfað í sérgrein sinni, og var umsókninni hafnað. Þetta tilvik leiðir hugann að þvi, að enginn ákvæði eru í reglugerðinni um skyldur sérfræðinga til að halda við réttindum sínum. Ákvæði í 6. gr. læknalaga, sem skyldar lækna til að halda sem bezt við þekkingu sinni, nægir ekki hér. Er eðlilegt, að t.d. kirúrg, sem ekki hefur starfað við skurðlækningar í 3-5 ár, haldi óskertum réttindum sínum, þegar hann ákveður að hverfa til fyrri starfa á ný? Hvað um kardió- lóga, augnlækna, svæfingalækna, svo að tek- in séu fáein dæmi af handahófi? Sennilega er hér vandrataður meðalvegurinn eins og víða annars staðar, en spurningin er engu að síður áleitin. Ég nefndi það hér að framan, að reglu- gerðin væri óréttlát gagnvart ákveðnum hópi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.